Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Side 3

Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Side 3
4 vestíirska Orðsending tU sparisfjáreigenda Einingabréf hafa nú þegar sannað ótvírætt gildi sitt og stöðugleika sem arðbær fjárfesting. Á síðasta ári gáfu Einingabréf 1, eigendum sínum 13,3% vexti umfram verðbólgu. Með því að fjárfesta í Eininga- bréfum tryggðu þér hámarksávöxt- un, lágmarksáhættu og að auki er féð ætíð laust til útborgunar. Hægt er að panta verðbréf í síma 96-24700, greiða með c-gíróseðli og fá þau síðan send í ábyrgðarpósti. Einingabréf eru öryggissjóður þinn og þinna um ókomin ár. Gengi Einingabréfa 28. janúar 1988: Einingabréf 1 2.618.- Einingabréf 2 1.526.- Einingabréf 3 1.628.- Lífeyrisbréf 1.316,- KAUPÞING NORÐURLANDS HF Ráðhústorg 5 • Akureyri • Slmi 96-24700 Chevrolet Blazer árgerð 1974 með Perkins dísilvél og mæli. Ekinn 50 þúsund km á vél. Millikassi úr ár- gerð 1979. Á góðum dekkjum og White Spoke felgum. Verð 300 þúsund. Öll skipti athugandi. Einnig til sölu Silvercross tvíbura- vagn. Verð kr 4.000. Upplýsingar í síma 7519 alla daga. Gullárin — K.K. sextett endurvakinn K.K. sextettinn sem kenndur var við Kristján Kristjánsson saxó- fónleikara naut mikilla vinsælda fyrir meðal fólks en hljómsveitin var starfrækt á árunum 1947 til 1961. K.K. var þekkt fyrir fáguð vinnubrögð og þeir til þess að veita ferskum straumum inn í íslenskt tónlistarlíf og innleiða vandaðri vinnubrögð en áður höfðu tíðkast. Margir söngvarar urðu feikivin- sælir með K.K. sextettinum og nægir að nefna Ragnar Bjarnason, Ellý Vilhjálms og Óðinn Valdi- marsson. Hver man ekki eftir lögum eins og Óla rokkara, Ég vil fara uppí sveit, Komdu í kvöld, og þannig mætti lengi telja. Þeir sem kynnu að vera búnir að gleyma því gefst nú kostur á að rifja þessa gömlu góðu daga upp á nýjan leik. Nú standa yfir sýningar á söng- leiknum „Gullárin með K.K. sex- tettinum" á Hótel fsland í Reykja- vík. Hótel ísland sem er nýjasti vaxtarbroddurinn á umsvifum Ólafs Laufdals veitingamanns í Reykjavík var opnaður með stæl 17. desember í haust. Skemmti- staðurinn er hluti af fimm stjörnu hóteli sem tilbúið verður i vor. Sagt er að Hótel ísland sé glæsileg- asti veitingastaður í Evrópu og tekur 1.300 manns í mat. Sýningin „Gullárin með K.K. sextettinum" er mjög glæsileg. Stórhljómsveit undir stjórn Ólafs Gauks fer á kostum, Bessi Bjarnason er drep- fyndinn og margir fleiri sem of langt mál yrði upp að telja skemmta áhorfendum eins og þcim einum er lagið. Leikstjóri var Gísli Rúnar Jónsson en hann samdi handritið ásamt Ólafi Gauk. Yfirlýsing: Ar hinna glötuðu tækífæra —ábyrgð lýst á hendur stjórnvöldum vegna afskiptaleysis þeirra. Undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinnar látnir borga óhóf og eyðslu annarra YFIRLÝSING. ÁR HINNA GLÖTUÐU TÆKIFÆRA. Arið 1987 hefur af mörgum verið kaliað ár hinna glötuðu tækifæra. Segja má að það ár hafi verið mjög góð ytri skilyrði til að koma efnahagsmálum þjóðarinn- ar í vitrænt horf. Þetta tækifæri er nú að ganga okkur úr greipum og til þess eru ýmsar ástæður, sumar augljósar en aðrar tor- skildari. EKKI HLUSTAÐ Á AND- MÆLI VESTFIRÐINGA GEGN „ÞJÓÐARSÁTTINNT1 Segja má að grundvallar- mistök hafi átt sér stað í samn- ingsgerð árið 1986, en það ár voru gerðir þríhliða samningar milli A.S.