Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 13 hún síðan meistararprófi í stjórnun frá hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Í millitíðinni varð hún sér úti um mikla reynslu, bæði í Svíþjóð og hér heima. Hún starfaði hjá Landlæknisembættinu í tvö ár og í fjögur ár á geðsviði sem deildarstjóri á Arnarholti og síðan sem verkefnastjóri á geðsviði þar til hún fór í sumarvinnu til Danmerkur 2006. Stjórnunin heillar „Stjórnun hefur alltaf heillað, mér líkar að vera í krefjandi starfi sem reynir á. Til að ná fram því besta mögulega þá ríður á að stjórnandinn sé góður og haldi uppi góðum starfsanda, sé hvetjandi og veiti starfsfólki sjálfstæði í sínu starfi. Þegar álag á starfsfólk eykst stöðugt, eins og núna þegar ráðningarbann ríkir, er alltaf hætta á að fólk bugist, veikist og brenni út. Starfsfólk þarf að hlaupa hraðar og frítími er lítill því stöðugt er verið að kalla það á aukavaktir sem ég get ekki ímyndað mér að sé sparnaður í,“ segir Erla. „Við slíkar aðstæður getur stjórnandinn kannski ekki breytt því sem hann sjálfur þó vildi. Mér hefur fundist gaman að vinna á öllum deildum. Kannski er það einhver spennufíkn og löngun til að fræðast. Mér hefur þótt mest gaman á bráðadeildum, bæði hér heima og í Svíþjóð. Á bráðadeildum ber minna á, að mínu mati, stéttaskiptingu sem er nokkur á spítölum almennt. Við erfiðar aðstæður reynir meira á samstöðu.“ Vænti þess að viðhorf breytist Erla starfaði um skeið sem forstöðumaður dvalarheimilis aldraðra í Stykkishólmi en nú hjá Heima er best. Eins og nafnið gefur til kynna er leiðarljósið að fólk geti verið heima eins lengi og það vill. Heima er best er dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar og var stofnað í samvinnu við Helgu Hansdóttur öldrunarlækni fyrir rúmu ári. „Við bjóðum meðal annars félagslega þjónustu og viðmið okkar er að hafa samfellu í þjónustunni, að það sé sami aðili sem fer og sinnir hverjum einstaklingi. Þetta metur fólk mikils, það myndast traust bæði gagnvart skjólstæðingi og öðrum í fjölskyldu viðkomandi. Það skiptir fólk máli að geta ráðið því sjálft hver sinnir því, hvenær og hvernig. Eins og þetta er núna í almenna félagslega kerfinu fá þeir sem þurfa mikla aðstoð að þjónustu frá mörgum einstaklingum og lítil samfella er í þjónustunni,“ segir Erla sem væntir þess að viðhorf til einkarekinnar þjónustu breytist. Hún segir líkanið vera til og hafi gefið góða raun. Í Danmörku kaupi hið opinbera þjónustuna af mörgum einkafyrirtækjum og þar hefur einstaklingurinn einnig val um hver veiti honum þjónustuna, þetta er notendastýrð þjónusta. Á Íslandi sé farið hægar í sakirnar þó eitthvað sé um að sveitarfélög hafi valið þessa leið. Hrós og hvatning Þjónusta Heima er best er fjölbreytt. Fyrirtækið veitir sjúklingum heildstæða þjónustu og þá eru hjúkrunarfræðingar á símavakt sem svara erindum frá skjólstæðingum og fjölskyldum þeira. Þá sinna hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsráðgjafi, iðjuþjálfi og sjúkraþjálfari heimaþjónustu, það er fara í vitjanir og sinna umönnun, eftirliti, fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Heima er best er einnig með læknis- þjónustu þar sem öldrunarlæknirinn er með læknisstofu og fer í heimavitjanir. Síðan eru námskeið í gangi, endur- minningar námskeið fyrir aldraða og á næstunni munum við bjóða upp á leik fimi fyrir aldraða sem sjúkarþjálfari stýrir. Þá bjóðum við einnig félagslegan stuðning og liðveislu, jafnt hinum eldri sem yngri. Má þar nefna afþreyingu þar sem starfsfólk Heima er best er til staðar ef skjólstæðingar vilja sinna áhugamálum sínum en vantar til þess stuðning – til dæmis fara í bíó, á kaffihús, í gönguferðir, ferðalög, á tónleika og fleira slíkt. Einnig getur verið um að ræða aðstoð við innkaup og daglega snúninga, aðstoð við lyfjatöku, matargerð og svo mætti lengi áfram telja. Engin takmörk eru í raun á því hve víðtæk þjónustan getur verið. Og það gilda sömu lögmál í stjórnun og hjúkrun, góð orð og kærleikur geta verið aflvaki svo margs. Hrós og hvatning hafa mikið að segja.“ Gefur og fær til baka „Ég veit ekki hvort þetta er bara þjóðin eða hvað, mér finnst að í hjúkruninni geri stjórnendur og samstarfsfólk ekki nógu mikið af því að hrósa. Hins vegar er alveg sérstakt samband sem myndast þegar maður hjúkrar einhverjum og þar finnur maður áþreifanlega að það er gott að gefa. Og er það ekki svo að allt sem maður gefur frá sér fær maður til baka?“ segir Erla Björk Sverrisdóttir að síðustu. Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is Yogabuxur, leggins, stuðningsbrjósta­ haldarar og ýmiss aðhaldsfatnaður Mikið að hald, góð önd un, stærðir X S­4XL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.