Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Síða 19

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Síða 19
17 X og fær hún ráðgjöf hjá mér 1 klst á viku þannig að stöðugt ástand er að komast á heimilið aftur. X hefur ekki lagst inn á geðdeild síðan ég byrjaði að vinna með hennar mál. Það var mjög gott að koma beint af stofnun og inn á heimili sjúklings, því þá sá ég hversu mikilvægt það er að eftirfylgd sé góð. Á stofnunum höld- um við fólki gangandi í veikasta fasan- um og gerum mikið gagn þar. En þegar fólk er rétt farið að jafna sig er það sent heim, oftast án nokkurrar eftirfylgdar. Sumir koma að vísu áfram í dagvistun og er það gott svo langt sem það nær. En mín skoðun og reynsla er sú að okkar vinnu er ekki lokið fyrr en við höfum aðlagað ein- staklinginn að þeim aðstæðum sem hann býr við og kennt honum að takast á við hluti sem koma upp í hinu daglega lífí. Sumir þurfa þennan stuðning allt sitt líf og ég er sannfærð um að það er ódýrara fyrir þjóðfélagið og töluvert minna álag fyrir sjúklinginn heldur en þessi þrautarganga út og inn af stofn- unum sem svo margir þurfa að búa við, af því að þeir geta ekki tekist á við hið daglega líf. Ég vona að þessi grein mín varpi ljósi á mikilvægi þess að sjúklingar fái góða eftirfylgd þegar stofnanavist líkur. STYRKTARLINUR RÆSIR HF. Skúlagötu 59 s. 619550 lí RÁÐVÍS HÖNNUN Grensásvegi 7 s. 682468 Þorvaldur B. Jónsson skipamiðlari Hafnarhúsinu s. 621120 REMEDÍA Borgartúni 20 s. 627511 7 1> Jt&i a h • bmltofts oj hcildt crslun Melabraut 35 s. 611668

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.