Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 43

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 43
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 39 starfsfólk verið sett í nýja stöðu gagnvart skjólstæðingum sínum. Kröfur eru gerðar um að þverfaglegir hópar innan spítalans starfi saman og leggi til fagþekkingu sína við úrlausn þeirra viðfangsefna sem eru til umfjöllunar í stað þess að hver faghópur vinni á sínum forsendum einum (Elliott, 1991). Þær kröfur eru gerðar til fagstétta að litið sé á aðstæður skjólstæðinga þeirra heildrænt og að ólíkar fagstéttir taki sameiginlega ákvörðun um hvernig þörfum sjúklinga sé sinnt. Þessi breyting kallar á að hver starfsmaður taki að vissu leyti forystu og sýni sjálfstæði í starfi sínu og reyni að virkja aðra með viðræðum og samstarfi (Börkur Hansen og Smári S. Sigurðsson, 1998). Því skiptir sköpum að stjórnendur geri allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hlúa að fagmennsku hjá starfsmönnum sínum. „Öryggi sjúklinga á að vera í huga heilbrigðis- starfsmanna við vinnu og í hvíld og vera ætíð þeirra einlæga ósk.“ Stjórnendur geta aukið fagmennsku á deildinni meðal annars með því að fjölga gæðavísum og stuðla að notkun þeirra. Að sögn Institute of Medicine (2001) eru sex atriði sem auka gæði og efla fagmennsku starfsfólksins í heilbrigðisþjónustunni. Þessi sex atriði gera hjúkrunina öruggari, árangursríkari, sjúklingamiðaðri, tíma bærari, hagkvæmari og réttsýnni. Atriðin endurspeglast í gæðavísum í allri þjónustu sem veitt er á hjúkrunardeild. Gæðavísarnir stuðla að árangursríkri hjúkrun, byggðri á þekkingu og hæfni starfsfólksins. Hjúkrunin verður sjúklingamiðaðri með notkun þeirra en hún á að taka mið af þörfum og skoðunum sjúklinganna. Með notkun gæðavísa aukast líkur á að þjónustan sé veitt á réttum tíma. Biðtími styttist og kemur í veg fyrir tímaeyðslu, bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsfólks. Gæðavísar auka hagkvæmni með því að koma í veg fyrir óþarfa notkun á tækjum, hugmyndum og orku. Þjónustan á að vera réttsýn, hjúkrunarfólkið á að bera öðrum starfsmönnum sjúkrahússins en oft vilja upplýsingar „leka“ og það getur auðveldlega boðið upp á misskilning og leiðindi. Það er ekki nóg að útskýra væntanlegar breytingar rækilega heldur þarf að gefa starfsmönnum svigrúm til að aðlagast þeim, í því felst umhyggja (Kotter, 1996). Ekki má gleyma að sýna stjórnendum umhyggju, þeim líður ekkert síður illa en undirmönnum í því óvissuumhverfi sem ríkir á sjúkrahúsum landsins um þessar mundir. Hvetja þarf til óformlegra samskipta og afslappaðs umhverfis á hverri deild. Allir starfsmenn þurfa að vilja leysa vandamál án tafar. Þeir vilja einnig að árangur og einfaldleiki séu hafðir að leiðarljósi. Fagmennska Um fátt hefur verið jafnmikið ritað og fagmennsku. Þegar við heyrum orðið fagmennska kemur strax upp sú mynd að í fagmennskunni felist kunnátta, leikni, ábyrgð, gæði og sjálfstæði í störfum. Á almennri hjúkrunardeild yfirfæra fagmenn fræðilega þekkingu á dagleg störf (McGovern, 2001). Þekking og hæfni þeirra eru það dýrmætasta sem þeir hafa upp á að bjóða. Án þeirra væri ekki hægt að veita bestu hjúkrun og þjónustu sem völ er á. Stjórnendur hafa meðal annars því mikilvæga hlutverki að gegna að styðja við bakið á starfsmönnum sínum og skerpa og viðhalda fagmennsku þeirra (Eyþór Eðvarðsson, 2000). Stjórnendur verða að leggja áherslu á að hafa réttan starfsmann á réttum stað á réttum tíma og gæta þess að þeir tileinki sér þær nýjungar er verða til innan deildarinnar. Fagmennskan er mikilvæg í hjúkrun sökum aukinnar tækni og stöðugra krafna um ódýrari og hagkvæmari þjónustu. Eitt er víst að símenntun starfsmanna tekur stöðugt á þáttum er lúta að bættri þjónustu og auknum gæðum hjúkrunar. Mikilvægt er að stjórnendur stuðli sjálfir að fræðslu og bjóði upp á hana reglulega hvort sem hún fer fram á deildinni eða utan hennar. Með tilkomu alnetsins og aukinni þekkingu almennings á rétti sínum, hvort sem um er að ræða sjúklinga eða aðstandendur þeirra, hefur hjúkrunar- Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga verður haldinn 19. maí næstkomandi. Þar verður kosið í stjórn og nefndir samkvæmt lögum félagsins. Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum í: • kjörnefnd • ritnefnd • stjórn orlofssjóðs. Upplýsingar um nefndir og lög félagsins eru aðgengilegar á heimasíðu félagsins. Framboð þurfa að berast kjörnefnd á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga eða á netfangið hjukrun@hjukrun.is fyrir 7. apríl næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir kjörnefnd: Guðrún Jónasdóttir, gudrujo@landspitali.is Hildur Rakel Jóhannsdóttir, hildurjo@gmail.com Ragna Dóra Rúnarsdóttir, ragnadr@landspitali.is Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, svalt@simnet.is. Kosningar á aðalfundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.