Í. og V.S.Í. með þátt- töku ríkisstjórnarinnar. Þessir samningar höfðu inni að halda ákvæði um stórlækkun aðflutn- ingsgjalda og tolla á bílum, hjól- börðum og rafeindatækjum ýmisskonar í þeim tilgangi að hafa áhrif á mælingu framfærslu- vísitölu. Samningar þessir voru kynntir á Vestfjörðum af þáver- andi hagfræðingi A.S.Í. Við- brögð A.S. V. voru mjög neikvæð og var meðal annars bent á að þáttur ríkisstjórnarinnar, þ.e. aðflutningsgjalda og tollabreyt- ingarnar myndu leiða til stórauk- ins innflutnings og viðskiptahalla sem tekinn yrði út á útflutnings- atvinnuvegunum að lokum. Jafn- framt var bent á að innflutningur þessara vöruflokka (sem ann- arra) væri nær eingöngu stundað- ur á höfuðborgarsvæðinu og myndi því leiða til launaskriðs þar og myndi þar af leiðandi auka misréttið milli landsbyggðarinnar og höfuðborgarinnar. Ekki voru þessi rök okkar Vestfirðinga viðurkennd þá, en allir lands- menn ættu að geta dæmt réttmæti þeirra í dag. SJÁVARÚTVEGURINN SEM ER BURÐARÁS ÞJÓÐ- FÉLAGSINS LÁTINN BORGA FYRIR EYÐSLU OG ÓHÓFANNARRA. Árið 1987 var metár hvað varð- ar þenslu á höfuðborgarsvæðinu. Þar voru tekin í notkun glæsileg hótel og m.a. stórmarkaður sem á engan sinn líka á Islandi og þó víðar væri leitað. Telja verður líklegt að einhver hluti 6 mill- jarða viðskiptahalla þjóðarinnar við útlönd sé bundinn í vörunt sem prýða hillur þeirrar verslun- ar og annarra. Jafnframt má benda á að í byrjun desember auglýstu þessir aðilar og aðrir kreditkortaviðskipti með góðum árangri, en það þýðir vitaskuld að meiningin er að borga við- skiptahalla ársins l87 í fcbrúar ‘88. Ýmsa fleiri þætti mætti nefna, svo sem stjórnlcysi á fjármálasviðinu og bruðl í opin- bera geiranum t.d flugstöð, allt eru þetta þættir sem raunvcru- legur burðarás þjóðfélagsins, sjávarútvegurinn er látinn borga fyrir. VESTFIRÐINGAR HAFNA RÖKUM RÍKIS- STJÓRNARINNAR Stjórnvöld afsaka afskiptaleysi sitt með því að afskipti af þessum þáttum séu höft og að frelsi eigi að ríkja á þessum sviðum á ís- landi. Vestfirðingar hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir því að frelsi verslunarinnar og þjónustu- greina til álagningar, og sá mögu- leiki stjórnvalda að sækja kostn- aðarhækkanir sínar með auknum skattaálögum á fólkið, er ekki í samræmi við raunveruleika út- flutningsatvinnuveganna, sem verða að láta verðgildi fram- leiðslu sinnar duga til greiðslu allra kostnaðarþátta. Allir hafa séð hvaða afleiðing- ar viðskiptahalli og neikvæð fjár- lög hafa á gjaldmiðla sem lúta lögmalum markaðarins. Saga dollars síðasta hálfa árið ætti að nægja sem skólabókardæmi um það. Svo tekið sé einangrað dæmi, má benda á að fyrir nokkrum dögum missti embættismaður