Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2014 John Deere 6430 Premium. Árgerð: 2009. Notkun: 4150. Verð án vsk: 8.200.000 kr Claas 630. Árgerð: 2012. Notkun: 920. Verð án vsk: 11.800.000 kr. John Deere 6820. Árgerð: 2004. Notkun: 9200. Verð án vsk: 4.950.000 kr Case MXU PRO 100. Árgerð: 2007. Notkun: 4400. Verð án vsk: 5.800.000 kr. McHale Fusion 2. Árgerð: 2011. Notkun: 10000. Verð án vsk: 8.500.000 kr 2 stk Krone Big Pack. Árgerð: 2000. Notkun: 32000. Verð án vsk: 1.890.000 kr. Stk McHale 998. Árgerð: 2000. Notkun: 30000. Verð án vsk: 2.890.000 kr. Jötunn Vélar ehf. Sími 480-0400. jotunn.is. Austurvegi 69 800 Selfoss og Lónsbakka 601 Akureyri Nissan Terrano á 100.000 kr. Til sölu Nissan Terrano, árg. '94, ekinn 345.000 km. þarfnast smá lagfær- inga. Er á Hvanneyri. Uppl. í síma 892-6388, Ragnar Frank. Til sölu Yale GDP 25. Árg. 2006. Lyftigeta 2.500 kg. Lyftihæð 3,0 m. Laust vökvaúttak. Innfluttur nýr og aðeins einn eigandi. Verð 950.000 kr. án vsk. Kraftvélar ehf. Sími 535- 3500 - www.kraftvelar.is Cummings rafstöð til sölu 45Kw 50Hz 3X380V. Keyrð 550 klst. Með sjálf- ræsibúnaði fyrir landsnet/rafstöð. 700L olíutankur fylgir með. Uppl. í símum 774-6908 og 693-4994. Til sölu Notaðar gjafagrindur fyrir sauðfé til sölu. Grindurnar eru frá Vírneti, stærri gerðin, gönguhurð í öðrum enda. Uppl. í síma 860-2640. Frábært fóður fyrir hesta og kindur. Til sölu heilsöltuð síld, 300-400 kg. Saltsíld gefur skepnum bæði fitu og vítamín. Fyrstur kemur fyrstur fær. Uppl. í síma 775-7129. Til sölu smájörð á Vatnsleysuströnd, u.þ.b. 25 mín. akstur frá miðbæ Reykjavíkur og 10 mín. til Keflavíkur. Stórt íbúðarhús. Hentar vel sem gisti- heimili. Uppl. í síma 869-5212. Til sölu undirburður, hitameðhöndlað sag undir kýrnar. Íslensk framleiðsla. Sendum um land allt og tökum þátt í flutningskostnaði. Skoðaðu á http:// sag.is Til sölu vél úr Izuzu 2,5 diesel, gír- kassi og millikassi, allt rafkerfið og stýrissnekkjuna úr Izuzu, árg. '92. Vélin er keyrð 106.000 km. Fæst allt saman á 55000. Uppl. í síma 862- 0889. Til sölu er Suzuki fjórhjól (Minkurinn). Hjólið er 6 ára, aðeins ekið 1.190 km. Alltaf geymt inni í hita. Lýtur út nánast eins og nýtt. Góð dekk, nýr rafg. Verðhugmynd 1.300.000 m. vsk. Uppl. í síma 849-1112, Birgir eða á netfangið birgiral@simnet.is - Get sent mynd í tölvupósti. Til sölu Avant-fjósvél árg. ´98. Uppl. í síma 894-3218. Vegna mikillar sölu á CLAAS trak- torum í desember síðastliðnum eigum við gott úrval notaðra traktora: Valtra A-95 m/tækjum 95 hö Hi-shift. Árg. ´04, notkun 4.000 vinnustundir. Valtra 6400 Hi-Tec m/tækjum.. 95 hö Hi-Troll kúpling. Árg. ́ 98 notkun 5.500 vinnustundir. Vélfang, sími 580-8200, velfang.is Til sölu tæki fyrir fólk í jurtasöfnun. Afkastamikill saxari fyrir ferskar rætur (s.s. lúpínu -hvanna- eða njólarætur) og annað slíkt. Einnig stór kvörn til að mala þurrkaðar jurtir. Bæði tækin eru heimasmíðuð og nokkuð miklar græjur og nýtast vel fyrir fólk sem er í töluverðri eða mikilli framleiðslu eða nokkra aðila saman. Uppl. í síma 893- 1793 eða á heilsubot@gmail.com 60 rúllur af góðu heyi til sölu. Verð 6000 kr. rúllan, afhent í Borgarfirði. Uppl. í síma 897-0318. Til sölu Wedholm 1000 ltr mjólkurt- ankur, þvottavél og stjórnborð til sölu svo og sogdæla, allt í góðu lagi. Uppl. í síma 868-0922. Til sölu þurrheysbaggar og rúlluhey. Tilvalið fyrir hesta. Uppl. í símum 434- 1261 og 862-0384 á kvöldin. Til sölu Mullerup fóðurblandari 8 rúmm. rafknúinn, 2006.Tafla, stjórn- borð og fráfærsluband fylgir. Macchail rúlluhnífur í góðu lagi. Uppl. í sími 861-9609. Til sölu nokkur tryppi á tamningaraldri, folöld og 1v. og 2v. tryppi. Einnig Renault Master 15 manna, vélalaus, árg.