Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 28

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 28
28 SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Sjöunda námskeiðið hér á landi í Davis náms- og lestrartækni var haldið 13. - 15. júní síðastliðinn. Að þessu sinni var það í Snælandsskóla í Kópavogi. Um er að ræða þriggja daga námskeið ásamt eftirfylgni/framhaldsnámskeiði í október og janúar (tveir hálfir dagar). Námskeiðið sóttu að þessu sinni 25 grunn- og leikskólakennarar víðs vegar af landinu. Guðbjörg Emilsdóttir segir frá námskeiðinu. Um 200 íslenskir leik- og grunnskóla- kennarar hafa nú sótt námskeið í Davis námstækni og gefa þeim mjög góða umsögn. Komið er inn á marga mikilvæga þætti sem fá kennara til að hugsa öðruvísi um nemendur sína og hvernig þeir kenna. Þeim líkar vel uppbygging námskeiðsins, þ. e. skipting á milli fræðilegra og verklegra þátta og að boðið skuli upp á eftirfylgni. Óneitanlega getur verið erfitt að taka upp nýja kennsluhætti og því mikilvægt að geta fengið stuðning og hvatningu. Sumarið 2003 var fyrsta námskeiðið í Davis námstækni haldið á Íslandi og hafa þau verið haldin á hverju sumri síðan. Fyrstu árin voru erlendir leiðbeinendur og fóru námskeiðin þá fram á ensku. Nú hafa tveir Íslendingar öðlast réttindi til þess að kenna á þessum námskeiðum, þau Valgerður Snæland Jónsdóttir skólastjóri og Sturla Kristjánsson sálfræðingur. Þeim til aðstoðar er undirrituð, Guðbjörg Emilsdóttir sérkennari. Þau þrjú hafa jafnframt réttindi til þess að leiðbeina kennurum úti í skólunum við að aðlaga Davis námstæknina starfi sínu ásamt því að vera Davis lesblinduráðgjafar. Námskeið í Davis námstækni eru haldin víða um heim, í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi, Sviss, Hollandi, Ástralíu og á Nýja Sjálandi, auk Íslands. Davis námstækni byggist á kenningum Ronald D. Davis sem skrifaði bókina „Náðargáfan lesblinda“. Bókin kom fyrst út ensku 1994 og hefur nú verið þýdd á 17 tungumál. Davis námstæknin er ætluð öllum 5 - 9 ára gömlum börnum og hugsuð sem aðferð til að fyrirbyggja sértæka námsörðugleika. Nemendum er kennd aðferð til þess að þjálfa sig í að halda athyglinni við það sem þeir eru að gera hverju sinni. Þeir læra slökun/ sleppingu og að stilla sína eigin orku með ímyndaðri orkuskífu. Þeim er kennt að lesa með skapandi aðferðum sem taka til allra skynfærniþáttanna, sjónar, heyrnar, snertingar og hreyfingar. Mikið er unnið með leir. Þessar aðferðir má nota einar sér eða samhliða öðrum lestrarkennsluaðferðum og geta þær jafnframt nýst í öllum námsgreinum. Davis námstæknin hefur góð áhrif á nemendur með ofvirkni og athyglisbrest og auðveldar kennurum að halda uppi aga í skólastofunni og eiga jákvæð samskipti við nemendur. Með því að fá þjálfun í þessari námstækni eru börnin betur búin undir ævilangan námsferil. Íslenskir kennarar sem nota Davis námstækni segja að þeir skilji nemendur sína betur en áður, þeir séu fljótari að greina vísbendingar um lestrar-, náms- og hegðunarörðugleika og jafnframt hafi þeir nú í höndunum tæki eða aðferð sem hjálpar þeim að grípa fyrr inn í á árangursríkan hátt. Flestum börnum líkar námstæknin vel. Þeim finnst gott að læra slökun og að stilla athygli sína og orku og segja að það auðveldi sér að lesa og læra. Flestum börnum finnst einnig gaman að leira. Næsta námskeið í Davis námstækni er fyrirhugað í ágúst 2008. Jafnframt því að halda þessi námskeið bjóða Valgerður, Sturla og undirrituð upp á fræðslufundi fyrir skóla og félagasamtök um Davis aðferðirnar, bæði námstækni og leiðréttingarnámskeið svo og aðstoð inn í þá skóla sem þegar eru byrjaðir að nota Davis námstækni og vilja fá ráðgjöf eða stuðning. Nánari upplýsingar um Davis námstækni og námskeiðin má finna á vefsíðunni www.lesblind.is og www.davislearn.com. Guðbjörg Emilsdóttir Höfundur er sérkennari, Dipl. Ed. og Davis ráðgjafi. Kylfingar í grunnskólum Reykjavíkur keppa Um miðjan september var haldið á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík golfmót grunnskólanna í Reykjavík. Þátttökurétt í mótið hafa allir sem starfandi eru við grunnskóla Reykjavíkur á viðkomandi skólaári. Úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar 1. sæti Jón Hafsteinn Karlsson 2. sæti Birgir Einarsson 3. sæti Pétur Orri Þórðarson Punktakeppni með forgjöf 1. sæti Páll Þórsson 2. sæti Örn Baldursson 3. sæti Gísli Sváfnisson Menntun ungra barna á fyrsta áratug 21. aldar er viðfangsefni bókarinnar. Sjónum er beint að leikskólanum og yngstu bekkjum grunnskólans, tengslum þessara skólastiga og þeim breytingum sem eiga sér stað þegar börn fara úr leikskóla í grunnskóla. Rýnt er í ólíka sögu, hefðir og þróun skólastiganna og greint frá rannsóknum á kennsluaðferðum og starfsháttum í leik- og grunnskólum. Dregnar eru saman rannsóknir á sjónarmiðum helstu hagsmunaaðila. Viðhorf barna til leikskólans og upphafs grunnskólagöngunnar eru skoðuð svo og viðhorf foreldra gagnvart þeim breyt- ingum sem verða þegar börn þeirra fara úr leikskóla í grunnskóla. Jafnframt er fjallað um viðhorf kennara og litið til kennsluaðferða og starfshátta sem henta báðum skólastigum. Bókina prýða ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur sem lýsa hversdagslífi og hugarheimi barna. Bókin er ætluð kennurum í leik- og grunnskólum, kennaranemum, stefnu- mótunaraðilum og öðrum sem láta sig varða menntun yngstu borgarana. Höfundur bókarinnar er dr. Jóhanna Einarsdóttir prófessor við Kennaraháskóla Íslands. Bókin er gefin út af Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna í samvinnu við Háskólaútgáfuna. Davis námstækni fyrir 5 -9 ára börn Tengsl leikskóla og grunnskólaLítil börn með skólatöskur DAVIS NÁMSKEIÐ, FRÉTTIR

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.