Bandaríkjastjórnar það út úr sér, að líklega myndi ekki nást við- skiptajöfnuður þar í landi fyrr en með haustinu. Daginn eftir féll dollarinn á alþjóðamarkaði. Á sama tíma eru íslendingar að kveðja árið 1987 með 6 milljarða króna viðskiptahaila og ganga á vit ársins 1988, væntandi 9-12 milljarða króna viðskiptahalla. Og þegar stjórnvöld eru beðin um aðgerðir er svarað með klisj- unni um frelsið. En þessi svör eru hjáróma í dag og sýna tvískinn- ungshátt, því engin stjórnvöld virðast mega til þcss hugsa að sjávarútvegurinn fái frelsi til þess að selja gjaldeyri fyrir það verð sem þarf, eða að launamaður fái að selja vinnu sína fyrir það verð sem hann þarf. FRELSISHJAL STJÓRN- VALDA INNANTÓMAR AFSAKANIR Þctta frelsishjal sem stjórnvöld nota til að afsaka afskiptaleysi af eyðslu atvinnuveganna stenst ekki, því það er nefnilega ekki frelsissvipting að banna mönnum að eyða því sem ekki er til. TILRAUNIR TIL HÓG- VÆRRA SAMNINGA. BREGÐIST RÍKISSTJÓRNIN NÚ VERÐUR EFTIR- LEIKURINN SLÆMUR. TÆKIFÆRI RÍKISSTJÓRN- ARINNAR TIL ÞESS AÐ REKA AF SÉR SLYÐRU- ORÐIÐ Tilraunir Vestfirðinga til þess að gera hógværa samninga nú, verða að skoðast f framangreindu samhengi. Ef stjórnvöld og eyðslugeirarnir bregðast okkur nú og grípa ekki til strangari að- haldsaðgerða í öllum verðlags- málum, verðum við væntanlega í næstu samningum í hópi þeirra sem nefna háar tölur í þeim til- gangi einum að ná sem stærstum bita af íslenska efnahagshræinu. Jafnframt má benda á að ef for- dæmið heldur, fær ríkisstjórn sem vegna samsetningar verður að teljast ein uggvænlegasta ríkisstjórn sem landsbyggðin hef- ur séð, tækifæri til að eyða þeim ótta sem landsbyggðarfólk ber til hennar. Ef henni tekst það ekki verður íslenska þjóðfélagið ekki svipur hjá sjón í árslok 1988. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Hagvirkis- sund „Krakkarnir stóðu sig mjög vel, miðað við að þetta er erfiðasti tími ársins. Þau eru í mjög erfiðum æfingakafla og því var þeirra mjög góður" sagði Ólafur Þór Gunn- laugsson þjálfari Sunddeildar Vestra á ísafirði í samtali við Vest- firska fréttablaðið. Hópur kepp- enda frá Vestra, eða „Mennta- skólaliðið“ fór til keppni á Hag- virkismótið í Hafnarfirði fyrir skömmu. Vestri varð í öðru sæti á mótinu, vann 7 af 14 greinum mótsins. Mótið var kennt við verktaka- fyrirtækið Hagvirki sem greiddi allan kostnað við mótið og gaf verðlaunagripi. Tókst mjö gott samstarf með Sundfélagi Hafnar- fjarðar og Hagvirki og voru báðir aðilar mjög nægðir með það hvern- ig að mótinu var staðið. Óli Þór sagði að öll framkvæmd mótsins hefði verið til stakrar fyrirmyndar. Mætti spyrja hvort ísfirsk fyrir- tæki teldu þetta fyrirkomulag henta sér til eflingar sundíþróttinni á Isafirði. Mörg þeirra hafa veitt sunddeild Vestra mjög öflugan stuðning í gegnum árin. Með því að „kaupa“ mót á svipaðan hátt og Hagvirki gerði í Hafnarfirði fá fyrirtækin í raun talsverða auglýs- ingu í kaupbæti.

x

Vestfirska fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.