Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 72

Þjóðmál - 01.03.2012, Qupperneq 72
 Þjóðmál VOR 2012 71 Sendu Kress og aðrir þeir fangar, sem nú voru lausir og búsettir höfðu verið á Íslandi, þegar kveðjur frá Gautaborg til fjölskyldna sinna á Íslandi .31 Fangarnir voru síðan fluttir til Þýskalands . Að styrjöld lokinni hóf Kress 1945 kennslu í skólum í Mecklenburg, nyrst á hernámssvæði Rússa . Íslensk kona hans, Kristín Anna Kress, hafði eftir mikið þóf útvegað honum leyfi til að snúa aftur til Íslands .32 Kom hún að sækja hann haustið 1947, þar sem hann bjó í smáþorpinu Rambeel austur af Lýbiku .33 En Kress vildi ekki hverfa aftur til Íslands . Í Þýskalandi hafði hann kynnst tíu árum yngri konu, Margarete Peetske, sem átti einn son fyrir . Þau Kress og Kristín Anna skildu að lögum 1950, og Kress kvæntist óðar Margarete og eignaðist með henni tvær dætur, Elke og Anke . Nú hafði Þýska alþýðulýðveldið, DDR, verið stofnað á hernámssvæði Rússa, og stjórnuðu kommúnistar þar með harðri hendi í skjóli Rauða hersins . Kress varð brátt skólastjóri í bænum Redewisch, rétt austan landamæranna við Vestur­Þýskaland . Í grenndinni var háskólinn í Greifswald, og þar hafði starfað Norræn stofnun, Nordische Institut, allt frá 1918 . Stofnunin var endur­ reist árið 1954, og varð norrænufræðingur­ inn dr . Ruth Dzulko forstöðumaður . Hún hafði stundað íslensku nám í Háskóla Íslands 1937–1938 og talaði málið reiprennandi .34 Öryggismálaráðuneyti Austur­Þýskalands, Bruno Kress var félagi nr . 3 .401 .317 í þýska nas ista­ flokknum . Á meðan hann var styrkþegi rann sókn ar­ stofnunar SS, Ahnenerbe, undirritaði hann jafnan bréf til hennar með Hitlerskveðju . Stasi, hafði rækilegt eftirlit með þegnum ríkisins . Það fór þess á leit við Dzulko, að hún njósnaði um starfssystkini sín . Dzulko vildi ekki gera það og flýði vestur á bóginn 1955 . Þá var málfræðingur einn fenginn til að veita stofnuninni forstöðu til bráðabirgða, en 1956 var virtur mið aldafræðingur, dr . Hans­ Friedrich Rosen feld, ráðinn forstöðumaður . En hann var tregur til að beita stofnuninni í þágu komm únista, svo að stjórn flokksdeildar komm únista í Rostock­héraði ákvað í árs­ byrjun 1957 að víkja honum frá og ráða Bruno Kress í hans stað . Í skýrslu til flokks­ deildarinnar um þær mundir skrifaði Kress: Prófessor Rosenfeld hafði engan skilning á nýjum verkefnum og sjónarmiðum stofn­ unarinnar . Hann vildi ekki víkka svið norrænna fræða út yfir hið málvísinda­ lega, var ófús að veita forstöðu stofnun með stjórnmálaverkefni og lét eins og til væru stofnanir, sem ekki hefðu einhver stjórnmálaverkefni .35 Næstu ár vann Kress ósleitilega með yfir­ manni flokksdeildarinnar í Rostock­héraði, Karli Mewis (sem hafði dvalist í nokkur ár í Svíþjóð og hafði sérstakan áhuga á Norðurlöndum), að því að „víkka svið norrænna fræða út yfir hið málvísindalega“ . Sænskulektor, sem ekki var þóknanlegur kommúnistum, var til dæmis rekinn, en þrír lektorar ráðnir í Norðurlandamálum . Það var eitt fyrsta verk Brunos Kress, eftir að hann varð forstöðumaður Norrænu stofnunarinnar í Greifswald, að taka upp samband við íslenska kommúnista og sósíal­ ista . Ritstjórar Þjóðviljans, Magnús Kjart ­ ansson og Magnús Torfi Ólafsson, heim­ sóttu hann í boðsferð vorið 1958 . „Dr . Kress er maður hressilegur og talar reiprennandi íslensku,“ skrifaði Magnús Torfi í blað sitt .36 Í maí 1958, skömmu eftir heimsókn þeirra nafna til Greifswald, hélt Kress til Íslands í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.