Þjóðmál - 01.06.2012, Page 43

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 43
42 Þjóðmál SUmAR 2012 erlendra aðila bætast krónueignir íslenskra fjárfesta sem læstar eru í landinu og kynnu að leita út fyrir landsteinana við afnám hafta . Enda virðast margir komnir á þá skoðun að eina leið okkar úr höftunum sé upptaka annarrar myntar með formlegri aðild að myntsamstarfi . Aðrir álíta að þrátt fyrir allt sé önnur lausn til á vandanum, lausn sem krefjist ekki upptöku annarrar myntar . Margir þeirra telja helsta ágalla leiðar Seðlabankans hversu hægt hefur gengið að ýta aflandskrónueig­ endum úr landi . Lausnin á þessum vanda sé að veita aflandskrónueigendum sterka hvata til að taka þátt í útboðum Seðlabankans, stilla þeim nánast upp við vegg . Þetta megi til að mynda gera með því að gera þeim grein fyrir því að losi þeir ekki krónur sínar úr landi í útboðum Seðlabankans verði þær fastar hér um lengri tíma eftir að gjaldeyrishöftum er að öðru leyti aflétt .2 Önnur leið, sem nefnd hefur verið, er að setja sérstakan, háan útgönguskatt á aflandskrónur þegar frjálsir fjármagnsflutningar verða heimilaðir á nýjan leik .3 Ýmsar spurningar vakna þegar úrræði af þessu tagi eru nefnd sem lúta bæði að hag­ rænum og lagalegum álitamálum . Hvað sem þeim líður þá hef ég sannfærst um að framkvæmdalegir annmarkar útiloki í reynd leiðir sem byggja á framangreindum afar­ kostum sem aflandskrónueigendum verði settir . Verði gjald eyrisviðskipti frjáls að öðru 2 Fjöldi hagfræðinga hefur talað fyrir þessari leið . Friðrik Már Baldursson gerði grein fyrir einni mögulegri útfærslu í erindi sínu á nýlegri ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins (sjá, http://www .sa .is/files/20120516­SA­Fridrik_Baldurs­ son_2021759322 .pdf) . Yngvi Örn Kristinsson viðraði svipaða hugmynd á fundi Félags viðskipta­ og hagfræðinga 22 . mars . Skýrsla hóps sérfræðinga, sem Viðskiptaráð hafði forgöngu um útgáfu á, viðrar einnig þennan möguleika þótt í henni sé stefnt að afnámi hafta á allar krónueignir á sama tíma (sjá, http://www .vi .is/files/2011 .12 .14­Afnamsa­ aetlun_409288260 .pdf) . 3 Áætlun Samtaka atvinnulífsins um afnám gjaldeyrishafta leggur til að þessi leið verði farin ef þörf reynist . (sjá, http:// www .sa .is/files/Áætlun%20SA%20um%20afnám%20 gjaldeyrishafta%202012_1349650619 .pdf ) . leyti fæ ég ekki séð hvernig megi fyrirbyggja að aðilar, sem mega skipta krónum í erlenda gjald miðla, eigi viðskipti á bak við tjöldin við aflands krónueigendur . Þannig verður hótunin um að festa þær krónur marklítil . Fleiri leiðir hafa verið nefndar, s .s . skiptigengisleið Lilju Mósesdóttur . Hún gengur út á að aflandskrónueigendum verði boðið að fjárfesta til langs tíma . Krónueign þeirra sem hafni því verði færð niður áður en skipti í erlenda mynt er heimiluð . Í nýlegri grein gefur Lilja til kynna að niðurfærsla kynni að nema 80% .4 Að mínu viti verður að gjalda varhug við þessari leið og öllum leiðum sem gera ráð fyrir annarri meðferð aflandskróna en annarra króna í afnámsferlinu . Slíkar aðgerðir hlyti að þurfa á byggja á grunni neyðar réttar með vísan til almannahags­ muna . Erfitt er að færa sönnur á þá neyð sem gæti réttlætt þessi úrræði . Reikna verður með að aflandskrónueigendur myndu leita réttar síns . Yrði hægt að afnema höftin við þær aðstæður? Þá verður að huga að orðspori landsins . Það er eitt að grípa til neyðarráðstafana þegar raunveruleg neyð er fyrir hendi . Það er annað þegar aðstæður eru í líkingu við þær sem við nú búum við . Helst virðist eiga að réttlæta þær með því að í landinu séu miklar krónueignir í eigu útlendinga . Það er tæplega nægileg réttlæting fyrir svo afdrifaríkum aðgerðum . Það yrði að færa fyrir því óyggjandi rök að miklir almanna­ hagsmunir væru að veði og önnur vægari úrræði stæðu ekki til boða . Annars væru send afgerandi skilaboð um hvað stjórn­ völd telji boðlega hegðun gagnvart erlend ­ um fjármagnseigendum . Hvaða gögn um væri hægt að tefla fram í þeim mál flutn ingi? Styðja niðurstöður útboða Seðla bank ans hann? 4 Sjá, http://liljam .is/greinasafn/2012/april­2012/skipti­ gengis leidin­skapar­samstodu/ .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.