Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 36

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 36
1Ija Tsjavtsjavadze um það. Hann starði á manninn um leið og hann mataðist, svo löturhægt að með sama áframhaldi mundi maturinn endast honum fram til kvölds. Ekkert komst að í huga hans nema þessi ungi maður. Hann einblíndi á hann og reyndi að koma honum fyrir sig. Sólin hneig til viðar, en Petre sat sem fastast fram eftir kvöldi. Loks stóð hann upp og borgaði fyrir sig. Um leið og hann gekk út, leit hann sem snöggvast á unga manninn. Því næst hraðaði hann sér til Avlabari. Hann átti enn eftir nokkurn spöl að fjósinu, þegar einhver lagði hönd á öxl hans. Petre sneri sér við og sá að þetta var ungi maðurinn frá vertshúsinu. Hann var hávaxinn og bar hatt, sem slútti niður að augum. „Taktu bréfið,“ sagði sá ungi og læddi að honum bréfi. „Ef þú ert ekki læs, skaltu fá einhvern til að lesa þetta fyrir þig. Og þá skaltu hlusta með athygli. Þér berast tæpast meiri tíðindi í bráð.“ Ungi maðurinn hafði ekki fyrr sleppt orðinu en hann snerist á hæli og hólt leiðar sinnar, þó ekki hraðar en svo að Petre náði að kalla til hans: „Hver ertu strákur? Segðu til þín!“ „Það skýrist í bréfinu," hrópaði maðurinn og hélt áfram för sinni án þess að líta við. Petre virti bréfið fyrir sér, stakk því á sig og sagði með trega: „Bara að ég kynni að lesa! Skyldi hann reyna að ljúga einhverju í mig? Nú jæja, sá lýgur í sjálfan sig, sem lygi ber í aðra. Hann er farinn og getur ekki spottað mig.“ IV Petre skundaði nú til fjóssins í Avlabari. Beið hann þess með óþreyju að vita hvað í bréfinu stæði. Son átti hann, vel læsan, enda hafði sá lært hjá presti. Bar Petre hratt yfir og hjartað sló ört í brjósti hans. Honum þótti sem vegurinn hefði lengst. Um síðir nálgaðist hann þó fjósið, kófsveittur, og var með herkjum að hann næði andanum. Hann svipaðist um en sá engan. Vagneklamir höfðu farið á basar. Líkaði Petre það vel, en hitt þó enn betur að hann fann son sinn. Hann lá í fjósinu og svaf. Petre vakti hann. „Stattu á fætur og lestu fyrir mig þetta bréf,“ sagði hann og rétti bréf- ið að syni sínum. Sonurinn vaknaði, teygði úr sér og tók því næst við bréfinu. „Hvar fannstu það?“ spurði hann föður sinn. „Ég fann það ekki, því var lætt að mér á leiðinni," svaraði Petre og taldi málið þar með útkljáð. Sonur hans opnaði brófið og féllu þá úr því peningaseðlar. Urðu þeir feðgar furðu slegnir. Sonurinn hugðist telja peningana, en því reiddist faðirinn og sagði í ávítunartóni: 34 á — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 6 / 2001
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.