Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 3

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 3
IðjuþjálfInn 1/2011 • 3 Kæri lesandi.Sumarið er komið og hvað er betra til lesningar en nýtt og skemmtilegt tölublað af Iðjuþjálfanum? Við í ritnefnd höfðum það sem kjörorð okkar þetta árið að blaðið yrði sem fjöl breyttast og höfðaði til flestra, því blaðið er jú okkar allra. Í síðasta tölublaði brydduðum við upp á þeirri nýjung að halda forsíðumyndakeppni meðal iðjuþjálfa og iðjuþjálfanema við Háskólann á Akureyri. Við blésum aftur í sömu lúðra í ár, minnugar þess hve vel gekk síðast. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum; fimm verðugir keppendur tóku þátt með alls níu myndir. Valið var ekki auðvelt en sú mynd sem varð fyrir valinu er frá Berglindi Indriðadóttur iðjuþjálfa. Við óskum henni innilega til hamingju og viljum við þakka öllum sem tóku þátt kærlega fyrir. Nýtt blað er komið út og þá er að huga að því næsta. Við hvetjum félagsmenn til að vera ófeimnir við að senda inn greinar, pistla, bókahorn eða annað sem ykkur dettur í hug að höfði til lesenda. Upp lýs­ ingar um greinaskrif er að finna á heima­ síðu félagsins: ii.is. Við í ritnefnd viljum þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við útgáfu blaðsins, svo sem með greinaskrifum, prófarka lestri og auglýsingum. Sérstakar þakkir fær fræðilega ritnefndin en framlag hennar er kærkomin viðbót við þá miklu og mikilvægu vinnu sem útgáfa á fagtímariti okkar er. Við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars! Ritnefnd Iðjuþjálfans EFnisyFirLiT Pistill formanns ............................. 5 Frá fræðilegri ritstjórn .................... 5 Pistill kjaranefndar ........................ 6 Fréttir frá fræðslu­ og kynningarnefnd ............................. 7 Aldraðir, vannýttur mannauður ..... 8 Nám í iðjuþjálfun við Háskólann á Akureyri .................... 11 Starfsendurhæfing Hafnarfjarðar.... 12 Iðjuþjálfun geðendurhæfing Landspítala háskólasjúkrahúsi ....... 14 Bókarhorn ..................................... 15 Frá fátækt til athafna ..................... 16 Hvers vegna að velja nám í iðjuþjálfun? ................................. 19 Forsíðumyndasamkeppni ............... 20 „Til munns og handa“ ................... 22 Gullfoss stofa ................................. 24 Tveir iðjuþjálfar hlutu styrk úr Rann sóknarsjóði Öldrunarráðs Íslands ..................... 25 Attending the European Masters of Science in Occupational Therapy as a student from Africa ... 26 Félagsfærniþjálfun barna á Æfingastöðinni .............................. 28 Hamar Hæfingarstöð í Vestmannaeyjum ........................... 29 Æfingastöðin ................................. 30 Þjónusta iðjuþjálfa á Reykjalundi ................................ 32 Lífsneistinn á Hrafnistu ................. 38 Stjórn IÞÍ Júlíana Hansdóttir, formaður Eygló Daníelsdóttir, ritari Sigrún Ólafsdóttir, gjaldkeri Ósk Sigurðardóttir, meðstjórnandi Sigþrúður Loftsdóttir, varaformaður Rósa Hauksdóttir, varamaður Ingibjörg Ólafsdóttir, varamaður Umsjón félagaskrár Þjónustuskrifstofa SIGL Ritnefnd (ritnefnd.ii@sigl.is) Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir Hafdís Sigríður Sverrisdóttir Hjördís Anna Benediksdóttir Hrefna Óskarsdóttir Sigrún Kristín Jónasdóttir Ritstjóri Hjördís Anna Benediksdóttir Prófarkalesari Arnór Hauksson Forsíðumynd Berglind Indriðadóttir Prentvinnsla Litróf Ritnefnd áskilur sér rétt til að stytta texta og færa til betri vegar. Vitna má í texta blaðsins ef heimildar er getið. LINAÐU SÁRSAUKA MEÐ ÁRANGURSRÍKRI VAXMEÐFERÐ HEILBRIGÐISSVIÐ Heilbrigðiss við Hátækni er að Vatnagörðum 20 Heilbrigðissvið Hátækni sérhæfir sig í innflutningi og ráðgjöf á heilbrigðisvörum fyrir spítala og aðrar heilbrigðisstofnanir. Heilbrigðissvið Hátækni býður rekstrarvörur og tæki á sviði hjúkrunar og lækninga, rannsókna- og efnavörur, sjúkraþjálfunarvörur auk innréttinga fyrir heilbrigðisstofnanir. Vatnagarðar Sæbraut Sundag arðar La ng ho lt sv eg ur Sundabakki Sægarðar Olís Holta-garðar Vatnagörðum 20 522 3060 Opið: Virka daga: 9–17 PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 11 38 1 Paraffin-vaxmeðferðin dregur úr verkjum vegna liðagigtar, bólgu og vöðvastífleika og hefur verið notuð til að lina sársauka í yfir 90 ár. Therabath vaxpottarnir eru viðurkenndir af bandaríska fæðu- og lyfjaeftirlitinu (FDA) sem hitameðferð fyrir liðagigtarsjúklinga. Hitaskynjari heldur föstu hitastigi á paraffinvaxinu og hámarkar þannig árangur meðferðarinnar. Meðferðin er auk þess mjög góð fyrir þurra og sprungna húð. Therabath vaxpottarnir eru einfaldir í notkun og henta bæði fagfólki og til heimilisnotkunar.

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.