Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 13
Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2014 13 Bændablaðið á netinu... www.bbl.is Bændablaðið Kemur næst út 23. janúar Smáauglýsingar 56-30-300 Dreift í 31 þúsund eintökum! Ertu tilbúinn? 2014 blásarinn frá DALEN er hannaður fyrir verktaka og allra erfiðustu aðstæður. Hægt er að tengja blásarann á þrjá vegu: Að framan á frambeisli, að aftan til þess að bakka og að auki er hægt að draga blásarann. Beintengt drif, engar keðjur Vinnslubreidd: 270 cm Aflþörf: 140 hö Aflúrtakshraði: 1000 snún/mín Vökvasnúningur á túðu Vökvatjakkur á túðu DALEN 2014 - Blæs þar sem aðrir brotna. Bændur - verktakar: Hafið samband við okkur og tryggið ykkur eintak. Eigum einnig fyrirliggjandi minni stærðir snjóblásara frá DALEN. Öflugir blásarar fyrir öfluga traktora ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Sími: 568-1501 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1555 | www.thor.is Dekkjainnflutningur 15% afsláttur af öllum dekkjum til 31. janúar 2014 Eigum á lager flestar stærðir traktora-, vagna-, vinnuvéla- og vörubíladekkja. Einnig mikið úrval fólksbíla- og jeppadekkja. Jason ehf. Hafnarstræti 88 Akureyri Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson 896-8462 e-mail jasondekk@simnet.is Tryggva Aðalbjörnsson 896-4124 Samtök um söguferðaþjónustu: Mikilvægt að standa vörð um íslenskan menningararf Samtök um söguferðaþjónustu hafa sent frá frá sér þrjár ályktanir sem samþykktar voru á félagsfundi á dögunum. Allar varða þær mikilvægi þess að standa vörð um íslenskan menningar- arf og -minjar fyrir land, þjóð og vaxandi ferðaþjónustu, eins og segir í tilkynningu frá samtökunum. Sýning og varðveisla handritanna Fyrir það fyrsta eru stjórnvöld hvött til að tryggja fjármagn til viðeigandi gæslu og umbúnaðar vegna handrita- sýningar í Þjóðmenningarhúsi svo að ferðamenn sem og Íslendingar geti áfram séð þar hluta þeirra þjóðargersema sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum varðveitir og eru á heimsminjaskrá UNESCO. Jafnframt verði settur kraftur í að búa handritunum veg- legan sýningar- og varðveislustað til framtíðar með byggingu á húsi íslenskra fræða enda eru íslenskar miðalda bókmenntir merkasta framlag Íslands til heimsmenningarinnar og þýðingarmiklar fyrir íslenska ferðaþjónustu. Niðurskurður á fjármagni til fornleifarannsókna Í annan stað er niðurskurður á fjármagni til fornleifa rannsókna harmaður og stjórn völd hvött til að tryggja fé til aukinna rannsókna á sögu stöðum og minjum um allt land. Slíkar rannsóknir eru ein forsenda þess að ferða menn, íslenskir sem erlendir, geti fræðst um og notið menningar arfleifðar Íslendinga, segir í ályktuninni. 800 ár frá fæðingu Sturlu Þórðarsonar Í þriðja lagi er athygli stjórnvalda og viðeigandi menningarstofnana vakin á því að árið 2014 verða liðin 800 ár frá fæðingu eins merkasta skálds þjóðarinnar, Sturlu Þórðarsonar. Sturla var lærisveinn Snorra Sturlusonar og skrifaði Íslendinga sögu Sturlungu auk fjölda annarra sagna og kvæða sem eru á meðal þess merkasta í íslenskum miðaldabókmenntum. Samtökin hvetja til þess að tímamótanna verði minnst með veglegum hætti og arfleifð Sturlu gerð sýnileg í Dölunum þar sem hann lifði og bjó sem lögsögumaður, lögmaður og sagnaritari til 1284.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.