Jökull


Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 28

Jökull - 01.12.1955, Blaðsíða 28
4. mynd. Við Pálsfjall. Sunnan undir fjallinu er djúp, skeifurnynduð kvos með tœru vatni í botni, en þverhniptum jökulhömr- um umhverfis. Ljósm.: S. Þórarinsson. hclt áfram í stefnu á Pálsfjall, en vegna þoku og bilaðs áttavita varð leiðin nokkuð krókótt. Um miðnætti var allur leiðangurinn korninn að Pálsfjalli og reisti tjölcl sín norðan við fjallið. Guðmundur Jónasson á afmæli 11. júní, og var einróma ákveðið að minnast þess á viðeig- andi hátt, áður en gengið væri til hvílu. Var því tafarlaust efnt til veizlu, er stóð lengi nætur við mikinn fagnað, söng og ræðuhöld. En ann- að slagið brugðu menn sér á Pálsfjall og gerðu jafnvægisæfingar á hæsta tindinum. Eftir stuttan svefn var risið úr rekkju í dýr- legu sólskini. Var dvalizt til kvölds við Pálsfjall. Þótti öllum þar gott að vera og þóttust vart hafa íyrir hitt annan stað unaðslegri og forvitnilegri. Um kvcildið skildust enn leiðir. Sigurður Þór- arinsson hélt með flokk sinn beint norður á Tungnaárjcikul til mælinga. Skálamenn héldu beinustu leið niður í Botna til þess að ljúka við skálasmíðina. Var komið heim að skála kl. 05,30 á sunndagsmorgun eftir h. u. b. 7 klst. ferð frá Pálsfjalli. Eftir hádegi var unnið að skálanum. Rign- ing og kalsaveður. Um kvöldið snjóaði, en festi þó ekki. Mánudag og þriðjudag, 13. og 14. júní, var unnið að skálanum af kappi, og tókst að ljúka verkinu svo langt sem efni leyfði. Eftir er að klæða innan á gafla í risi og súðina. Á þriðjudagskvöld komu þeir Sigurður af jökli. Var jökulferðinni þar með lokið, og hafði hún tekizt vel og giftusamlega. Vfiðvikudag 15. júní. Um nóttina kom bíll frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur (R 2849) til þess að flytja snjóbíl Guðmundar heimleiðis, en vísilnum var stungið inn í „eldhúsið,“ H-3. Sótt- ur jökulsleði yfir að jökli þann dag. Hafði hann beyglazt talsvert á leiðinni ofan jökulinn á ís og aurhryggjum, er fyrir urðu. Sleðahúsið var tekið í sundur og sett upp á loft í skálan- um. Að lokum var skálinn kvaddur með pönnu- kökuveizlu og ákveðið nafn hans: JOKUL- HEIMAR. Um kl. 19,00 var haldið af stað, komið að Tungnaá kl. 23,00 og ekið viðstöðulítið um 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jökull
https://timarit.is/publication/1155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.