Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2011, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 87. árg. 201122 Valdbeiting í öldrunarþjónustu Kirkevold og Engedal (2004) skoðuðu auk fjötranotkunar tíðni valdbeitingar í umönnun. Einn af hverjum fimm íbúum á sérdeildum fyrir heilabilaða var beittur valdi til að framkvæma grunnumönnun en einn af sex á almennum hjúkrunardeildum. Valdbeiting í umönnun virtist daglegt fyrirbæri á norskum hjúkrunarheimilum. Líkt og á Íslandi er engin sérstök löggjöf um þessi mál í Noregi heldur er skerðing sjálfræðis almennt bönnuð en starfsfólki ætlað að tryggja skjólstæðingum öryggi og nauðsynlega umönnun. Valdbeitingin er útskýrð með því að skjól- stæðingur sýni mótþróa við umönnun, óróleika og jafnvel árásargirni. Það er augljóslega rétt að oft getur komið upp sú staða að fólk með heilabilun, bráðarugl eða annað sjúklegt ástand neitar nauðsynlegri umönnun. Það fríar þó ekki fagfólk frá þeirri skyldu að reyna ávallt að leysa slík mál með eins lítilli skerðingu á sjálfræði skjólstæðings og mögulegt er. Danska löggjöfin segir um þetta atriði í 126. grein: Í undantekningartilvikum er hægt að fá leyfi um takmarkað tímaskeið til að nota líkamlega valdbeitingu til að framkvæma algerlega nauðsynlega líkamlega umönnun. Samfara því skal gera faglega áætlun til að fyrirbyggja að þetta úrræði þurfi að nota í framtíðinni (lausleg þýðing höfundar). Takmarkað tímabil er hér að hámarki 3 mánuðir. Alger nauðsyn er að allar aðrar lausnir hafi verið reyndar og að það sé verulegt vandamál að geta ekki veitt þessa umönnun. Þannig er nefnt að það að skjólstæðingur vilji ekki fara í bað eða hrein föt geti ekki talist sjúkdómsvaldandi og geti því ekki í sjálfu sér réttlætt valdbeitingu. Öðru máli gegnir um þegar hreinsa þarf matarleifar úr munni, skipta á bleyjum og annað slíkt sem raunverulega getur valdið sjúkdómi ef það dregst lengi. Áhersla er lögð á það í löggjöfinni að aðstandendur geti ekki krafist þess að umönnun sé framkvæmd með valdi, til dæmis vegna þess að þeim finnist skjólstæðingurinn ekki vera nógu vel til fara eða með æskilega hárgreiðslu. Sé valdbeiting heimiluð er að lokum lögð mikil áhersla á að henni sé haldið á rólegum nótum svo að inngripið virki ekki sem árás. Í dvöl höfundar í Pilehuset, en hún er að nokkru leyti kveikja þessara skrifa, virtist ljóst að starfsfólk þar var afar vel meðvitað um þessa löggjöf. Það var gengið mjög langt til að tryggja að öll umönnun færi fram með samþykki íbúa og það gat vissulega verið mjög erfitt. Höfundur tók sjálf þátt í umönnun og sat einnig marga vinnufundi af ýmsu tagi þar sem rætt var um vandamál vegna atferlis íbúanna. Það vakti athygli hve starfsfólk var áfram um að finna lausnir fyrir viðkomandi, þá helst með því að finna honum eða henni virkni við hæfi út frá lífssögu, áhugamálum og færni viðkomandi. Aldrei heyrðist aukin lyfjagjöf nefnd sem úrræði þótt oft væri um mikinn óróleika að ræða. Einnig var sláandi hve starfsfólk var ánægt að hafa þennan stuðning og leiðbeiningu af löggjöfinni, meðal annars að geta hreinlega vitnað til hennar þegar aðstandendur vildu fá starfsfólkið til að gera eitthvað gegn vilja íbúans – þá gat starfsfólk sagt með góðri samvisku að það mætti það ekki, það væri bannað með lögum. Nú skal viðurkennt að hér var um stofnun að ræða sem annaðist sérstaka þjónustu, hafði óvenjulega hagstæða mönnunar- samsetningu og naut fjárframlaga fram yfir almenn hjúkrunar heimili. En það er af slíkum stofnunum sem hægt er að læra, þær geta verið mikilvæg fyrirmynd. Í öllu falli virtist ljóst að þessi löggjöf, sem hér hefur verið reynt að skýra frá, var fremur mikilvægt hjálpartæki fyrir starfsfólk öldrunarþjónustu heldur en einhvers konar hindrun eða þvingun í starfi. Samantekt Það er ljóst að í umönnun, bæði umönnun aldraðra og fleiri hópa, getur þurft að grípa til aðgerða sem skerða frelsi og sjálfræði skjólstæðings og ganga í berhögg við vilja hans. Lög, reglugerðir og faglegar leiðbeiningar eru fáorð um þessi mál á Íslandi og þörf er fyrir miklu nánari leiðbeiningar fyrir starfsfólk öldrunarþjónustu um hvernig það eigi að sinna þeirri skyldu sinni að tryggja skjólstæðingum sínum öryggi og fullnægjandi umönnun en jafnframt að vernda sjálfræði þeirra. Þetta tvennt getur oft stangast á. Í þessu efni eru ekki neinar einfaldar lausnir en hér er bent á mikilvægi faglegrar umræðu og bættrar löggjafar. Þessar lausnir standa í samhengi við almenna þróun í átt frá forræðishyggju og stofnanavæðingu í öldrunarþjónustu til verndunar sjálfræðis og persónumiðaðrar þjónustu og umönnunar. Löggjöf Dana er hér kynnt sem dæmi um hvernig hægt er að útfæra lausnir en að sjálfsögðu er það verkefni íslenska löggjafarvaldsins að laga okkar löggjöf að breyttum aðstæðum. Það þarf að gerast í tengslum við faglega umræðu og höfundi sýnist eðlilegt og þarft að hjúkrunarfræðingar gegni þar mikilvægu hlutverki vegna langrar reynslu og forystuhlutverks í skipulagi öldrunarhjúkrunar. Heimildir: Cohen-Mansfield, J., og Werner, P. (1998). The effects of an enhanced environment on nursing home residents who pace. The Gerontologist, 38 (2), 199-208. Dunn, K.S. (2001). The effect of physical restraints on fall rates in older adults who are institution- alized. Journal of Gerontological Nursing, 27 (10), 40-48. Goodall, D. (2006). Environmental changes increase hospital safety for dementia patients. Holistic Nursing Practice, 20 (2), 80-84 Kirkevold, Ø., og Engedal, K. (2004). Prevalence of patients subjected to constraint in Norwegian nursing homes. Scandinavian Journal of Caring Sciences, 18 (3), 281-286. Kirkevold, Ø., Laake, K., og Engedal, K. (2003). Use of constraints and surveillance in Norwegian wards for the elderly. International Journal of Geriatric Psychiatry, 18 (6), 491- 497. Landspítali-háskólasjúkrahús (2007). Byltur á sjúkrastofnunum. Klínískar leiðbeiningar til að fyrirbyggja byltur. Sótt á www.landspitali.is 10. febrúar 2010. Lov om social service nr. 58, 2007. Sótt á www. retsinformation.dk 18. janúar 2010. Namazi, K.H., og Johnson, B. (1992). Pertinent autonomy for residents with dementias: Modification of the physical environment to enhance independence. The American Journal of Alzheimer‘s Disease and other Dementias, 7 (1), 16-21. Sóltún-hjúkrunarheimili (e.d.). Varnir gegn höftum. Sótt á www.soltun.is 10. febrúar 2010.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.