Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 17

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Qupperneq 17
Míheíl Dsjavahísjvílí Steinn Satans Við spjölluðum saman um heima og geima, um jafnrétti kvenna, storm- viðri byltingarinnar árið 1905 og afturhaldstímana næstu árin á eftir, hreystiverk og bleyðiskap, veðurfar og uppskeru, Asíu og Evrópu, og námum staðar um síðir við hugarfar alþýðunnar. Þá sagði okkur gamall maður þá sögu sem hér fer á eftir: Atburðir þessir gerðust í nágrenni Tvílýsis, en ég bjó búi mínu þar skammt frá. Sopío dóttir mín hafði nýlokið skólavist sinni og var hjá okkur í sumarleyfi. Áður en mánuður var liðinn, var unga stúlkan orðin eftirlæti allra þorpsbúa. Hún var fríð svo undrum gegndi, viðkvæm og blíð í lund, full af fjöri og eldlegum áhuga. Æskti einhver sér að sjá í þessum heimi holdgaða miskunn og góðsemi, hlaut hann að koma til okkar. Á heimili okkar var einlægur gestagangur liðlangan daginn. Allir leituðu til hennar, karlar og konur, bændur, ekkjur og munaðarleysingj- ar, sjúkir og sorgmæddir. Sopío var þeim allt í senn, læknir, dómari, fyrir- hyggja í þrautum, huggun og ásjá. Ættu bændur erindi við mig, hvort heldur var sakir leigumála eða niðurfærslu á landskuld, viðarhöggs eða einhvers annars málefnis, leituðu þeir í fyrstu til Sopío dóttur minnar, því þeir þóttust eiga víst að ég yrði þá við bón þeirra. Svo fór um síðir að hún tók allt ráð mitt í sínar hendur og gerði eignir mínar að upp- sprettu góðgerðasemi. Og við mæltum ekki í móti, hún var einkabarn okkar, og við synjuðum henni einskis. Kæmi einhver í heimsókn til okk- ar fyrir matmálstíma, bauð Sopío honum óðara að snæða með okkur, setti hann niður hjá sér, veitti honum vel og gerði bón hans. Færi hún akandi í vagni sínum og æki fram á konu eða bónda fótgangandi á veg- inum, bauð hún þeim upp í vagninn og lét aka með sér. Oftlega bar svo við að ætti vegfarandi leið í aðra átt en hún, en sóttist seint gangan vegna illviðris eða af öðrum sökum, þá tók hún hann heim með sér, gaf honum á Jffieepáá — Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.