Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1972, Síða 198

Skírnir - 01.01.1972, Síða 198
196 RITDÓMAR SKÍRNIR Nokkrum köflum er þó varið til að lýsa bókmenntum, tungu og list, en megin- stofninn í bókinni er menningarsaga allt frá upphafi landnáms fram yfir lok þjóðveldis. Höfundurinn kemst svo að orði í formála að hann hafi ritað þessa bók til þess að létta undir með þýzkum lesendum; til þess að þeir geti skilið íslenzk- ar fornbókmenntir sé þeim nauðsynlegt að þekkja þann jarðveg sem þær eru sprottnar upp úr. Hann afsakar og, að þess vegna sé fjallað um efni í bók- inni, sem annars komi bókmenntunum lítið við. Það er varla unnt að ætlast til þess að í alþýðlegu yfirlitsriti komi fram einhverjar nýjungar. A hinn bóginn verður að krefjast þess að þar sé drepið á allflestar viðurkenndar skoðanir og hugmyndir fræðimanna um viðfangs- efnið. Yfirleitt hefur höf. tekizt vel að vinza úr og bera á borð það sem að- gengilegast er. Fetta má þó fingur út í einstök atriði: Höfundur er trúaður á, að Rómverjar hafi komið hingað til lands og rekur alþekkt rök fyrir því. En hann minnist ekki á gagnrökin: skrautgirni víkinga. - Engin haldbær rök eru fyrir því, að Grænland hafi nokkru sinni talizt til íslenzka þjóðveldisins. - Ekki hefði sakað að höfundur hefði fjallað um kenningar 0. Olsens um hofin; það hefði e. t. v. getað skýrt betur goðaveldið. - Nafnið friðaröld er villandi. Um umrætt tímabil eru svo litlar heimildir að tæpast er réttlætanlegt að nefna það svo. - Er það ekki að villa um fyrir þýzkum lesendum að telja að Grettir Ásmundarson hafi fallið um 1030? - Þá þykir mér fulldjúpt í árinni tekið þegar höfundur heldur því fram að íslenzk sagnaritun hafi fljótt farið fram úr „ihre siidliche Vorbilder". - Hvaðan kemur höf. sú vitneskja að Teitur Is- leifsson hafi stofnað „eine grossenteils weltliche Schule“? Um skólahald hér á 11. og 12. öld eru heimildir rýrar. Varla hafa aðrar greinar en hinar sjö höfuðíþróttir verið lærðar í skólum hér. Skólarnir hafa og naumast verið stofnaðir til að mennta leikmenn. Hitt er svo annað mál að sumir lærisveinar hafa e. t. v. aldrei tekið prestsvígslu - og menntun þeirra varð þess vegna hinum veraldlegu að gagni. - Of mikið er gert úr sjálfstæði íslenzku kirkj- unnar. Hafa ber í huga að kaþólska kirkjan lét það átölulaust þó að útkjálka- kirkjur breyttu eftir gömlum venjum, þótt þær færu í bága við almennan kirkjurétt. Túlkun höf. á biskupaskiptunum 1237 er óljós. Hann hefði mátt taka fram að formgallar voru á kosningunni; Kygri-Björn sagður óskilgetinn, en Magnús Guðmundsson hafði verið allsherjargoði. Þessa galla færa kórs- bræður sér svo í nyt. - Létt hefði það fyrir lesendum, ef teikningar hefðu fylgt kaflanum um húsakynni. - Óvarleg er sú staðhæfing höf. að tónlist virðist hafa verið vanrækt í íslenzku menningarlífi. Um veraldlega tón- mennt eru engar heimildir, en það þarf ekki að tákna að tónlist hafi endilega skort í samkvæmislífi íslenzkra á miðöldum. - Enda þótt þrælahald hafi e. t. v. verið úr sögunni um 1100, er óvíst að hér hafi nokkurn tíma náðst „Status der „klassenlosen Gesellschaft“ “. - Oflof er borið á heimildagagnrýni Snorra. Sem sagnaritari stendur hann naumast framar en evrópskir samtíðarmenn hans. - Fullsterkt er tekið til orða um tilurð Sverris sögu, að Karl ábóti hafi skrifað söguna „im Auftrag des kirchenfeindlichen Königs selbst“. Formáli Sverris sögu gefur ekki tilefni til slíkrar túlkunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.