Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 6

Vestfirska fréttablaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 6
VERÐLÆKKUN ÁKODAK LITFILMUM Bókaverslun Jónasar Tómassonar Sími 3123 ísafirði ERNIR P Bílaleiga restfirska FRETTABLADID hefur heyrt AÐ Bolvíkingar noti ekki venju- leg golfsett. Þannig mun venju- legt bolvískt golfsett vera samansett ú þremur sandjárn- um, pútter og skóflu. AÐ fyrir síðustu helgi hafi ein fyrirmyndar húsmóðir verið að gera helgarinnkaupin í verslun á ísafiröi. Þegar kom að því að greiða innkaupin rann konunni eitthvað í skap og hélt hún há- væra og skorinorða ræðu um okur, svívirðilega álagningu. Hélt þessu fram um hríð þang- að til afgreiðslustúlkan benti henni kurteislega á að í fyrsta lagi væri nýbúið að leggja á allar vörur umdeildan matar- skatt ríkisstjórnarinnar. Einnig minnti hún viðskiptavininn á að hún hefði verið meðal þeirra sem börðust mest fyrir Alþýðu- flokkinn fyrir síðustu kosningar. Gæti hún því sjálfri sér um kennt. Konan þagnaði snarlega og forðaði sér út. Þeir sem höfðu beðið fyrir aftan hana í röðinni höfðu af þessu hina bestu skemmtan. AÐ meiningin hafi verið að Sig- hvatur Björgvinsson kæmi vest- ur með formanni sínum Jóni Baldvin Hannibalssyni til fyrir- hugaðra fundahalda. Frá þeirri ráðagerð var þó fallið vegna þess að þeir félagar eru býsna ósammála um mörg grundvall- aratriði. Er hætt við að það hefði hljómað eins og málflutningur andstæðinga en ekki samherja AÐ Jón Baldvin Hannibalsson sé fyrsti maðurinn sem fær birta mynd af sér í þessum dálki. Fer vel á því og hefur Jón verið út- nefndur sérstakur skjólstæð- ingur dálksins. Stærstu fyrirtæki á Vestfjörðum: Bolvíkingar í fremstu röð — Einar Guðfinnsson stærsti vinnuveitandi á Vestfjörðum Einar Guðfinnsson hf. og tengd fyrirtæki er langstærsti vinnuveitandi á Vestfjörðum, samkvæmt lista tímarits- ins Frjálsrar verslunar. Hjá hinu bolvíska stórfyrirtæki vinna 251 manns en miðað er við upplýsingar frá árinu 1986. Her á eftir fer listi yfir þau vestfirsk fyrirtæki þar sem starfsmenn eru sextíu eða fleiri. Þá eru heildarlauna- greiðslur fyrirtækjanna einnig gefnar upp, svo og meðallaun hvers starfsmanns. Athuga verður að þessar upplýsingar eru krónutölur frá 1986 en síðan hafa orðið allnokkrar launahækkanir vegna verðbólgu. starfsmenn heildar- meðal- samtals laun í laun í millj. kr. þús. kr. EinarGuðfinnsson hf. Bolungarvík 251 228,4 911 Kaupfélag Dýrfirðinga Fáfnir hf. Flateyri 164 73,8 450 ísafjarðarkaupstaður 153 Norðurtangi hf. ísafirði 150 112,2 746 Ishúsfélag Isfirðinga hf. ísafirði 117 66,8 571 Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. 114 69,2 605 Freyjahf. Suðureyri 113 67,5 596 Hraðfrystihúsið Hnífsdal og Miðfell hf. 95 80,9 855 KaupfélagSteingrímsfjarðar, Hólmavík 90 35,2 391 Hraðfrystihús T álknafj arðar hf. 86 65,2 759 Orkubú Vestfjarða 81 60,2 738 Kaupfélag Isfirðinga 77 32,5 420 Frosti hf., Álftfirðingurhf, Súðavík 77 52,0 677 Fiskvinnslan hf. Bíldudal 70 42,0 596 Hjálmur hf., Flateyri 66 41,1 620 Niðursuðuverksmiðjan hf. ísafirði 63 57,5 914 Póllinn hf., og Pólstækni hf. 63 53,3 842 Fjórðungssjúkrahúsiðog Heilsugæslustöðin Isafirði 63 43,4 694 Þór hf., Rörverk hf., ísafiröi 60 42,3 700 Eins og áður er sagt er hér um að ræða tölur frá 1986. Til þess að gera sér grein fyrir raungildi þessara talna í dag þarf að margfalda launatölur með um það bil 1,3. Hefur þá verið tekið tillit til þeirrar verðbólgu, sem að meðal annars hefur valdið hærra kaupgjaldi en þá gilti. I 2. tölublaði Vcstfirska fréttablaðsins var birtur listi yfir stærstu fyrirtæki á Vestfjörðum mcð tilliti til veltu þeirra. Fyrirtæki Pólsins hf. og Pólstækni