Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Síða 4

Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Síða 4
r Fyrsta skíðamótið — 5 sveitir kepptu í bodgöngu Fyrsta skíðamót vetrarins á ísa- firði var haldið sunnudaginn 24. janúar. Keppt var í boðgöngu í fimm þriggja manna sveitum. í fyrsta sæti í 3x3,5 km göngu í flokki 13-16 ára varð hópur sex: Guðbjörg Sigurðardóttir Gísli E. Arnason Daníel Jakobsson. Samanlagður tími þeirra var 35,11 mínútur. I öðru sæti varð hópur sem kallaði sig „ Dúndur": Eyrún Ingólfsdóttir Arni Elíasson Bjarni Brynjólfsson. Tími þeirra varð 36,13 mínútur. I þriðja sæti lenti hópur sem nefnd- ist „ HÓK": Helga Kristjánsdóttir Kristmann Kristmannsson Óskar Jakobsson. Tími þeirra var 38,48 mínútur. Einnig var keppt í 3x7 kílómetra göngu í flokki 17 ára og eldri. Þar kepptu tvær sveitir og sigraði sveit Armanns: Guðmundur Kristrjánsson Þröstur Jóhannesson Kristján R. Guðmundsson. Tími þeirra var 67 mínútur sléttar. I öðru sæti var svo sveit sem kallaði sig „ Blöndu": Ingþór Bjarnason Óskar Kárason Heimir Hansson. Tími þeirra var 72,13 mínútur. Skíðaráð vill koma því á framfæri til þeirra sem ekki hafa vitjað þátt- tökupeninga sinna fyrir Fossa- vatnsgöngu 1987, geta sótt þá í Sporthlöðuna. Jarðborun. Ýmsir sem komu niður á heitt vatn við Ásmundarnes. Bjarnarfjörður: Heitt vatn finnst á S Asmundamesi Hafin var borun með jarðborn- um Ými frá Jarðborunum h/f hcr að Laugarhóli nokkru fyrir jól. Var boruð tilraunahola skammt frá gróðurhúsi sem stendur vestan Laugarhóls. í gróðuhúsi þessu kemur upp vatnslítil laug með 42 gráðu heitu vatni. Borað var niður á 76 metra dýpi en ekkert vatn kom úr þeirri holu. Þá var hafin borun í Ámundarnesi hér niður við sjó og skyldi þar leita vatns. Sú borun var árangurslaus fyrir jól, en hefir nú lokið giftusamlega með því að upp komu 15 sekúndulítrar af 35 stiga heitu vatni á 209 metra dýpi. Borunin í landi Ámundarness var á vegum eiganda jarðarinnar Guðmundar Halldórssonar skip- stjóra á Drangsnesi. Hann hefur nokkur undanfarin ár rekið laxeld- isstöð í útihúsi og tjörnum þar á bænum með góðum árangri. Þó hefur hann bæði vantað heitt vatn og jafnvel betra kalt vatn. Nú hef- ur hann fengið nóg af heitu og góðu vatni til ræktunarinnar. SHÞ FASTEIGNA- VIÐSKIPTI ÍSAFJÖRÐUR: Mjallargata 6, norðurendi, 4. herb. íbúð ásamt stórum bílskúr. Laus fljótlega. Engjavegur 33, 2ja herb. íbúð á n.h. Laus fljótlega. Góuholt 6,140 ferm. einbýlishús ásamt bílskúr. Laust fljótlega. Túngata 13. 3ja herb. íbúð á 1. hæð. Laus í febrúar. Hrannargata 9. Falleg 3 herb. íbúð. Pólgata 4, 5 herbergja íbúð á 2. hæð ásamt bilskúr. Aðalstræti 15a, 5 herb íbúð á tveimur hæðum. Gæti hentað fyrir atvinnurekstur. Stórholt 11, 4ra herb. íbúð á 2. hæð ásamt bílgeymslu. Getur losnað fljótlega. Seljalandsvegur 30, 175 ferm. einbýlishús með innbyggðum bílskúr. 