Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 9

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 9
9 FRÉTTIR SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Formaður Félags náms- og starfs- ráðgjafa, Ágústa Elín Ingþórsdóttir og formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra, María Kristín Gylfadóttir skrifuðu á dögunum undir viljayfirlýsingu um samstarf. Félag náms- og starfsráðgjafa og Heimili og skóli - landssamtök foreldra hafa það sameiginlega markmið að standa vörð um hagsmuni nemenda innan skólasamfélagsins. Með viljayfirlýsingu þessari senda báðir aðilar skýr skilaboð til samfélagsins að þau láti sig varða hagsmuni barna í landinu og hyggist styðja sameiginlega við málefni sem stuðla að bættum hag nemenda í íslenskum skólum. Markmiðum þessum verður náð með því að báðir aðilar: • standi vörð um hagsmuni nemenda og komi fram með sameiginleg skilaboð þegar það á við. • stuðli að því að skólasamfélagið (for- eldrar, nemendur og starfsfólk) öðlist betri þekkingu á störfum náms- og starfsráðgjafa. • stuðli að því að nemendur og foreldrar öðlist betri þekkingu á náms- og starfs- vali. • stuðli að því að starfsfólk skóla öðlist betri þekkingu á mikilvægi öflugs foreldrasamstarfs. Foreldrasamstarf hefur jákvæð áhrif á skólastarf. Rannsakendur hafa sýnt fram á að foreldrasamstarf stuðlar m.a. að betri líðan nemenda, auknu sjálfstrausti, betri námsárangri, minna brottfalli og jákvæðara viðhorfi nemenda sem og foreldra þeirra til skólans. Heimili og skóli eru landssamtök for- eldra á Íslandi og hafa það að meginmark- miði að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu, veita þeim stuðning og hvatningu til virkrar þátttöku í skólasamfélaginu, miðla upplýsingum og fróðleik um foreldrasamstarf til skóla, foreldraráða og foreldrafélaga, standa vörð um hagsmuni nemenda og vera málsvari fjölskyldna gagnvart stjórnvöldum í málefnum er varða skólasamfélagið. Félag náms- og starfsráðgjafa er fagfélag náms- og starfsráðgjafa á Íslandi og er hlutverk félagsins samkvæmt 2. grein laga FNS m.a. að efla náms- og starfsráðgjöf og að efla faglegt starf meðal náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafar starfa m.a. í skólum, í fyrirtækjum og á atvinnu- miðlunum. Starf þeirra er breytilegt eftir því hvar þeir starfa en byggir þó að grunni til á því sameiginlega markmiði Ágústa Elín Ingþórsdóttir formaður Félags náms- og starfsráðgjafa og María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla skrifa undir viljayfirlýsinguna. að stuðla að velferð einstaklinga með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Markmið náms- og starfsráðgjafar er að efla vitund einstaklinga um viðhorf sín, áhuga og hæfileika, þannig að þeir fái notið sín í námi og starfi. Meginverkefni náms- og starfsráðgjafa í grunn- og framhaldsskóla er að aðstoða nemendur við námsval og veita ráðgjöf meðan á námi stendur. Náms- og starfsráðgjafi er trúnaðarmaður og talsmaður nemandans. Mikilvægt er að allir nemendur hafi aðgang að þjónustu náms og starfsráðgjafa í sínum skóla. FNS og Heimili og Skóli undirrita viljayfirlýsingu Lj ó sm y n d f rá Á g ú st u E lí n u I n g þ ó rs d ó tt u r Í október verða haldin námskeið fyrir trúnaðarmenn í Félagi leikskólakennara. Námskeiðin verða sex talsins og þar af eru tvö sem eingöngu eru ætluð nýliðum í hópi trúnaðarmanna, þ.e. þeim sem hafa ekki sótt nýliðanámskeið. Umsjón með dagskrá/innihaldi námskeiðanna verður í höndum stjórnar FL. Námskeiðin verða sem hér segir: Fyrir nýja trúnaðarmenn: Akureyri, mánudagur 1. október. Námskeið fyrir trúnaðarmenn í 5. 6. og 7. svæðadeild. Haldið í Rósenborg við Skólastíg (Gamli barnaskólinn). Reykjavík, miðvikudagur 3. október. Námskeið fyrir trúnaðarmenn í 1., 2., 3., 4., 8., 9. og 10. svæðadeildum. Haldið í Gerðubergi í Breiðholti Reykjavík. Fyrir alla trúnaðarmenn: Akureyri þriðjudagur 2. október. Námskeið fyrir alla trúnaðarmenn í 5. og 6. svæðadeild. Haldið í Rósenborg við Skólastíg. Egilsstaðir þriðjudagur 9. október. Námskeið á Egilstöðum fyrir alla trúnaðarmenn í 7. svæðadeild. Haldið á Gistihúsinu Egilsstöðum. Reykjavík mánudaginn 22. október. Námskeið fyrir alla trúnaðarmenn í 1. deild. Haldið í Gerðubergi í Breiðholti Reykjavík Selfoss mánudagur 29. október. Námskeið á Selfossi fyrir alla trúnaðarmenn í 8.og 9. svæðadeild. Haldið í húsi Ungmennafélagsins Tíbrá við Engjaveg 50. Hvalfjarðarsveit miðvikudaginn 31. október. Námskeið fyrir alla trúnaðarmenn í 2., 3. og 4. svæðadeild. Haldið í Miðgarði Hvalfjaðarsveit ( Áður Innri Akraneshreppur). Trúnaðarmenn á Höfn í Hornafirði og í 10. deild (Suðurnes) geta valið á milli 22. október (með 1. deild), 29. október (með 8. og 9. deild) eða 31. október (með 2.,3. og 4. deild). Trúnaðarmannanámskeið Félags leikskólakennara 2007

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.