Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 63

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Side 63
Strange Fruit upp brekkuna. Brattinn jókst. í suðri mátti sjá þokubelti, það lagðist yfir eyjarnar sem næstar voru. Svo tók við stallur í hlíðinni og við komum á grýtt svæði. Nágranninn þreif í handlegginn á mér. - Það eru fjórar leiðir til að aflífa ketti, sagði hann. - Það iiggur á, sagði ég. Hvað erum við að gera hérna? Hann hlustaði ekki á mig. - Lemja þá í hnakkann, eða á ennið. En maður veit aldrei. Er höggið nógu fast? Hann teymdi mig inn á örmjóan stíg milli lágvaxinna birkitrjáa, stíg- urinn var varla sýnilegur. - Svo má líka notast við rafmagnsvír. En það er ekki góð aðferð. Það getur orðið skammhlaup, þá fer rafmagnið af byggðinni og allir verða öskuillir. Hann brosti og klappaði mér á herðarnar: - Og svo eru það deyfilyf. Þau eru ótrygg. Dýrið getur vaknað aftur og liðið jafnilla. Eða kannski ennþá djöfullegar. Nágranni minn, sem heitir Einar, horfði á mig. - Ertu ekki sammála? Ég kinkaði kolli: - En kötturinn kvelst. Við verðum að flýta okkur. Við þurftum að klöngrast yfir læk. Það heyrðist garg í fugli í hlíðinni fyrir ofan okkur. Nágranninn nam staðar. - Hérna er það. - Hérna? Hvað áttu við? Hann litaðist um rólega og brosti svo: - Það er ekki gott að skjóta milli augnanna. Þeir drepast þá ekki strax. Þeir geta lifað lengi á eftir. Best er að skjóta þá ofanfrá, beint inn í heil- ann. Og enn betra inn í eyrað. Ertu ekki sammála? - Jú, svaraði ég. Við skulum ljúka þessu af. Hann benti á stein við hliðina á stórri rótarhnyðju. - Komdu, sagði nágranninn. Nágranninn, Einar hét hann, gekk að steininum, velti honum við og gáði undir hann. Ég varð að hjálpa honum. Ég hafði ekki hugmynd um hversvegna hann var að þessu. Ég var með allan hugann við Simone, köttinn, þar sem hann lá limlestur í blautu grasinu. Ég velti steininum smáspöl meðan hann lá á fjórum fótum og leitaði að einhverju. Þegar hann stóð loksins upp var eitthvað tryllingslegt í augnaráðinu. - Hún er ekki hérna, hvíslaði hann. - Hvað þá? - Skammbyssan, auðvitað. d - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 61

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.