Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 180

Skírnir - 01.01.1983, Blaðsíða 180
174 SKÍRNIR JÓN VIÐAR JÓNSSON athafnir leikaranna orkuðu á hann. Hann gerir sér ljóst hversu lítið gagn er í almennum og útvötnuðum hugtökum og þó að hann geti sjaldnast sneitt hjá þeim með öllu forðast hann þau eftir megni. Það er alveg nóg að lesa fyrsta dóminn í bók Sigurðar, umsögn um sýningu Grímu á þremur einþáttungum Odds Björnssonar, til að ganga úr skugga um að hann cr ckki í þessum liópi gagnrýnenda. Greinin er full af alls kyns óljósum stað- hæfingum sem aldrei eru tengdar beinni skynjun. Þannig em einþáttung- arnir sagðir „leikhúsverk í allra ströngustu merkingu, þ. e. a. s. hið talaða orð skiptir síst meira máli en athöfnin, heldur má segja að merking og öll blæbrigði samtalanna velti á því sem er að gerast á sviðinu." Hvað gerðist á sviðinu, spyr lesandinn, en fær engin skýr svör við þeirri spumingu. Og síðar í greininni segir: Hér er semsé leikhúsið í sinni skírustu mynd — sjálfstæð reynsla, óbundin „bókmenntum", atburðarás, frásögn, boðskap. Verkin lifa eigin lífi á sviðinu meðan sýningin stendur yfir og halda áfram að lifa í áhorfandanum að sýningu lokinni, ekki sem kenning eða heila- brot, heldur ákveðin tilfinning eins og þegar horft er á málverk eða hlustað á tónverk. (12) „Leikhúsið í sinni skírustu mynd“, „sjálfstæð reynsla", „eigið líf", „ákveð- in tilfinning", öll eru þessi hugtök of þokukennd til að scgja manni nokkuð. Og hvernig fer höfundur verkanna að því að láta þau ná jafn sterkum tök- um á áhorfendum og gagnrýnandinn vill vera láta, úr því að hann notast ekki við atburðarás eða spennu, eins og síðar kemur fram? Hvaða tækjum beitir hann og hvað er það, nánar tiltekið, sem fyrir honum vakir? Hvaða „dýpri mannlegan „sannleik" eða tilfinningu, sem er óháð stað og stund," er að finna í einþáttungnum Parti? Þegar gagnrýnandi slær um sig með þessum hætti á lesandinn erfitt með að bera ekki brigður á dómgreind hans. Það er a. m. k. einkar fróðlegt að bera hófstilltan dóm Asgeirs Hjartarsonar um einþáttunga Odds (Leiknum er lokið, bls. 79) saman við það sem borið er á borð í grein Sigurðar. Hér er tekið dæmi af einum af elstu dómum bóikarinnar og má vera að einhver spyrji hvort gagnrýnandinn hafi ekki gert betur síðar á ferli sfnum. Því er til að svara, að víst eru sumar greinar hans skrifaðar af meiri yfir- vegun og að sums staðar er rökstuðningur hans fyrir matinu alls ekki ótrú- verðugur (t. d. í dómi um sýningu Þjóðleikhússins á Hver er hræddur við Virginíu Woolf?). Það leynir sér ekki heldur að hann hefur lesið sér nokkuð til um leiklist og leikritun, þó að sú þekking risti yfirleitt ekki djúpt og myndi sjaldan lífræn tengsl við reynslu hans sjálfs af leiklistinni. Um það verður ekki heldur deilt að leiklýsingar hans, þær myndir sem brugðið er upp af túlkun leikara á einstökum hlutverkum, jafnast aldrei á við það besta sem kom frá Ásgeiri Hjartarsyni. Almennar útleggingar eru á köflum harla innantómar og ruglingslegar (gott dæmi er „skilgreining" á sorglegum gleðileik í dómi um sýningu L. R. á Sú gamla kemur í heimsókn) og á stöku stað rekst maður á ótrúlega glæfralegar fullyrðingar, eins og þegar því er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.