Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 24
24   nda laðð     tudagur   an ar     Matarmarkaður Búrsins var haldinn með miklum glæsibrag í Hörpunni í Reykjavík dagana 14. og 15. desember sl. Fjölmargir þátttakendur sýndu þar vörur sínar og voru þeir almennt mjög ánægðir með útkomuna og alla aðstöðu í Hörpunni fyrir slíkan markað. Hlaut gullverðlaun í Svíþjóð Þarna mátti sjá mjög athyglisverð sprotafyrirtæki sem sýndu mjög fjölbreyttar afurðir og hafa sumar þeirra þegar unnið til verðlauna utan landsteinanna. Fyrirtækið Sólker ehf. frá Hornafirði kom til dæmis sá og sigraði með sinn ljúffenga heitreykta makríl á heljarmikilli keppni smáframleiðenda í Östersund í Svíþjóð í haust. Ómar Fransson, sem er hugmyndasmiðurinn á bak við þessa framleiðslu, sagði í samtali við Bændablaðið að á bak við þetta lægi mikil þróunarvinna í samstarfi við Matís. „Vinnan við þróunina byrjaði inni hjá Matís árið 2009. Síðan höfum við unnið hægt og þétt að þessu verkefni og að reyna að vinna markað fyrir vöruna. Íslendingar eru svolítið lengi í gang að átta sig á þessu enda engin hefð fyrir makrílvinnslu og neyslu hér á landi.“ -Var þá ekki svolítið sérstakt fyrir ykkur að fara með ykkar framleiðslu frá Íslandi sem hefur enga hef í makrílvinnslu og vinna til gullverðlauna í hópi mikilla norrænna reynslubolta á þessu sviði? „Jú, þarna voru á milli 600 til 700 framleiðendur sem við vorum að keppa við. Svíar hafa verið mjög sterkir á þessu sviði og urðu afar svekktir, ekki síst þar sem við unnum í flokki heitreyktra sjávarafurða sem snýst ekki bara um makríl, heldur líka um fjölmargar aðrar tegundir. Þetta var því mjög sætur sigur fyrir okkur og Svíagrýlan dugði greinilega ekki á okkur í þetta skiptið.“ Ómar segist reyndar ekki hafa komist sjálfur í keppnina í Svíþjóð þar sem hann hafi verið á sjó og því hafi Vigfús Ásbjörnsson hjá Matís á Höfn farið með makrílinn til Svíþjóðar. Ómar segist eingöngu nota úrvals ferskt hráefni og þá ekki síst krókaveiddan makríl sem hann veiðir jafnvel sjálfur. Hann segir að Íslendingar hafi verið svolítið tregir til að prófa vöruna en fyrir því væru ástæður. „Það hafa verið framleiðendur að bjóða makríl hér á markaðnum sem er alls ekki góður. Fólk sem hefur smakkað makríl hjá þeim í fyrsta skiptið hefur þá oft orðið fyrir vonbrigðum og fengið þá reynslu af makríl að hann sé bara vondur. Þegar ég hef svo fengið fólk til að smakka makrílinn hjá mér verður það undrandi. Við vorum reyndar mjög lengi að finna réttu aðferðina við þetta. Í sex mánuði reyktum við fleiri tonn af makríl með margvíslegum aðferðum, þar til við fundum rétta bragðið og byrjuðum að selja.“ Pylsumeistarinn víðfrægi Á öðrum bás var fyrirtækið Pylsumeistari í Laugalæknum í Reykjavík. Þar voru hjónin Ewa Margar áhugaverðar matarnýjungar kynntar á Matarmarkaði Búrsins í Hörpunni: Lostætur gullverðlaunamakríll, íslenskt súkkulaði og verðlaunakryddpylsur Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.