Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Page 2

Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Page 2
2 t5 vestfirska TTABLADID Nú er sannarlega frost á fróni og frýs í æöum blóð því kuldinn hefur veriö napur aö undanförnu. Gamlir og veðurglöggir menn hafa verið aö minna ungdóminn á aö einmitt svona hafi veðurfarið veriö frostaveturinn mikla 1918. Páll Bergþórsson hrakti þessar sögusagnir eftirminnilega í veðurfregnum sjónvarps á dög- unum. Taldi hann af og frá aö beraveðurfarið í vetursaman við frostavetur fyrr á öldinni. Þá var haustið mun kaldara en við höfum dæmi um undanfarin ár. Fleiri rök tíndi Páll til sem hann kvað benda til að veturinn í vetur yrði nálægt meðallagi að hita- stigi. Varpaði marguröndinni létt- ar sem var farinn var að trúa ill- spám eldri manna um frosthörkur og harðindi. BOLUNGARVÍK: DAGRÚN landaði 55 tonnum á mánudag. Aflinn var að mestu leyti þorskur og var sett í einn gám. SÓLRÚN landaði 22 tonnum af frystri úthafsrækju í síðustu viku. Reytingsafli hefur verið á línu hjá Bolungarvíkurbátum. FLOSI og HALLDÓRA JÓNS- DÓTTIR hafa verið að fá 7-8 tonn í róðri. Minni bátar hafa fengið frá 4 og uppí 7 tonn. HEIÐRÚN sem er nýkomin úr slipp frá Englandi þar sem gerðar voru á henni miklar endurbætur. Hún fór í sina fyrstu veiðiferð á föstudag. Von var á tveimur loðnubátum til Bolungarvikur þegar Vest- firska ræddi við heimildar- mann sinn í gær. Það voru HÖFRUNGUR og RAUÐSEY með samtals 14-1500 tonn. SÚÐAVÍK: BESSI kom inn á mánudag með 80 tonn af þorski. Af því var sett í 2 gáma. HAFFARI landaði rúmum 30 tonnum af þorski á mánudag og setti af því í 2 gáma. í síðustu viku lönduðu eftirtaldir rækjubátar í Súðavík: VALUR 5.07 tonnum, SIGRÚN 5,6 tonnum, HAFRÚN 3,7 tonnum. NONNI sem áður hét Binni í Gröf og var keyptur til Súðavíkur í haust rær með net og var að landa 4 tonnum í gær þegar haft var samband við Súðavík. ÍSAFJÖRÐUR: JÚLÍUS GEIRMUNDSSON landaði á mánudag 40 tonnum af þorski og ýsu. Aflinn fór nær allur í 3 gáma. GUÐBJÖRG kom inn og landaði fyrir helgina vegna brælu. Hún var með 13,5 tonn af þorski sem fór allur í vinnslu hjá íshúsfélag- inu. Guðbjörg er á veiðum og er fiskirí sagt vera tregt. SUÐUREYRI: ELÍN ÞORBJARNARDÓTTIR kom inn fyrir helgi eftir hálfan sól- arhring vegna brælu. Elín er á veiðum. SIGURVON fékk alls 43 tonn á línuna í síðustu viku. INGIMAR fékk 12 tonn í tveimur róðrum í síðustu viku. FLATEYRI: GYLLIR var í landi á Flateyri á miðvikudag. ÞAr landaði hann 55-60 tonnum en hafði landað 25 tonnum í gáma á Isafirði á mánu- dag. Aflinn var að mestu leyti þorskur. Línubátar frá Flateyri hafa fengið ágætan afla eða frá 3 og uppí 6 tonn í róðri. Þannigfékk JÓNÍNA 5,5 tonn á miðvikudag, SIF 4,5 tonn og BENNI VAGN 3,1 tonn. HÓLMAVÍK og DRANGSNES: Rækjuveiði var allgóð síðurstu viku og raunar fengu þeir þrír bátar, sem voru á veiðum í vik- unni áður, þrátt fyrir slæmt veður, góðan afla. Á Hólmavík lönduðu ÁSBJÖRG 11,1 tonnum af rækju, HILMIR 6,9 tonnum, SIG- URBJÖRG 1,9 tonnum og INGI- BJÖRG 14 tonnum af fiski. Á Drangsnesi lönduðu GRÍMS- EY 10,1 tonni af rækju, GUNN- HILDUR 1,9 tonnum, GUNN- VÖR 3,4 tonnum, SIGUR- BJÖRG 2,6 tonnum, ÖRVAR 3,6 tonnum og síðan DRAUPNIR með 2,1 og Sundhani með 2,8 tonn af fiski. PATREKSFJÖRÐUR: Afli línubáta frá Patreksfirði hefur verið góður að undanförnu. Frá I5. þessa mánaðar og fram til 27. hefur PATREKUR fengið 77,3 tonn í 5 ferðum og VESTRI 78,2 tonn í 6 ferðum. SIGUREY land- aði 118 tonnum I9. þessa mán- aðar. ÞINGEYRI: Veður setti strik í reikninginn hjá togurunum. Bæði FRAMNESIÐ og SLÉTTANESIÐ komu inn 21. þessa mánaðar vegna veðurs. Framnesið var með 33,1 tonn og Sléttanesið með 11,3 tonn. Uppi- staðan var þorskur. Síðan land- aði Sléttanesið 37,3 tonnum 25. þ.m. og Framnesið 41 tonni rúmu. Hið síðarnefnda landaði á ísafirði og setti í einn