Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 67

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 67
66 Þjóðmál VOR 2012 þá, sem töldust óvinnufærir, en leið þeirra lá oftast beint í gasklefana . Öll börnin í lestinni voru send þangað, þar á meðal Denny litli Rosenthal, sem var að verða fjögurra ára . Til að forðast alla rekistefnu töluðu varðmennirnir vingjarnlega við þá fanga, sem merktir voru dauðanum . Þeir vísuðu þeim inn í skála og sögðu, að þeir ættu að taka sér steypibað og yrðu þess vegna að afklæðast . Fangarnir voru leiddir inn í sérstaka klefa, sem var snögglega læst, og banvænu gasi síðan hleypt á . Líkum var brennt samdægurs . Siegbert var í hópi hinna, sem ekki voru myrtir strax, af því að þeir töldust vinnufærir . Þeir voru sendir í sótthreinsun, hár þeirra rakað af, þeim fengnir búningar með svörtum, lóðréttum röndum og kennitala flúruð í húð þeirra . Siegbert bar töluna 107933 .8 Hann stundaði þrælavinnu í Buna­verksmiðjunni, sem var innan búðanna í Auschwitz, en þar framleiddi þýska fyrirtækið I . G . Farben gervigúmmí, aðallega til hernaðarnota . Dagurinn í Auschwitz var tilbreytingar­ snauður . Vinnuþrælarnir voru reknir á fætur við sólarupprás og látnir gegna nafnakalli úti fyrir, og gat það tekið langan tíma í misjöfnum veðrum . Þegar hlé var gert á stritinu, biðu þeir í löngum röðum eftir mat sínum, sem var naumt skammtaður . Við sólarlag sneru þeir aftur til svefnskála sinna, gegndu öðru nafnakalli og gengu til hvílu .9 En einn góðan veðurdag í júní 1943 var Siegbert Rosenthal kvaddur frá vinnu sinni . Hann var ásamt hátt í tvö hundruð öðrum föngum látinn bíða við sjúkraskýli í húsi nr . 28 í búðunum . Þar birtist maður í einkennisbúningi höfuðsmanns í SS og skipaði föngunum að afklæðast . Hann tók upp mælitæki og kallaði fangana fyrir sig hvern af öðrum, horfði á þá þegjandi í eina eða tvær mínútur, fyrst andlitið, en renndi síðan augum eftir líkömum þeirra . Sumum vísaði hann burt formálalaust, en aðra mældi hann hátt og lágt, sérstaklega höfuðlagið . Alls voru 115 fangar valdir úr, nær allir gyðingar . Konurnar í hópnum voru sendar í einn skála og karlarnir í annan . Næstu daga skoðaði SS­maðurinn fangana nánar ásamt aðstoðarmanni, og voru jafnvel tekin mót af höfðum sumra þeirra . Taugaveiki hafði stungið sér niður í búðunum, og voru fangarnir settir í einangrun í nokkrar vikur . Siegbert Rosenthal og samfangar hans voru síðan reknir inn í flutningalest 30 . júlí 1943 . Hún hélt vestur á bóginn, til Natzweiler­ fangabúðanna í Elsass, nálægt Strassborg . Höfuðsmaðurinn í SS, sem valdi úr Sieg bert Rosenthal og samfanga hans, hét Bruno Beger . Hann var í Auschwitz á vegum rann sóknarstofnunar SS, Ahnenerbe, sem kalla mætti Arfleifðina á íslensku . Foringi SS, Heinrich Himmler, hafði sett þá stofnun upp árið 1935, og var Wolfram Sievers framkvæmdastjóri . Átti stofnunin að rannsaka germanskan menningararf, en einnig muninn á kynþáttum . Veitti hún fræðimönnum styrki til rannsókna og sendi jafnvel leiðangra í fjarlæg lönd . Í stríðinu hóf stofnunin tilraunir á mönnum . Rann sakaði hún meðal annars kuldaþol einstaklinga og viðbrögð við eiturefnum . Voru mörg tilraunadýrin gyðingar, og létu sumir lífið eða hlutu ævilöng örkuml af þeim sökum . Í miðju stríði uppgötvuðu sérfræðingar Ahnenerbe, að þeir ættu ekki nógu margar höfuðkúpur af gyðingum til kynþáttarannsókna . Erindi Brunos Begers í Auschwitz var að bæta úr því . Áttu rannsóknirnar að fara fram undir umsjón SS­læknisins Augusts Hirts, prófessors í líffærafræði í Strassborgarháskóla . Þegar Siegbert Rosenthal og samfangar hans komu í Natzweiler­búðirnar í júlílok 1943, lét Hirt taka röntgenmyndir af höfuðkúpum þeirra allra . Hann notaði líka tækifærið til að fylgja eftir einu áhugamáli nasista, en það var, hvernig gera mætti karla ófrjóa .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.