´98 og Peugeot 9 manna, árg.´95. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma 892- 8842. Til sölu 2 kk og 2 kvk kanínuunga- systkini, fæddir 24. sept. 2013. Gráir að lit. Þeir eru blandaðir angúra og franskur væddari/holdakanína. Er staðsett í Öræfasveit. Uppl. í síma 845-9160. Til sölu 7 fengnar kvígur. Eiga að bera snemma í vor. Vel ættaðar. Uppl. í síma 663-2712. Óska eftir Meiraprófsbílstjóri óskast til fóður- flutninga og almennra bústarfa á minkabú í Mosfellsbæ. Uppl. í síma 699-7233, Ásgeir. Óska eftir skóflu á JCB skotbómulyft- ara 530-70. Uppl. í síma 849-5399. Óska eftir að kaupa gamalt tundurdufl (óvirkt að sjálfsögðu) má vera ryðgað en þó heillegt, því heillegra því betra. Uppl. í síma 863-0388 eða á net- fangið h.hjorleifss@gmail Óska eftir gamalli AGA eldavél eða gamalli olíueldavél úr pottjárni. Eldavélin skal vera nothæf og helst vel með farin. Áhugasamir hafi sam- band í síma 663-7878. Óska eftir að kaupa 10 kw. Blásara þriggja fasa. Uppl. í síma 840-5738, Sævar. Óska eftir fláaskóflu á um 20 tonna vél, eða stórri skóflu sem hægt væri að breyta í fláaskóflu. Uppl. í síma 847-8306. Óska eftir fóðurdöllum fyrir kjarnfóður og básamottum. Uppl. í síma 861- 7493, Guðjón. Óska eftir að kaupa 10 kw. Blásara þriggja fasa. Uppl. í síma 840-5738, Sævar. Óska eftir netbindibúnaði fyrir Claas 46 rúlluvél. Uppl. í síma 8478-698. Ég er að leita mér að sumarbústað til flutnings, má þarfnast lagfæringar eða fokheldur, jafnvel stór vinnuskúr í skiptum fyrir Chevrolet Kalos árg. '08 í toppstandi. Uppl. í síma 772-5961. Honda SS50 Z-K1 árg. '72-'78. Óska eftir að kaupa varahluti eða hjól í alls- konar ástandi. Uppl. í síma 899-7788 Randver, eða á netfangið randik@ simnet.is Atvinna Starfskraft vantar á blandað bú á Suðurlandi. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf og reynslu af sveitastörfum. Áhugasamir hafa samband í síma 869-6692. Tæplega fertugur Spánverji, Sánchez að nafni óskar eftir starfi á Íslandi, er opinn fyrir öllu, duglegur til vinnu og talar spænsku, frönsku og ensku. Er líffræðingur að mennt og hefur unnið við dýrahald. Uppl. á netfanginu sanchezromeroe@gmail.com Menntun Búvísindi - BS nám Nám í búvísindum við LbhÍ, til BS-prófs, skiptist í þrjá meginhluta: Raun- og náttúruvísindi, greinar á sviði búvísinda, og hagfræði- og rekstrartengdar greinar. Nánar á www.lbhi.is - Landbúnaðarháskóli Íslands. Blómaskreytingar í Garð yrkju skólanum Vissir þú að í Garðyrkjuskólanum í Hveragerði er hægt að læra um blómaskreytingar og rekstur blómabúða? Námið er á framhalds- skólastigi. Nánar á www.lbhi.is - Landbúnaðarháskóli Íslands. Þjónusta Bændur - verktakar!Skerum örygg- isgler í bíla, báta og vinnuvélar. Sendum hvert á land sem er. Skiptum einnig um rúður í bílum. Vinnum fyrir öll tryggingarfélögin. Margra ára reynsla. BílaGlerið ehf. Bíldshöfða 16 110 RVK. Sími 587-6510. Áríðandi tilkynning. Aðalfundur M.C S.K.Á.L verður haldinn laugardag- inn 11. janúar í félagsheimili skálar- manna. Einungis félagsmenn boðaðir. Allsherjar húllumhæ svo um kvöldið fyrir rétta fólkið. Skál fyrir S.K.Á.L Fósturtalningar í sauðfé. Munið að panta sem fyrst. Uppl. í símum Logi Sigurðsson 848-8668, Heiða 487- 1362 eða 866-0790, Elín 848-1510, netfang elinhv@simnet.is Sjáðu betur út! Topp Blámi rúðuvökva -18° og -70°(til blöndunar), 20% afsláttur af 25 lítra brúsum. Topp olíu- og tjöruhreinsi og Topp Extra tjöruhreinsi (vist- vænn)í 20 lítra brúsum. Topplausnir Smiðjuvegi 40, gul gata topplausnir.is – sími 517-7718 Undir lok síðasta árs var undir ritað samkomulag milli Rannsókna miðstöðvar Íslands – RANNÍS – og Heimskauta- stofnunar Kína (PRIC) um stofnun sameigin legrar miðstöðvar til norðurljósa