gám en annað i vinnslu. Auk þess land- aði línubáturinn Guðmundur B. Þorláksson 3,1 tonni hinn 19. þessa mánaðar. BÍLDUDALUR: SÖLVI BJARNASON landaöi síðast hinn 18. þ.m. og er enn á veiðum. TÁLKNAFJÖRÐUR: TÁLKNFIRÐINGUR kom inn undir síðustu helgi vegna veðurs og landaði slatta. Hann er enn á veiðum. , \ | x b yp Talkennslu komið á Helga Ingibergsdóttir hefur ver- ið ráðinn sem talkennari að Fræðsluskrifstofu Vestfjarða. Mun hún starfa á skrifstofunni og annast talkennslu og ráðgjöf í skólum eftir því sem því verður við komið. Helga er fóstra með framhalds- nám í talkennslu og sérkennslu í Svíþjóð. Hún hefur áður starfað sem talkennari við sérdeild Hlíða- skóla í Reykjavík frá 1981. Hún verður með símatíma dagelag á Fræðsluskrifstofu Vestfjarða fra kl 8.00 - 9.30. Jón hætti við Fyrirhugað var að Jón Bald- vin Hannibalsson fjármálaráð- herra héldi almennan fund á Isafirði á næstkomandi laugar- dag. Af því gat þó ekki orðið vegna veikinda ráðherrans, en fundurinn verður haldinn við fyrstu hentugleika. Er ekki að efa að hér fái ísfirðingar og ná- grannar þeirra kærkomið tæki- færi til þess að yfirheyra Jón Baldvin um margar umdeildar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Mætti þar nefna matarskattinn illræmda og fleira scm skoðanir manna eru skiptar um. Vonir eru bundnar við að af þessum fundi geti orðið frekar fyrr en síðar. Leiðrétting vegna blóma í síðasta tölublaði blaðsins kom fram á Isafjarðarkaupstaður hefði ekki leitað til blómaverslana á staðnum við blómkaup. Þar sem þetta byggðist á röngum upplýs- ingum er beðist velvirðingar á mis- tökunum. ritstj. BRÆÐRATUNGA þjálfunar- og þjónustumiðstöð fatlaðra Óskum eftir að ráða sem allra fyrst MEÐFERÐARFULLTRÚA. Starfið felst í þjálfun og umönnun heimiJis- manna og ýmsum heimilisstörfum. Umsækjandi þar að vera orðinn 20 ára, vera góður í umgengni og hafa jákvæð viðhorf til fatlaðra. Upplýsingar fást hjá forstöðumanni í síma 3290 og 3224. SPÁÐU í LIÐIN OG SPILAÐU MEÐ Hægt er að spá í teikina símleiðis og greiða tyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alia föstudaga frá kl. 9:00 til 17:00 og iaugardaga frá kl. 9:00 til 13:30. Síminn er 688 322 ISLENSKAR GETRAUNIR — eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. Leikir 30. janúar 1988 1 X 2 1 Aston Villa - Liverpool 2 Barnsley - Birmingham 3 Bradford - Oxforri 4 Brighton - Arsenal 5 Leyton Orient - Nott'm Forest 6 t.uton - Southamoton 7 Man. United - Chelsea 8 Mansfielc! - Wimbledon 9 Newcnstle - Swindon 10 Portsmouth - Sheff. United 11 Port Vale - Tottenham 12 Q.P.R. - West Ham BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU LÖGREGLUMENN TIL SUMARAFLEYSINGA Nokkra menn vantar til sumarafleysinga í lögreglu ísafjarðar frá 15. maí til 10. septem- ber 1988. Um er að ræða fjölþætt, áhugaverð og krefjandi störf, þar sem reynir á hvern hðsmann. Yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar og lætur af hendi sérstök um- sóknareyðublöð. 20. janúar 1988 Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein. Kirkjulíf ísafjarðarprestakall Viðtalstímar sóknarprests- ins eru þriðjud. -föstud. kl. 13:30 - 15 í safnaðarheimilinu Sólgötu 1, sími 3171. Aðrir tímar eftir samkomulagi. ísafjarðarsókn: Almenn Guðsþjónusta og kirkjuskóli í ísafjarðarkapellu (í M.í.) sunnud. kl. 11. Hnífsdalskapella. Almenn guðsþjónusta sunnudag kl. 17. Óskað eftir að fermingarbörn og foreldrar þeirra komi. Messa og kirkjuskóli samtímis Á sunnudag verður guðs- þjónusta í kapellu ísafjarðar- safnaðar á Sal Menntaskólans kl. 11. Verður sút tilhögun reynd að stefna bæði kirkjuskólabörnum og messufólki til guðshúss á sama tíma. Við hefjum hefð- bundna guðsþjónustu saman, en bjóðum svo börnunum til kirkju- skóla í hliðarsal þegar stóra fólk- ið fer að hlýða á predíkunina.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.