Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 2

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 2
Frá félaginu: Aðalfundur var haldinn í Tjarnarkaffi 14. apríl 1955. Fundarstjóri var Valtýr Stef- ánsson, ritstjóri. Þetta gerðist helzt: 1. Formaður flutti skýrslu um störf félags- ins á liðnu starfsári. 2. Guðmundur Jónasson ræddi fyrirhug- aða skálabyggingu í Tungnaárbotnum. 3. Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða reikninga. Eignir félgasins í árslok 1954 voru rnetnar á kr. 75.966,88. Félagsmenn voru rétt um 200. 4. 1 stjórn voru endurkosnir Árni Stefáns- son, Sigurður Þórarinsson, Sigurjón Rist og Trausti Einarsson. Jón Eyþórs- son er formaður til aðalfundar 1957. Gjaldkeri er Sigurjón Rist, en Sigurður Þórarinsson ritari. — í varastjórn voru endurkosnir Einar Magnússon, Guð- mundur Kjartansson og Þorbjörn Sigurgeirsson — Endurskoðendur end- urkosnir: Páll Sigurðsson, Rögnvald- ur Þorláksson og Gunnar Böðvarsson. 5. Sigurður Þórarinsson og Sigurjón Rist fluttu erindi með litskuggamyndum um síðasta Skeiðarárhlaup og breyt- ingar á Grímsvötnum í sambandi við það. Úr skýrslu formanns o. fl. Fundir. Einn fræðslufundur var haldinn á árinu. Snjóbílar og skálar. Jökull I var ekki notaður á árinu og er nú í Reykjavík í sæmilegu standi. Ekki hefur því verið við komið að dytta að skálum félagsins á árinu, og er það þó aðkallandi. Rannsóknir. Átta stúdentar frá Durham háskóla unnu að rannsóknum á Tindijalla- jökli sumarið 1954 undir umsjón Jökla- rannsóknafélagsins; voru þeir fluttir fram og tilbaka af Sigurjóni Rist, en hann og Jón Eyþórsson höfðu sett niður snjóstikur á jöklinum þá um vorið. Hljóp Rannsóknar- ráð mjög greiðlega undir bagga hjá félag- inu vegna kostnaðar við þessar rannsóknir. Menntamálaráð veitti félaginu 4.000 króna styrk á árinu 1954, og á fjárlögum ársins 1955 voru því veittar kr. 13500 með því skil- yrði, að iélagið sjái um og greiði fyrir mæl- ingar á jöklabreytingum. Vorið 1954 var gerður út 10 manna leið- angur á Vatnajökul, og voru þátttakendur allir tengdir Jöklafélaginu, þótt hvorki gengist það fyrir förinni né bæri kostnað af henni. Árni Kjartansson og ferðafélagar hans efndu til þessarar farar ásamt Guð- mundi Jónassyni, er lagði til farartæki og stjórnaði skíðabíl sínum. Jón Eyþórsson og Sigurjón Rist, er þátt tóku í þessum leið- angri, gerðu allvíðtækar mælingar á snjóa- lögum á jöklinum, enda var farið eftir honum endilöngum, og auk þess á Hvanna- dalshnúk og í Esjufjöll. r \ JÖKLARANNSÓKNAFÉLAG ÍSLANDS P. O. Box 884, Reykjavík Félagsgjald (þar í ársritið Jökull) kr. 50.00 Gjaldkeri: Sigurjón Rist Raforkumálaskrifstofunni Ritstjóri: Jökuls: J ó n Eyþórsson Fornhaga 21, Reykjavík IGELAND GLACIOLOGICAL SOCIETY P. O. Box 884, Reykjavík President and Editor of Jökull: J ó n Eythórsson P. O. Box 884, Reykjavík Secretary: Sigurdur Thorarinsson P. O. Box 884, Reykjavík Annual subscription for receipt of the journal JÖKULL £ 1—0—0 or § 3.00 v______________________________________y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.