Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 73

Jón á Bægisá - 01.12.2001, Síða 73
Hjalmar Söderberg Tússteikningin Apríldag nokkurn fyrir löngu, það var á þeim árum þegar ég var enn að velta fyrir mér tilgangi lífsins, fór ég í litla tóbaksbúð í hliðargötu til þess að kaupa mér vindil. Ég valdi dökkan kantaðan E1 Zelo, stakk honum í vindlaveskið, borgaði og bjóst til að fara. En þá datt mér í hug að sýna ungu stúlkunni í búðinni litla tússteikningu sem ég var með í veskinu. En þetta var einmitt stúlkan sem ég var vanur að kaupa vindlana mína hjá. Myndina hafði ég fengið hjá ungum listamanni og að mínu viti var hún mjög falleg. - Lítið nú á, sagði ég og rétti henni myndina, hvað finnst yður um þetta? Hún tók við myndinni með forvitnislegum áhuga og starði á hana fast og lengi. Hún sneri henni á ýmsa vegu og andlitssvipur hennar bar vott um áköf heilabrot. - Nú, hvað á hún að tákna? spurði hún að lokum með spurn í augna- ráðinu. Ég fór svolítið hjá mér. - Hún táknar ekkert sérstakt, svaraði ég. Þetta er bara landslag. Það er akur og þetta þarna er himinn og þetta þarna vegur... Ósköp venjulegur vegur... - Já, það hlýt ég nú að sjá, sagði hún hálf hryssingslega, en ég vildi fá að vita hvað hún táknar. Ég stóð þarna ráðalaus og vandræðalegur; mér hafði aldrei dottið í hug að myndin ætti að tákna neitt sérstakt. En hún sat við sinn keip; hún hafði nú einu sinni gripið þetta þannig að teikningin hlyti að vera ein- hverskonar felumynd. Eða hvers vegna hefði ég annars átt að vera sýna henni hana? Að síðustu bar hún hana upp að glugganum til að láta ljós- ið falla í gegnum hana. Ugglaust höfðu henni einhvern tíma verið sýnd þesskonar sérkennileg spil, sem í venjulegri birtu virtust ekki vera ann- að en tígulnía eða spaðagosi, en sýndu aftur á móti eitthvað ósiðlegt, væri þeim brugðið upp að ljósinu. fá/l á jdœyáiá - Elepter djákni var meira fyrir sopann en sálina 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.