Bændablaðið - 09.01.2014, Page 35

Bændablaðið - 09.01.2014, Page 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 9. janúar 2014 Nafn: Hákon Marteinn Magnússon. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Reykjavík. Skóli: Langholtsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir og stærðfræði. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Örn. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: AC/DC. Uppáhaldskvikmynd: James Bond-myndirnar. Fyrsta minningin þín? Litla jólatréð sem við áttum þegar við bjuggum í Japan. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með Þrótti og íshokkí með SR. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Flugmaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég geri margt klikkað í íshokkí. Hvað er það leiðin legasta sem þú hefur gert? Að sitja í flugvél og hafa ekkert að gera. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég keppti á Shell-mótinu í Vestmannaeyjum og fór í Arsenal- fótboltaskólann á Akureyri. PRJÓNAHORNIÐ STÆRÐ XS/S (M/L) Yfirvídd 86 (94) cm Ermasídd 47 (49) cm Sídd á bol 52 (54) cm EFNI Tvöfaldur plötulopi Dökk mórauður nr. 1032 - 5 plötur Millimórauður nr. 1030 – 1plata Ljósmórauður nr. 0003 – 1 plata Ljósmórauður nr. 1038 – 1 plata PRJÓNAR Hringprjónn nr. 6, 40 cm og 80 cm Sokkaprjónar nr. 6 PRJÓNAFESTA 10 x 10 cm = 14 L og 20 umf. slétt prjón. Notið hálfu nr. stærri eða minni prjón eftir því sem við á, ef prjónafestan passar ekki hjá ykkur. BOLUR Fitjið upp 123 (133) L á prj. nr. 6 með aðallit. Prj 10 umf. perluprjón. Aukið út um 1L. Setjið merki í báðar hliðar. Prjónið 22 (24) umf. slétt. Næst eru tvær L teknar úr í hvorri hlið, sitt hvoru megin við miðlykkjurnar á hliðinni. Að úrtöku lokinni eru prj. 10 (11) umf. Endurtakið þetta tvisvar í viðbót. Næst er aukið út um tvær L í hvorri hlið. Prjónið 10 umf og endurtakið útaukningu. Að endingu eru prjónaðar 15 umf. Í síðustu umferðinni eru 8 L undir hvorum handvegi settar á band eða nælu. Geymið bolinn og prjónið ermar. ERMAR Fitjið upp 30 (32) L með aðallit og tengið í hring. Prj 10 umf. perluprjón. Prj 7 (9) umf. slétt og aukið svo út um 2 L undir erminni, sitt hvoru megin við fyrstu og síðustu L í umferðinni. Endurtakið þetta 4 (5) sinnum í viðbót. Prjónið ermina þar til hún mælist 47 (49) cm, eða eins löng og óskað er. Í síðustu umferðinni eru 8 L undir miðerminni settar á nælu eða hjálparband. Slítið bandið frá en geymið góðan þráð sem síðar er notaður til að lykkja saman undir höndum. Prjónið hina ermina eins. AXLARSTYKKI Sameinið bol og ermar á hringprjón. Nú eiga að vera 168 (186) L á prjóninum. Prjónið 6 (8) umf. Í síðustu umferðinni er lykkjum fækkað um 6, jafnt allan hringinn. Prj. Mynstur eftir mynsturmynd og takið úr samkvæmt henni. Prj 16 umf. perluprjón og fellið svo frekar laust af. FRÁGANGUR Lykkið saman undir höndum og gangið frá endum. Þvoið peysuna og látið hana þorna liggjandi á handklæði. /Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Fór í Arsenal-fótboltaskólann Sara Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 3 2 1 6 1 8 5 9 6 5 6 7 8 1 7 6 8 1 3 5 3 2 8 4 9 5 1 3 3 8 6 5 1 6 8 7 4 3 5 2 1 9 2 9 4 3 6 1 9 5 4 3 3 2 5 7 4 2 1 5 6 4 8 9 7 6 3 5 8 4 2 4 6 Plötur Garðar Olgeirsson, bóndi í Hellisholtum í uppsveitum Suðurlands og harmónikku- leikari, gaf út 19 laga hljómplötu eða disk fyrir jólin sem ber heitið Garðar O l g e i r s s o n … á fullri ferð…. Garðar er vel þekktur meðal h a r m ó n i k k u - unnenda og hlustenda Ríkis- útvarpsins til fjölda ára. Hann hefur áður gefið út þrjár hljómplötur, Meira fjör árið 1978, Glatt á Hjalla árið 1981 og Gömlu dansarnir og sérdansarnir líka sem hann gaf út árið 1998. Sérsvið Garðars liggur í að spila gömlu dansana og er hann þekktur fyrir góðan leik. Hefur hann góða tilfinningu fyrir þeirri músík og ekki síst fyrir réttum hraða, sem dansfólki líkar einkar vel. Garðar heldur sig þó ekki eingöngu við gömlu dansana á þessari hljómplötu, heldur tekur hann þar einnig fyrir öðruvísi verk ýmissa höfunda eins og Pietro Deiro, Pietro Frosini og fleiri snillinga. Með Garðari leika Gunnar Jónsson á trommur og Helgi E. Kristjánsson leikur á bassa, gítar og flautu í sjö lögum og á mandólín í einu lagi. Garðar annaðist sjálfur hljóðritun á harmónikunni en hljóðritun annarra hljóðfæra, hljóðblöndun og hönnun prentverks annaðist Helgi E. Kristjánsson. Forsíðu- myndina á diskhulstrinu tók Guðjón Emilsson. Garðar bóndi í Hellisholtum með nýja harmónikkuplötu

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.