Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 51

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 51
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 2011 47 aðalbyggingar, 10 þúsund rúmmetra að stærð, sem nú á 5 ára afmæli Reykjalundar stendur fullgerð. Þar er íbúð fyrir 60 manns, auk þess sem byggingin er miðstöð fyrir þorpið, sem nú telur 16 hús auk aðalbyggingar. Á annað hundrað manns búa nú og starfa í þessu merkilega þorpi, Reykjalundi. Merkilega af því að hvergi á Norðurlöndum er sambærilegur staður fyrir berklaöryrkjana. Og nú þegar hin Norðurlöndin hafa í hyggju að koma á fót líkum stofnunum hafa þau augun á þessu litla þorpi til fyrirmyndar. Af þeirri ástæðu var Berklavarnarsamband Norðurlanda stofnað að Reykjalundi 15. ágúst 1948 að viðstöddum 2 fulltrúum frá hverju Norðurlandanna, sem allir gerðu sér mikið far um að kynnast starfi S.Í.B.S. í þágu berklavarna, og einkum þá starfi og rekstri vinnuheimilisins. Hvernig er þá daglegu lífi og starfi háttað í þessum stað? Vist- menn eru nú 80 talsins og skiptast í 3 flokka: nýútskrifaða sjúklinga, króníska sjúklinga og berklaöryrkja. Yfirlæknir staðarins ákveður lengd vinnutíma í hverju tilfelli, stytzti vinnutími er 3 stundir og lengsti 6 stundir. Vinnudagurinn skiptist í tvennt með 3 klukkutíma hvíldarhléi um miðjan daginn, og er staðurinn þá sem dauður væri. Vistmaður greiðir 2 vinnustundir á dag fyrir fæði og húsnæði, þvott, læknishjálp og aðra aðhlynningu. Alla vinnu fá þeir greidda eftir Iðju-taxta og býðst þeim því gott tækifæri til þess að starfa enn á ný, án þess að ofbjóða kröftum sínum, og sýna þeir oft og tíðum eindæma áhuga og grandvarleika í störfum og allri umgengni. Berklastyrkur, elli- og örorkubætur renna til stofnunarinnar. Vinna heimilisins selst mjög vel og bar reksturinn sig strax á fyrstu árum. Allur ágóði rennur að sjálfsögðu í stækkun staðarins, því að takmarkið er að geta tekið á móti og greitt fyrir 100% af þeim berklasjúklingum og berklaöryrkjum, sem þess þurfa með. Þegar unninn er bugur á berklaveiki hér á landi, verða alltaf eftir öryrkjar, sem athvarf munu eiga að Reykjalundi. Margs konar vinna og nám er stundað að Reykjalundi. Atvinnu- greinarnar eru: Leikfangagerð, trésmíði, húsgagnabólstrun, hús- gagna fjaðragerð, saumastofa, bók band, skermagerð, gljáprent. Auk þess vinna vistmenn að ýmiskonar heimilis störfum. Þeir hirða sjálfir garða sína, og allstórt hænsnabú er á staðnum sem fyrsti vistmaðurinn annast um. Iðnskólanám er stundað af miklum áhuga og er ætlunin að vistmenn getið tekið iðnskólapróf, einn eða fleiri bekki, á meðan þeir dvelja á heimilinu og á þann hátt auðveldað sér vinnuútvegun að dvölinni lokinni. Skjöldur, forvarnarfélag hjúkrunar fræði­ nema við Háskóla Íslands, var stofnað 2009 að frumkvæði hjúkrunarnema. Það vinnur að því að efla sjálfsmynd ungs fólks. Gengið er út frá því að sterk sjálfsmynd hafi mikið forvarnargildi, hafi talsverð áhrif á ákvarðanatöku fólks og geti dregið úr áhættuhegðun. Á vefsíðu felagsins má sjá myndir úr starfinu. Ekki eru margar greinar en lesa má um sögu félagsins og um mikilvægi góðrar sjálfsmyndar. Hönnun vefjarins er einföld en aðlaðandi. Ragnheiður Halldórsdóttir, formaður Skjaldar, segir að útlit síðunnar sé spánnýtt. Eftir er að létta textann og í framhaldinu verður reynt að uppfæra síðuna oftar og setja inn fleiri fréttir af starfinu. ÁHUGAVERÐAR VEFSÍÐUR www.skjoldur.is SKILDI HALDIÐ FYRIR FORVÖRNUM „... var ákveðið að leita til þjóðarinnar um fjáröflun.“ Meðal annars var gefið út þetta styrktarfrímerki og runnu 25 aurar til SÍBS.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.