Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 13 reglulega, forðast svengd, gera máltíðina aðlaðandi og borða í rólegheitum einn hæfilegan skammt. Mataræði Farið er yfir æskilegar og óæskilegar matvörur og drykki. Lögð er áhersla á að velja ferskar matvörur, svo sem ferskt kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, magrar mjólkurvörur, grófmeti, lýsi og D­vítamín. Matur, sem ber að forðast, eru unnar kjötvörur, fituríkur matur og einföld kolvetni svo sem sykur og hvítt hveiti. Við leggjum áherslu á vatnsdrykkju og minnkaða gos­ og safaneyslu. Við tökum fram að þetta á við daglegar venjur en fólk getur veitt sér það sem við köllum sparidaga með góðgæti. Þeir mega að sjálfsögðu ekki vera fleiri en einn í viku og þá ber að neyta einungis helmings á við venjulega. Hreyfing og hvíld Við hvetjum alla til að gera áætlun um hreyfingu (jafnvel stundaskrá eins og með matartímana). Best er að fara hægt af stað og bæta við sig smátt og smátt. Hver einstaklingur þarf að finna sér hreyfingu við hæfi til þess að viðhorf til hreyfingar sé jákvætt en ekki kvöð. Við leggjum áherslu á að jafnvægi sé milli hreyfingar og hvíldar. Góður nætursvefn er nauðsynlegur en hvíld af öðrum meiði er ekki síður mikilvæg. Það er góð hvíld að næra sálina með því sem veitir fólki ánægju eða vellíðan svo sem að prjóna, lesa, spila og verja tíma með fjölskyldu og vinum. Andlegur stuðningur Með hvatningu og stuðningi, við eigin hugmyndir á lausnum vandamálsins, vekjum við áhuga og trú skjólstæðinga okkar á eigin getu. Meðferðaraðili má ekki vera meðvirkur með því að taka undir afsakanir því að þannig stuðlar hann að því að viðhalda vandamálinu. Hann verður að vera staðfastur en sanngjarn. Mikilvægt er að viðhalda jákvæðni í garð meðferðarinnar því að árangur kemur með þolinmæði en ekki í einu vetfangi. Þá tökum við skýrt fram að hrösun er ekki endalok heldur eitthvað sem getur gerst. Góðir hlutir gerast hægt. Aðaláhersla er lögð á lífsstílsbreytingu í heild sinni en ekki eingöngu á þyngdarstjórnun. Okkar reynsla Síðan við byrjuðum með skipulagða meðferð höfum við kynnst mörgum mismunandi hliðum á henni þar sem engir tveir einstaklingar eru eins. Þá höfum við einnig komist að því að hvort sem þeir sem koma til okkar eru skólabörn, sykursjúkir eða aðrir þá næst bestur árangur ef fjölskyldan styður við bakið á þeim sem í verkefnið ræðst. Á Reykjalundi, þar sem við höfum sótt margar hugmyndir okkar, er lögð mikil áhersla á að stofna hópa því að gagnkvæmur skilningur einstaklinga, sem kljást við sama vandamál, er öflugt tæki í baráttunni við offitu. Við myndum vilja gera það hér í Borgarnesi því að þá er viðkomandi í eigin umhverfi og getur lagað lífsstíl sinn að því sem er í boði á þessu svæð. Einföld lausn á samveru og hreyfingu er að stofna gönguhópa. Þessi vinna hefur verið okkur mjög lærdómsrík og með aukinni reynslu erum við stöðugt að móta meðferðina. Margt höfum við lært af skjólstæðingum okkar og samvinnu okkar þriggja, það viðheldur áhuga og metnaði. Okkar draumur er að sjá hjúkrunar­ fræðing, lækni, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa og sálfræðing vinna saman svo að þeir sem óska eftir slíkri meðferð eigi greiðan aðgang að henni í sinni heimabyggð. Höfundar greinarinnar vinna allir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi. Frá vinstri eru Hrafnhildur Grímsdóttir, Anna Baldrún Garðarsdóttir og Íris Björg Sigmarsdóttir. Eftirfarandi frétt birtist í 3. tbl. Hjúkrunar kvennablaðsins 1952. Ekki er mikið af slíkum fréttum að finna í blaðinu, hvorki frá þessum tíma né síðar, en atvikið hefur þótt sérstakt. „Þann 28. ágúst sl. vildi það óhapp til að lítill drengur féll í tjörnina. Jónu Guðmundsdóttur, yfir hjúkrunar­ konu Kópavogshælis, bar þar að í sömu svifum og hafði engar vöflur á, heldur fleygði sér út í tjörnina og bjargaði barninu með miklu snarræði. Tjörnin var þarna svo djúp, að frk. Jóna fór á kaf við að ná drengnum upp úr leðjunni. Má það heita frábært björgunarafrek, þegar tekið er tillit til þess að frk. Jóna er ekki synd.“ Við því er að bæta að Jóna var komin á sjötugsaldur þegar þetta gerðist en hún var fædd 1891. Hún lauk hjúkrunarnámi 1920 við bæjarsjúkrahús Kaupmannahafnar og fór beint þaðan til Ísafjarðar, heimabæjar hennar, þar sem hún tók við stöðu yfirhjúkrunarkonu við sjúkrahúsið. Árið 1934 gerðist hún forstöðukona Holdsveikraspítalans á Laugarnesi en spítalinn fluttist seinna í Kópavog. Jóna lét af störfum 1958 og lést 1975. Hjúkrunarkona bjargar barni úr Tjörninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.