Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 18
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201114 Sólfríður Guðmundsdóttir, solfridurg@hotmail.com Hjúkrunarfræðingurinn Julia Buss, RN, MS, er höfundur bókarinnar Your care plan: A nurse’s guide to healthy living. Bókin er skrifuð til að hjálpa hjúkrunarfræðingum að hugsa vel um sjálfa sig ekki síður en aðra. Höfundur hefur yfir tuttugu ára reynslu sem hjúkrunarfræðingur og bestu vinir hennar eru einnig í stéttinni. Julia trúir því staðfastlega að hjúkrunarfræðingar hafi hæfni og getu til að breyta óheillavænlegri þróun heilsufars í heiminum til betri vegar og undir það tekur undirrituð. Þó svo að hjúkrunarfræðingar séu sérfræðingar um mannlega heilsu eru þeir jafn berskjaldaðir og aðrir fyrir áhrifum álags og ofgnóttar neyslusamfélagsins á heilsuna. Í bókinni eru leiðbeiningar til að hjálpa hjúkrunarfræðingum að greina eigin þarfir og bæta lífsvenjurnar um leið og þeir vinna sem talsmenn bættrar heilsu fyrir alla. Frá tímum Florence Nightingale hafa hjúkrunarfræðingar verið þekktir fyrir það að vera frumkvöðlar í lýðheilsumálum. Þessi bók getur nýst sem hjálpartæki fyrir hjúkrunarfræðinga sem vilja koma í veg fyrir lífsstílstengda sjúkdóma hjá sjálfum sér, fjölskyldum, á vinnustöðum og í samfélögum víða um heim. Bókin skiptist í sjö kafla og er uppsetning hennar ákaflega notendavæn. Hún byggist að nokkru leyti á ferli hjúkrunar, það er að greina viðfangsefnið eða vandamálið og meta áhættu sem tengist líkamsstarfsemi, hegðun og umhverfi. Höfundur veitir einnig leiðbeiningar, hvatningu og upplýsingar um hvernig sé hægt að efla heilsuna og meta framfarir. Your Care Plan: A Nurse’s Guide to Healthy Living. Höfundur: Julia Buss. Útgefandi: On-Demand Publishing, Lexington, 2010. ISBN: 978-1451- 57962-8. Bókin er 136 bls. Auk þess eru auðveldar uppskriftir og upplýsingar um ýmis úrræði í bókinni og er fljótlegt að fletta þeim upp. Í inngangi bókarinnar segist höfundur vilja gefa hjúkrunarfræðingum heilsuhvatningu sem sé þeim mikils virði því þeir eigi hana skilið og séu svo duglegir við að hugsa um heilsu annarra. Þeir séu faglegir sérfræðingar í heilbrigðismálum, hæfileikaríkir kennarar og láti sér mjög umhugað um velferð annarra. Enda eru hjúkrunarfræðingar sú stétt sem nýtur mests trausts í Gallupkönnun í Bandaríkjunum. Þó hjúkrunarfræðingar séu sérfræðingar í að annast aðra er ekki þar með sagt að þeir annist sjálfa sig vel. En ef þeir ákveða að hugsa vel um eigin heilsu aukast líkurnar á því að þeim líði vel til lengri tíma. Með góðri sjálfsumönnun verða hjúkrunarfræðingar góð fyrirmynd og málsvarar fyrir heilsusamlegar venjur í daglegu lífi og stuðla þannig að bættri heilsu allra. Kynntar eru aðferðir þar sem heilsan er höfð í fyrirrúmi og byrjað er á eigin heilsumati til að finna áhættuþætti og greina hvað má betur fara. Þar er lögð áhersla á hvað í umhverfinu hefur einkum áhrif á heilsuna, eins og offramboð á óhollri fæðu, kyrrseta og vaxandi streita út af umferð, vinnuálagi og kröfum um aukinn hraða á öllu. Höfundur vísar í tölur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar þar sem áætlað er að koma megi í veg fyrir 40% krabbameina og 80% af hjartasjúkdómum, heilablóðföllum og áunninni sykursýki ef áhættuþættir óheilsusamlegs lífs væru fjarlægðir. Fjórir megináhættuþættir heilsutaps hafa lengi verið vel þekktir og fjallað er um þá: Kyrrseta, ofþyngd, reykingar og áfengir drykkir. Hver einstaklingur ber ábyrgð á eigin heilsu og getur valið að hafa áhrif á framtíðarheilsu sína með skynsamlegu lífi (reykja ekki og forðast reyk, borða holla fæðu í hæfilegu magni, halda kjörþyngd, hreyfa sig í klukkustund daglega og takmarka áfengisneyslu). Auk umhverfisins er fjallað um þátt daglegra venja á heilsuna og hvernig líkaminn bregst við álagi og streitu. Fjallað er lítillega um áhrif erfða og lífefnafræði á líkamsstarfsemina til að skilja betur viðbrögð og þarfir líkamans. Eftir lestur um þessa áhrifaþætti kemur mjög vel í ljós hversu flókið fyrirbæri samspil BÓKARKYNNING LEIÐBEININGAR UM BÆTTAR HEILSUVENJUR FRÁ HJÚKRUNARFRÆÐINGI TIL HJÚKRUNARFRÆÐINGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.