Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.10.2010, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 4. tbl. 86. árg. 2010 9 sjúkrahússins. Mikið var um fræðslufundi, tilfellafundi og verklega þjálfun. Meiningin var að koma því undir þak sem fyrst og af því hefur verið stefnt allt árið. Svona tjaldsjúkrahúsi er ekki ætlaður lengri tími en mesta lagi 6 mánuðir. Það hefur hins vegar gengið illa að fá húsnæði. Starfsmenn þýska Rauða krossins voru í samningaviðræðum við borgarstjórann í Carrefore, framkvæmdarstjóra haítíska Rauða krossins og heilbrigðisyfirvöld um mögulegt húsnæði í nágrenninu. Þær samningaviðræður runnu út í sandinn í sumar en nú hefur verið ákveðið að reka sjúkrahúsið til ársloka og koma síðan starfseminni inn í nærliggjandi sjúkrahús.“ Brotið land Á meðan Margrét starfaði á Haítí var hún nánast eingöngu innan sjúkra­ hússvæðisins. Hún sótti þó fundi á „Base Camp“ Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Port Au Prince. Þar hittust landsfélögin til að fara yfir stöðuna og skiptast á upplýsingum. Öryggisreglur Rauða krossins fyrir starfsmenn sína eru strangar og ekki að ástæðulausu. Ekki er óhætt fyrir fólk að vera á ferli nema í fylgd öryggisvarða. „Þarna er mikið um glæpi og fórnarlömb glæpa komu oft til okkar með skot­ eða stungusár,“ segir Margrét. Hjálparstarf á Haítí heldur áfram næstu árin enda segir Margrét að gríðarlegt uppbyggingastarf sé fram undan. „Þetta land var brotið fyrir jarðskjálftann. Mikil fátækt, atvinnuleysi og ólæsi. Jarðskjálftar og fellibyljir hafa einnig farið illa með landið. Þar sem skjálftinn í janúar reið yfir höfuðborg landsins er eyðileggingin algjör, löggæslukerfi hrundi, byggingar ráðuneytanna hrundu, konungshöllin hrundi sem og bygging Sameinuðu þjóðanna. Þarna fórust margir stjórnendur og starfsmenn ráðuneyta og löggæslu og það gerði þetta allt enn erfiðara. Sem dæmi getur verið erfitt að sanna eignarhlut á landi eða húsnæði þar sem pappírar eru ekki lengur til um það. Þetta tefur hreinsunarstarf. Heilbrigðiskerfið var bágborið fyrir skjálftann og fólk fær nú þjónustu sem það hafði ekki fengið áður. Það er með ólíkindum hvað fólkið er sterkt. Hvað það er glatt og áhugasamt. Það er mikill hugur í þessu fólki. Við vorum að vinna með fólki sem við vissum að hefði misst nákomna ættingja, börn, maka, heimili sitt og vinnustað. Þetta fólk bjó í tjöldum en mætti engu að síður í vinnuna á morgnana, hreint og tilhaft með bros á vör og tilbúið til að takast á við daginn. Ég dáist að þessu fólki. Það er heilmikil lífsreynsla að kynnast því,“ segir Margrét. Margt áunnist „Frá því að jarðskjálftinn reið yfir í janúar hefur margt áunnist en það er mjög margt enn sem á eftir að gera. Fólk hefur búið í tjöldum allt árið og nú fer fellibyljatímabilið að hefjast en búist er við erfiðu fellibyljatímabili. Tjöldin veita skýli fyrir rigningu en mega sín lítils ef fellibylur stingur sér niður. Rauði krossinn hefur farið aðra ferð að útdeila tjöldum þar sem þau eru að eyðileggjast en einnig er verið að reisa varanlegra húsnæði. Vanalega miðast hjálparstarf við að koma landinu í það horf sem það var áður en náttúruhamfarirnar dundu yfir. Hins vegar er verið að tala um að á Haítí þurfi að ganga lengra og aðstoða landið til að gera það betra en það var áður. Nægir þar að hugsa til hreinlætisaðstöðu, vatnsveitu og aðgang að hreinu vatni. Margir íbúar eru í vinnu við hreinsunar­ og uppbyggingarstörf og aðrir fá styrk til að framfleyta sér. Búðir eru opnar svo að það er ekki vandamál,“ segir Margrét enn fremur. Henni var boðið að fara með öðrum starfsmönnum í verslunarferð. „Ég vissi ekkert hverju ég ætti von á,“ segir hún. „Við fórum í matvörubúð og það var afar merkilegt að koma þar inn því að þarna var allt af öllu. Það var undarleg tilfinning að vera allt í einu komin inn í veruleika þar sem daglegt líf var bara eðlilegt og fólk að kaupa í matinn,“ útskýrir hún. „Skammt frá okkur var hverfið Cité Soleil, um 300.000 manna hverfi sem skilgreint var af Sameinuðu þjóðunum sem eitt fátækasta og hættulegasta svæði á vesturhveli jarðar árið 2004. Það var því gríðarleg öryggisgæsla hjá okkur og við fórum aldrei neitt nema í fylgd öryggisvarða. Við fórum einhverju sinni í gönguferð með öryggisverðina með okkur sem sýndu okkur hverfið næst tjaldbúðunum og það var mjög lærdómsríkt.“ Margrét segir það enga spurningu að hana langi aftur í svona hjálparstarf. „Þá horfi ég til þess hvar þörfin er mest. Við vitum að það er gríðarleg þörf í Pakistan og áfram á Haítí. Það eiga líka eftir að verða fleiri áföll og náttúrhamfarir í heiminum. Það er eins og bylgja náttúruhamfara eigi sér stað um þessar mundir. Jarðskjálftar í Chile, Haítí og Nýja­Sjálandi, flóð í Pakistan, Kína, Lítill prins mættur í bólusetningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.