Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 41

Iðjuþjálfinn - 01.11.1994, Page 41
39 GÆÐAÞRÓUN Nú í haust kom út hjá danska iðjuþjálfafélaginu, endurbætt útgáfa af starfslýsingum (funktionsbeskrivelser) fyrir iðjuþjálfa. Þetta eru alls 22 starfslýsingar og ná þær yfir öll hefðbundin starfssvið iðjuþjálfa í Danmörku. í inngangi er tekið fram að starfslýsingar þessar séu einungis leiðbeinandi. Iðjuþjálfar á hverjum vinnustað verða því að aðlaga þær að sínu starfssviði og útbúa eigin vinnu- lýsingu (jobbeskrivelse). Þetta efni er vel hægt að nýta í gæðaþróun innan iðjuþjálfunar hér á landi. Ég hvet fólk eindregið til að kynna sér starfslýsingarnar, því þarna eru komnar góðar útlínur til að hafa til hliðsjónar, og það er einmitt það sem oft reynist erfitt - að finna útlínurnar! Starfslýsingarnar er hægt að nálgast hjá undirritaðri til fjölföldunar eða panta þær beint hjá Ergoterapeutforeningen, ergoterapifaglig afdeling. Þóra Leósdóttir NÝTT KYNNINGAREFNI Trygginganefnd IÍ hefur, í tengslum við átak í að kynna fagið innan samninganefndar Tryggingastofnunar ríkisins, útbúið lesefni um iðjuþjálfun. Hér birtum við sýnishorn af kynningarefninu, dæmi- sögur úr starfi iðjuþjálfa, en þær eru sóttar í efni sem danska iðjuþjálfafélagið gaf út fýrir nokkrum árum. Það skal tekið fram að kynningarefnið er hér í breyttri mynd, myndir eru eftirprentun og letur smærra.

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.