rannsókna á Íslandi undir nafninu China-Iceland Joint Aurora Observatory (CIAO). Miðstöðin verður að Kárhóli í Reykjadal. Heimasíða verk efnisins, www.karholl.is. er í vinnslu og verður opnuð innan skamms. Undirbúningsvinna við uppsetningu rannsóknatækja og annars búnaðar er þegar hafin og hefjast mælingar á norðurljósum á næstu dögum. Samvinna kínverskra og íslenskra vísinda manna hefur verið að styrkjast á undanförnum árum. Meðal vísindalegra samstarfs aðila China-Iceland Joint Aurora Observatory eru Rannís, Raunvísindastofnun Háskólans, Veðurstofa Íslands, Norðurslóðanet Íslands, Háskólinn á Akureyri, Arctic Portal og Þekkingarnet Þingeyinga, Polar Research Institute of China (PRIC), Geimvísindastofnun Kína, Peking-háskóli og Wuhan-háskóli svo nokkrir aðilar séu nefndir. Hefur jákvæð áhrif á nærumhverfið Uppbygging rannsóknamiðstöðvar að Kárhóli mun hafa jákvæð áhrif á nærumhverfi stöðvarinnar, bæði hvaða varðar atvinnulíf og þekkingarmiðlun á svæðinu. Miðstöðin mun verða opin almenningi og mynda brú milli vísinda og daglegs lífs með rekstri gestastofu og verða þannig hluti af þjónustuframboði og afþreyingar- möguleikum í Þingeyjarsveit. Sjálfseignarstofnun heimamanna, Aurora Observatory, hefur verið komið á fót til þess að útvega aðstöðu og annast þjónustu við rannsóknamiðstöðina. Mun styrkja norðurslóðarannsóknir Vísindalegt markmið þessa samstarfs er að efla skilning á samspili sólar og jarðar annars vegar og geimveðri hins vegar með því að framkvæma athuganir í háloftum á heimskautasvæðum, t.d. á norðurljósum, breytileika í segulsviði og öðrum tengdum fyrirbærum. Samstarfið hefur það einnig að leiðarljósi að miðla upplýsingum um fyrr- greind málefni til almennings. Starfsemi rannsóknamiðstöðvar á Kárhóli mun styrkja þær norðurslóðarannsóknir sem þegar eru stundaðar hér á landi og bæta við þær á sumum sviðum. Það er von aðstandenda að þetta skref og uppbygging rannsóknarmiðstöðvar á Kárhóli muni efla samvinnu milli vísindamanna þjóðanna, alþjóðlegt samstarf á þessu sviði. Sjálfseignarstofnun um eignarhald og rekstur rannsóknarstöðvar á Kárhóli Stofnuð hefur verið sjálfseignar- stofnunin Aurora Observatory (AO) með staðfestri skipulagsskrá lögum samkvæmt. Stofnaðilar eru þróunarfélögin tvö í landshlutanum; Atvinnuþróunar félag Þingeyinga hf. og Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar bs., Atvinnuefling Þingeyjarsveitar ehf., sem er eignarhaldsfélag sveitarfélagsins, Kjarni ehf., sem er eignarhaldsfélag í eigu Þingeyjarsveitar, Spari sjóðs Suður- Þingeyinga og nokkurra einstaklinga í héraði og Arctic Portal ehf., en fyrir tækið hefur virka aðkomu að margvíslegum rannsóknar- og upplýsingaverkefnum á sviði norðurslóðamála. AO verður eigandi jarðarinnar Kárhóls og allra mannvirkja sem á jörðinni eru, bæði núverandi og þeim sem gert er ráð fyrir að reist verði í tengslum við verkefnið. Unnið er að gerð samstarfssamnings milli aðila sem felur það í sér að AO mun sjá um rekstur allrar aðstöðu að Kárhóli og útvega alla nauðsynlega þjónustu vegna starfseminnar. PRIC mun greiða allan kostnað vegna fjárfestinga og rekstrar lands og mannvirkja rannsóknar stöðvarinnar samkvæmt leigusamningi sem gerður hefur verið og sérstökum samstarfs samningi sem unnið er að. Rannsóknarstöð og Gestastofa Þá hefur PRIC lýst yfir vilja sínum til að byggð verði um 600 fermetra rannsóknarstöð og gestastofa komandi árum. Hluti af nýrri rannsóknarbyggingu verði opnaður fyrir gestum og gangandi. Samið verður um rekstrarfyrirkomulag hennar í samráði við AO. Sameiginleg miðstöð norðurljósa- rannsókna á Kárhóli í Reykjadal – uppbygging hefur jákvæð áhrif á atvinnulíf Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.