hf., voru undir sama hatti fram á árið 1986. Síðan var rekstri þeirra skipt. Sá kostur var tekinn í samráði við stjórnendur þeirra, að birta ekki upplýsingar um veltu þeirra að þessu sinni. Loksíns samið — skíptar skoðanir um ágæti samnings. Bónuskerfinu lagt. Klukkan 18:30 á mánudags- kvöld voru undirritaðir kjara- samningar í Alþýðuhúsinu á fsa- firði eftir um 30 klukkustunda samningalotu. Samningar þessir gilda út árið 1988 og aðilar að honum eru Alþýðusamband Vestfjarða annars vegar og Vinnuveitendafélag Vestfjarða og Vinnumálasamband sam- vinnufélaganna hinsvegar. Helstu ákvæði samninganna eru þau að grunnlaun hækka við gild- istöku hans um 1.500 krónur á mánuði. Launin hækka síðan um 3% l.apríl og 2,5% l.ágúst. Námskeiðsálag hækkar í 2.600 krónur á mánuð, og starfsaldurs- hækkanir verða meiri en áður auk þess sem orlof lengist. Það gildir þó aðeins fyrir fiskvinnslu- fólk með hærri starfsaldur en 10 ár. Þau tímamót verða við samn- ingagerð þessa að bónuskerfinu sem verið hefur í notkun í frysti- húsunum um alllangt skeið er varpað fyrir róða og hlutaskipta- kerfi tekið upp í þess stað. Það felur það í sér að allir starfsmenn hvers fyrirtækis fá sama álag á kaup miðað við framleiðni og verðmæti. Miðað ervið byrjunar- laun í fiskvinnslu, 181 krónu á tímann og greiðist 38% af þeirri tölu á hvern klukkutíma. Aðilar samþykktu auk þess að koma á nefndum sem hafi það hlutverk að kanna og gera tillögur að breyttri vinnutilhögun og nýrri tækni í fiskvinnslunni, og hvort hægt sé að koma á vaktavinnu í fiskiðnaði. Einnig verði skipuð starfsnefnd sem kanni möguleika á hlutaskiptakerfi í saltfisk, skel- fisk og rækjuvinnslu. Samningur þessi hefur af mörgum verið kallaður tima- mótasamningur. Er þá átt við þær breytingar sem gerðar eru á bón- uskerfinu. Samningurinn er tal- inn jafngilda 12-13% launahækk- un á gildistímanum og telja marg- ir að ekki sé gengið nógu langt í því að leiðrétta kjör fiskvinnslu- fólks. Samningurinn á eftir að fá samþykki félaganna. Samningurinn er gerður með þeim fyrirvara að framfærsluvísi- tala verði eigi hærri en 258 stig l.júní 1988 og eigi hærri 266 stig 1. október 1988. Fari vísitalan fram úr þessum mörkum getur A.S.V. krafist endurskoðunar á launalið samningsins að því marki sem verölag hefur farið fram yfir viðmiðunarmörk. Sólarkaffi Isfiröinga: „Færra en áður“ — segir Svein- bjöm formaður. 200 inættu, voru 500 þegar mest var áður. „Þctta hefur verið að dragast saman. í ár eru hérna um það bil 200 manns. Þegar flest var þá mættu 500“ sagði Sveinbjörn Bjarnason formaður ísfirðinga- félagsins í Reykjavík í samtali við Vestfirska fréttablaðið. Hið árlega Sólarkaffi félagsins var haldið að vanda í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudaginn. Sólarkaffið er eini fasti liður- inn í starfscmi félagsins. Engin félagaskrá er til og engin félags- gjöld eru greidd. Sveinbjörn sagði að í fyrra hefði félagið gert tilraun til þess að efna til vor- fagnaðar. Aðsókn var^ góð og stendur til að koma öðrum slík- um fagnaði á í vor. Á Sólarkaffinu hélt Högni Torfason ræðu í gamansömun tón og minnist liðinna daga á ísafirði og á Vestfjörðum, en hann var um árabil erindreki Sjálfstæðisflokksins í Vest- arðakjördæmi. Var gerður góð- ur rómur að máli hans enda snjall ræðumaður á ferð. Högni Torfason í ræðustól á sól arkaffi ísfirðinga. EUMENIA þvottavélar á frábæaru verði. Austurrísk gæðaframleiðsla PÓLLINN VERSLUN RAFÞJÓNUSTA SÍMI3092 BÍLALEIGA Nesvegi 5 • Súðavík S 94-4972 - 4932 Vatnsmýrarvegi 34 • V/Miklatorg S 91 -25433 Afgreiðsla á Isafjarðarflugvelli S 94-4772 SENDUM BÍLINN Opið allan sólarhringinn

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.