Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1972, Side 214

Skírnir - 01.01.1972, Side 214
212 RITDOMAR SKÍRNIR og öðrum fornminjum. Bókmenntaverk eru aðeins andlegur veruleiki skynj- aður í gegnum tákn og merki, en aðrar fornminjar eru bæði andlegar og áþreifanlegar. Bókmenntimar eru því hluti af andlegum heimi þess fólks, er þær skóp, og er því óhj ákvæmilegt að skynja þennan andlega heim. Jafnvel einföldustu hugtök svo sem sannleikur, sál, gott o. s. frv. hafa aðra merkingu nú en áður fyrr. Þar af leiðir, að nútímamenn lesa forn verk ætíð í þýðingum, þ. e. þeir gefa þessum og öðrum hugtökum þá merkingu, sem þau hafa í nútímamálinu. Fornum höfundum eru þannig gerð upp hugtök og hugsanir, sem þeir gátu ekki haft. Til að skilja forn verk verða nútímamenn því að gera sér grein fyrir í hverju felst mismunur nútímahugtaka og sam- svarandi hugtaka liðinnar tíðar. Aðeins þannig er hægt að öðlast skilning á fornum bókmenntum. í öðrum kafla, er nefnist „Hvað er sannleikur?", athugar liöfundur sann- leikshugtak íslendingasagna og ber það saman við sannleikshugtak nútíma- manna. Nútímamenn aðgreina tvenns konar sannleika, vísindalegan sannleika, þ. e. nákvæma lýsingu staðreynda, og hins vegar listrænan sannleika. Aðeins hinn vísindalegi sannleikur er raunverulega sannleikur; hitt er list, enda þótt skörp mörk liggi ekki milli þessara beggja gerða sannleika. Þessi tví- skipting sannleikshugtaksins var hins vegar ekki til í vitund fólks í hinu forna íslenzka þjóðfélagi. Aðeins var til heildarsannleikur, sem spannaði yfir all- ar gerðir sannleika. „Sá, sem sagði frá heildarsannleika, stefndi í senn að nákvæmni og endurspeglun lifandi fjölbreytni liðinna tíðar“ (bls. 17). Að fornu var sannleikshugtakið því víðara, líkast því sem það er nú til dags í andstæðunni sannleikur - lygi. Með þetta í huga verða vísindamenn nútím- ans að varast að leggja hinum fornu höfundum til hugsanir, sem þeir gátu ekki haft. Skáldskapur í Islendingasögum er falinn skáldskapur, þ. e. sá skáld- skapur, sem höfundar sagnanna gátu leyft sér innan rnarka hins óskipta sann- leika. Innan sannleikshugtaksins að fornu rúmaðist þannig allt líklegt og sennilegt. I munnlegri geymd jókst hlutfall skáldskapar í samræmi við þann tíma, sem liðinn var frá því að sögurnar gerðust unz þær voru færðar í letur. Þannig er aðeins stigsmunur á fornaldarsögum og íslendingasögum, en ekki eðlis. I konungasögunum hefur sögulegur sannleikur hins vegar fremur yfirhöndina. Þar fyrir ber þó ekki að telja konungasögurnar sérstaka bók- menntagrein, heldur eins konar ölduhreyfingu innan hins forna sannleikshug- taks. Stefnt er að því að auka hróður eins konungs líkt og í biskupasögunum er stefnt að því að auka hróður kirkjunnar. Sérkenni íslendingasagna liggja því í því, að þær eru óskiptur sannleikur eins og hinar munnlegu heimildir. Þriðji kafli nefnist „Hvar eru takmörk mannlegs persónuleika?" Þar segir að af frásagnarstíl íslendingasagna megi fá nokkra hugmynd um andlegan heim þess fólks, sem sögurnar urðu til á meðal. Nátengt þessu vandamáli er og höfundavandamálið. Vísindamenn nútímans ganga út frá því, að sögurnar séu ritaðar af höfundum í nútímaskilningi. Spurningin er hins vegar sú, hvað sögurnar voru álitnar vera. Ef þær voru álitnar sannleikur, getur sá, sem þær ritaði þá talizt höfundur þeirra? Hinn forni heildarsannleikur felur í sér, að höfundarhlutverkið er ómeðvitað. „En það, að höfundarhlutverkið er ómeð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.