Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 6

Iðjuþjálfinn - 01.08.2011, Blaðsíða 6
6 • IðjuþjálfInn 1/2011 Í nefndinni starfsárið 2010­2011 störfuðu Berglind Indriðadóttir (Hrafnista Reykja vík) formaður, Bergdís Ösp Bjarka dóttir (Akureyrarbær), Dagný Þóra Baldursdóttir (Hörgársveit), Helga Guðjónsdóttir (Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, SLF) ritari, Hulda Birgisdóttir (Borgarbyggð), Helga Þyri Bragadóttir (Akureyrarbær), Sigurbjörg Hannesdóttir (Hrafnista Rvk.) og Rósa Hauksdóttir (LSH­Landakoti) fulltrúi stjórnar í kjaranefnd. Rósa kom inn í kjaranefndina sl. haust í stað Ingibjargar Ólafsdóttur (Reykjalundur), sem fór í fæðingarorlof. Nefndin hefur haft fastan fundartíma einu sinni í mánuði og notast við símafundarbúnað til að brúa bilið milli landshluta, ásamt því að vera í öflugu tölvupóstssambandi milli funda. Kjarasamningar Ekki voru gerðir samningar við helstu viðsemjendur á liðnu starfsári, þrátt fyrir að samningar hafi verið lausir vel á annað ár. Þó hafa verið haldnir fundir með samn­ inga nefnd ríkisins og samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga og áherslur kynntar. Þegar þetta er ritað í byrjun apríl er einhver hreyfing á málum, en erfitt að spá um þróun mála, þar sem ýmis mál óviðkomandi beinum kjaraviðræðum hafa verið dregin inn í umræðuna, s.s. fiskveiðistjórnunarmál og Icesave. Fyrirspurnir til kjaranefndar Kjaranefnd svaraði á þriðja tug fyrirspurna frá félagsmönnum varðandi kaup og kjör á starfsárinu. Mikið og gott samstarf var við önnur félög Bandalag Hásólamanna, BHM og forystu BHM. Kjaranefndin hefur reynt að vekja athygli félagsmanna á, að þrátt fyrir niðurskurð og hagræðingu eru kjara­ og stofnanasamningar í fullu gildi og ber vinnuveitendum að standa við þau réttindi og kjör sem þar eru tryggð, s.s. líf­ og starfsaldurshækkanir og hækkanir vegna framhaldsmenntunar. Á mörgum stofnunum var samið um tímabundna skerðingu á kjörum og þarf að fylgja því eftir að kjör færist í sama horf eins og um var samið. Á heimasíðu SIGL, undir liðnum kjara­ mál, er að finna eyðublað fyrir fyrir spurnir til kjaranefndar, til að tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar berist nefndinni og flýta þar með fyrir afgreiðslu. Rétt er að taka fram að hlut verk kjaranefndar er fyrst og fremst að sinna erindum frá félagsmönnum með stéttar félagsaðild eða þeim sem hyggjast sækja um hana. Sækja þarf sérstaklega um að breyta nemaaðild í stéttarfélagsaðild/fagaðild, ásamt því að skila inn til Iðju þjálfa félag Íslands, IÞÍ starfsleyfi sem landlæknir hefur umsjón með að afgreiða. IÞÍ er aðili að kjarasamningi BHM­ félaga við Samtök atvinnulífsins, sem gerður var 2008. Iðjuþjálfar starf andi á almennum markaði geta því gert ráð n ingar samning með vísan í þann kjarasamning, starfi þeir hjá vinnu­ veitanda innan þeirra vébanda. Markmið samningsins er að tryggja félagsmönnum, sem starfa á almennum vinnumarkaði, sambærileg réttindi og launamenn í öðrum stéttarfélögum á almennum vinnumarkaði njóta. Einnig er öllum iðjuþjálfum frjálst að gera ráðningarsamning með vísan í aðra kjarasamninga félagsins, óski iðjuþjálfar að hafa stéttarfélagsaðild að félaginu og njóta þar með þeirra kjara og réttinda sem stéttarfélagsaðild felur í sér, s.s. réttinda í sjóðum BHM. Einhver dæmi eru um að iðjuþjálfar hafi verið skikkaðir í önnur stéttarfélög og í því sambandi er félagafrelsi ítrekað. Trúnaðar- og samstarfsnefndarmenn Sumar þeirra fyrirspurna sem kjaranefnd bárust voru þess eðlis að vel upplýstir trúnaðarmenn á vinnustöðunum ættu að geta veitt svör við þeim. Einnig er það hlutverk trúnaðarmanns að taka á móti nýjum starfsmönnum og kynna þeim helstu atriði varðandi kaup og kjör. Frekari upplýsingar um hlutverk trúnaðarmanns er að finna á heimasíðu BHM. Einnig verður aldrei of oft bent á mikilvægi þess að iðjuþjálfar eigi öfluga talsmenn í samstarfsnefndum inni á stofnunum, til að tryggja að iðjuþjálfar sitji við sama borð og samstarfsstéttir hvað varðar kaup og kjör. Stærri vinnustaðir ættu einnig að sjá sér hag í að eiga fulltrúa í kjaranefnd til að auka umræðu um kjara ­ mál og efla samskipti vinnustaðanna, Iðju­ þjálfafélagsins og annarra BHM­félaga. Nemakynning Kjaranefndin hefur undanfarin ár staðið fyrir kjarakynningu fyrir fjórða árs nema við HA. Þar hafa nemarnir fengið kynningu á helstu kjarasamningum og þeim atriðum sem samið er um í mið­ lægum kjarasamningum, ásamt hlutverki kjaranefndar. Nýútskrifaðir iðjuþjálfar hafa verið duglegir að leita ráða þegar þeir fara í ný störf eða til vinnuveitanda sem ekki hefur verið með iðjuþjálfa áður. Formennska í kjaranefnd Nú um sl. áramót tók gildi sú ákvörðun stjórnar IÞÍ að formaður kjaranefndar IÞÍ sé í 10% starfshlutfalli hjá félaginu. Var sú ákvörðun tekin eftir skoðun á umfangi verkefna formanns nefndarinnar, en verkefnum hefur fjölgað umtalsvert í takt við fjölgun félagsmanna. Einnig hefur samningsumhverfið verið með þeim hætti undanfarin ár, að nær stöðugt samstarf og samráð er við önnur BHM­félög með tilheyrandi fundahöldum. Fráfarandi og komandi kjaranefnd Hulda Birgisdóttir, Berglind Indriðadóttir, Bergdís Ösp Bjarkadóttir, Dagný Þóra Baldursdóttir og Sigurbjörg Hannesdóttir Pistill kjaranefndar

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.