Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 16

Skólavarðan - 01.09.2007, Blaðsíða 16
16 SVæÐISÞING FT SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 7. ÁRG. 2007 Fjölmennt var á síðasta svæðisþingi Félags tónlistarskólakennara á þessu hausti en það var haldið á Hótel Sögu þann 21. september sl. Án þess að halla á nokkurn hátt á aðra á góðu málþingi með virkri þátttöku þingfulltrúa er óhætt að segja að fyrirlestur Ágústs Einarssonar rektors á Bifröst um UNESCO ritið Vegvísi fyrir listfræðslu (Road map for arts education) hafi kveikt flestar hugmyndir. Þar hafði hann þó dyggan en óbeinan stuðning af Laufeyju Ólafsdóttur tónlistarfulltrúa hjá Menntasviði Reykjavíkurborgar. Laufey hélt fyrirlestur sinn fyrir hádegi og sagði á lifandi og skemmtilegan hátt frá kynnisferð til Minnesota þar sem skoðuð var tónlistarkennsla í grunn,- framhalds- og tónlistarskólum. Í Minnesota er miklu fé varið til að búa skólana sem best út og áhersla lögð á að ala upp njótendur tónlistar með þátttöku allra, en að því er einnig vikið í ritinu sem Ágúst fjallaði síðan um eftir hádegi. Ágúst fór á kostum þegar hann útlistaði mikilvægi listfræðslu á 21. öld. „Til hvers erum við að ræða þetta hér?“ spurði Ágúst. „Til að fá betri laun í næstu kjarasamningum? Nei!“ Ágúst sagði umræðuna hins vegar örugglega hjálpa til og styðja við kröfugerð. Málið er það að við erum stödd í hringiðu fyrstu byltingar á atvinnuháttum mannsins frá því iðnbyltingin varð fyrir um 250 árum en hún var jafnframt sú fyrsta síðan maðurinn hóf skipulagða búsetu fyrir um 12 þúsund upprunnir í öðrum löndum. Og það er lýsandi fyrir hvað málið snýst um: hina alþjóðlegu sýn. Listfræðsla er vissulega forsenda hamingjuríks lífs en það er hæpið að kalla hana mannréttindi í þeim heimi sem við búum í. Förum varlega í hugtök en hugum að samhengi.“ Ágúst sagði að Vegvísirinn rökfærði mjög vel hvers vegna listfræðsla er jafnmikilvæg og raun ber vitni. „Það er auðveldara að rökfæra það að listin sé mannbætandi og að hún leiði til betri lífskjara en áður var. Menn vita ekki enn áhrif af samfélagsbreytingunum sem dynja yfir en það er þó ljóst að í þessu nýja samfélagi er aukin listfræðsla til bóta.“ Ágúst sagði það hlutverk kennara að átta sig á þessum miklu breytingum sem hefðu átt sér stað síðastliðin tíu ár og að þeir þyrftu að þekkja til menningariðnaðar og menningarstofnana. Þá væri mikilvægt árum. Byltingin nú er grundvölluð á tölvum og tækni og felur í sér aðþjóðavæðingu með öllu sem henni fylgir. Að loknu alræði frumframleiðslunnar í sögu mannsins tók iðnaðurinn við og síðasta öld var öld þjónustunnar. Öldin sem nú er nýhafin er hins vegar öld skapandi atvinnugreina, sem þá eru fjórða víddin í þessu samhengi. Áður en Ágúst vék beint að Vegvísinum tók hann vara við því að nota orðið mannréttindi af gáleysi eins og gert væri víða, m.a. þar. „Munum að það er ekki sjálfgefið að listfræðsla sé mannréttindi,“ sagði Ágúst, „í heimi þar sem fólk deyr úr hungri og þriðjungur mannkyns lifir í sárri fátækt. Hér inni,“ bætti hann við og benti út í salinn sem var þéttskipaður tónlistarskólakennurum af Suðurnesjum, Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu auk þess sem blaðamaður frétti af góðum gestum frá Vesturlandi, „eru margir Listfræðsla er og verður að vera miðlæg í samfélaginu segir Ágúst Einarsson og fær hljómgrunn í Vegvísi UNESCO BRÝNT AÐ EFLA LISTFRÆÐSLU Skapandi atvinnugreinar einkenna atvinnuhætti 21. aldarinnar og list- fræðsla er og þarf að vera miðlæg í samfélaginu. Þetta kemur fram í máli Ágústs Einarssonar rektors á Bifröst þar sem hann fjallar um nýlega útgefna skýrslu UNESCO um listfræðslu. Ljóst er að hér er á ferðinni umræða sem skólasamfélagið í heild þarf að ræða og verkefni sem þarf að móta fram á veginn. Tónlistarskólakennarar riðu á vaðið á svæðisþingum sínum nú í haustbyrjun og kalla eftir samræðu innan sinna raða og í samfélaginu í heild um þetta viðfangsefni. Lesið skýrslu UNESCO á vef Félags tónlistarskólakennara á www.ki.is í þýðingu Jóns Hrólfs Sigurjónssonar, formanns skólamálanefndar FT. Vegvísirinn slær því föstu, að sögn Ágústs, að listfræðsla hefur miðlæga stöðu í samfélaginu og mikilvægt sé að setja hana í forgrunn. „Við þurfum svo að finna út hvernig við fellum þessa hluti inn í skólakerfið vegna þess að ég hef aldrei hitt sérgreinakennara sem ekki telja brýnt að bæta hlut sinnar greinar – eins og eðlilegt er. Hvers vegna eigum við þá að leggja allt í listgreinarnar? Áður þurftu menn mest á stærðfræðinni að halda en nú er komið að listinni. Vegvísirinn svarar af hverju.“

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.