Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 18

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 18
Míheíl Dsjavahísjvílí að borða og lót hann verma sig við eldinn, og fylgdi honum síðan næsta dag á leið. Einatt fór hún að heiman í bítið og kom ekki aftur heim fyrr en kvöldsett var orðið. Á morgnana var hún á ferli hið efra í þorpinu, en kom aftur að kvöldi úr neðrahverfinu og þá jafnan með konur og börn á hælunum. Einu sinni gerðist einhver til að kalla hana Engilinn, og síð- an nefndu hana allir þorpsbúar þessu nafni. Oftlega var sagt: „Eg er að fara til Engilsins, hjálpi hún mér ekki, gerir það enginn.“ Eða: „Verði Englinum langra lífdaga auðið, hún er eina forsjá okkar.“ Eða: „Guð varðveiti Engilinn alla daga, hver veit hvað um okkur yrði, ef við ættum hana ekki að.“ Þegar Sopío átti leið niður í þorpið, flaug orðrómurinn óðara um allt. Segði einhver: „Engillinn er í þorpinu," þá voru þessi orð undir eins komin úr efrahverfinu ofan í hið neðra. „Þar kemur Engillinn," sögðu konurnar hver við aðra, og sópuðu húsið og ræstu allt umhverfis, því hvarvetna var búist við komu hennar, árnaðaróskum, huggun, heilræð- um og hjálpráðum. Jafnaldrar hennar spottuðust að henni og rægðu hana á bak, en brostu við henni og sögðu við hana: „Hvernig stendur á því Sopío, að þú átt einatt mök við götustráka og fláráðar stelpur? Okkur þykir líka vænt um það sem gott er, en ..." Og þær veittu henni ákúrur og vönduðu um við hana. En hún brosti hæversklega, svaraði engu til, en gerði sér far um að enginn hefði spurn- ir af góðgerðasemi hennar né sæi hvað hún hafðist að. Einhverju sinni gaus upp í þorpinu skæð sótt, og áður en vika var lið- in var hún komin inn á hvert heimili; hvergi var sá bær að þar lægi ekki einhver sjúkur. Sopío unni sér hvorki svefns né hvíldar. Hún fór inn til Tvílýsis eftir lækni, og sat liðlangan daginn hjá sjúklingunum, gekk hverfi úr hverfi og miðlaði öllum huggun og blíðum orðum, ástúð og góðsemi. Við foreldrar hennar óttuðumst um hana, báðum hana nokkrum sinnum að fara varlega, og settum meira að segja einu sinni eða tvisvar ofan í við hana; en hún lét sér ekki segjast. Þess var líka skammt að bíða að hún veiktist sjálf. Við móðir hennar og ég, læknirinn og ættingjar hjúkruðum henni, og með erfiðismunum tókst okkur að hrífa hana úr helju. Þetta sumar var mikið um þjófnað í næsta nágrenni þorpsins. I fyrstu létu þjófarnir við það sitja að stela eggjum og hænsnum; síðan færðu þeir sig upp á skaftið og stálu grísum og kindum, ráku þvínæst á brott naut- pening bænda, og að síðustu tóku þeir að brjótast inn í hús hjá fólki. Ekki leið sá dagur að ekki kvæði við í þorpinu: „í gærkvöldi rændi úlfs- hvolpurinn nautum frá Míku,“ eða „í gær réðust tatarar á smalamenn og 16 á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.