4 svefnherbergi. Húsið er í góðu ástandi. Veðbanda laust. Stórholt 7, 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Hlíðarvegur 7, 3ja herb. íbúð á 2. hæð. Bílskúr. Stórholt 13, 3ja herbergja íbúð á 1. hæð. Laus eftir samkomulagi. Mjallargata 6, 4ra herb. íbúð á efri hæð í suðurenda. Sólgata 5, 3 herb. íbúð. Laus fljótlega. Sundstræti 24, 2ja herb. íbúð á 1. hæð. BOLUNGARVÍK: Stigahlíð 4, 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Heiðarbrún 1. Einbýlishús á tveim hæðum. Um 200 ferm. Hjallastræti 20. Rúmlega 100 ferm. einbýlishús ásamt bilskúr. Stigahlið 2, 3 herb. íbúð á 2. hæð. Hjallastræti 18, 120 fm einbýlis- hús ásamt bílskúr. Stigahlíð 4, 3 herb. endaíbúð á 3. hæð. Hafnargata 110. Tæplega 100 ferm. álklætt einbýlishús. Skólastígur 20, 5 herb. íbúð á tveimur hæðum í parhúsi. SÚÐAVÍK: Túngata 6,120 ferm. einbýlishús ásamt 60 ferm. bílskúr. ARNAR GEIR HINRIKSSON.hdl. | Silfurtorgi 1, I ísafirði, sími 4144 I.-_____ J Flugleiðir: A annað hundrað ferðir í viku hverri innanlands Flugleiöir fljúga í vetur talsvert á annað hundrað ferðir frá Reykja- vík í viku hverri til tíu staða á landinu. Þaðan er svo hægt að komast áfram til 30 staða í viðbót með langferðabílum og flugfé- lögum sem Flugleiðir hafa sam- vinnu við. Flugleiðir hafa sett upp fjölda helgarferða til og frá Reykjavík eins og undanfarin ár. Helgarferðirnar fela í sér flug báð- ar leiðir, gistingu í tvær nætur með morgunverði ásamt möguleika á tveim gistinóttum til viðbótar. Fyrsti ferðadagur er fimmtudagur og síðasti ferðadagur mánudagur, og á þessi ferðamáti miklum vin- sældum að fagna, enda kjörinn ferðamáti til þess að lyfta sér upp í skammdeginu og heimsækja vini og kunningja og gera sér glaðan dag. Samstarfshótel Flugleiða í helgarferðum til Reykjavíkur eru: Hótel Borg, Hótel Esja, Holiday Inn, Hótel Lind, Hótel Loftleiðir, Hótel Óðinsvé og Hótel Saga. Hægt er að fá ótal viðbætur á helgarpakkana. Þannig má nefna að hægt er að fá innifalið miða á Gullárin með K.K sextetinum á Hótel Island, Broadwayreisur, Sögu-Gildi, Þórscaféreisur, Leikhúsferðir og Óperuferðir svo eitthvað sé nefnt. Auk alls þess sem á undan er talið bjóða Flugleiðir upp á fjölda sérfargjalda á innanlandsleiðum. Nægir að nefna fjölskyldufargjöld, Apex- fargjöld en dæmi um slíkt er Ísafjörður-Reykjavík-Ísafjörð- ur fyrir aðeins 3.717 krónur og síð- ast en ekki síst er ellilífeyrisþegum boðinn 50% afsláttur af flugfargj- Byggðastofnun og Samband ís- lenskra sveitarfélaga hafa gefið út í takmörkuðu upplagi erindi sem haldin voru á sameiginlegri ráð- stefnu þessara aðila sem haldin var á Selfossi 13.og 14. nóvember 1987 undir heitinu Hefur byggðastefnan öldum. Safnkort fyrir flugfarþega fást á öllum flugafgreiðslum Flugleiða um alnd allt. Á safnkortið sem gef- ið er út a nafn korfhafa eru færðir inn punktar fyrir hverja flugferð. Þegar 100 punktum er náð á 4 mán- aða tímabili eða skemmra fær við- komandi sendan farseðil sem gildir fyrir hann hvert á land sem er innanlands. brugðist? í ritinu sem er 158 bls. eru tólf framsöguerindi og sjö erindi sem flutt voru undir liðnum, almennar umræður um nýja byggðastefnu. Ritið er til sölu hjá útgefendum og kostar 400 kr. Reykhólar: Nýr forstjórí Benedikt Gunnarsson hcfur ver- ið ráðinn forstjóri Þörungavinnsl- unnar á Reykhólum og tckur hann við starfinu nú um mánaðamótin af Kristjáni Þór Kristjánssyni. Benedikt útskrifaðist frá Oslo Tekniske skole með próf í mann- virkjafræði 1949 og hefur síðan starfað hjá raforkumálastjóra auk þess að gegna fjölda stjórnunar og skipulagsstarfa. Hefur byggðastefnan brugðist?

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.