Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 43

Þjóðmál - 01.06.2012, Qupperneq 43
42 Þjóðmál SUmAR 2012 erlendra aðila bætast krónueignir íslenskra fjárfesta sem læstar eru í landinu og kynnu að leita út fyrir landsteinana við afnám hafta . Enda virðast margir komnir á þá skoðun að eina leið okkar úr höftunum sé upptaka annarrar myntar með formlegri aðild að myntsamstarfi . Aðrir álíta að þrátt fyrir allt sé önnur lausn til á vandanum, lausn sem krefjist ekki upptöku annarrar myntar . Margir þeirra telja helsta ágalla leiðar Seðlabankans hversu hægt hefur gengið að ýta aflandskrónueig­ endum úr landi . Lausnin á þessum vanda sé að veita aflandskrónueigendum sterka hvata til að taka þátt í útboðum Seðlabankans, stilla þeim nánast upp við vegg . Þetta megi til að mynda gera með því að gera þeim grein fyrir því að losi þeir ekki krónur sínar úr landi í útboðum Seðlabankans verði þær fastar hér um lengri tíma eftir að gjaldeyrishöftum er að öðru leyti aflétt .2 Önnur leið, sem nefnd hefur verið, er að setja sérstakan, háan útgönguskatt á aflandskrónur þegar frjálsir fjármagnsflutningar verða heimilaðir á nýjan leik .3 Ýmsar spurningar vakna þegar úrræði af þessu tagi eru nefnd sem lúta bæði að hag­ rænum og lagalegum álitamálum . Hvað sem þeim líður þá hef ég sannfærst um að framkvæmdalegir annmarkar útiloki í reynd leiðir sem byggja á framangreindum afar­ kostum sem aflandskrónueigendum verði settir . Verði gjald eyrisviðskipti frjáls að öðru 2 Fjöldi hagfræðinga hefur talað fyrir þessari leið . Friðrik Már Baldursson gerði grein fyrir einni mögulegri útfærslu í erindi sínu á nýlegri ráðstefnu Samtaka atvinnulífsins (sjá, http://www .sa .is/files/20120516­SA­Fridrik_Baldurs­ son_2021759322 .pdf) . Yngvi Örn Kristinsson viðraði svipaða hugmynd á fundi Félags viðskipta­ og hagfræðinga 22 . mars . Skýrsla hóps sérfræðinga, sem Viðskiptaráð hafði forgöngu um útgáfu á, viðrar einnig þennan möguleika þótt í henni sé stefnt að afnámi hafta á allar krónueignir á sama tíma (sjá, http://www .vi .is/files/2011 .12 .14­Afnamsa­ aetlun_409288260 .pdf) . 3 Áætlun Samtaka atvinnulífsins um afnám gjaldeyrishafta leggur til að þessi leið verði farin ef þörf reynist . (sjá, http:// www .sa .is/files/Áætlun%20SA%20um%20afnám%20 gjaldeyrishafta%202012_1349650619 .pdf ) . leyti fæ ég ekki séð hvernig megi fyrirbyggja að aðilar, sem mega skipta krónum í erlenda gjald miðla, eigi viðskipti á bak við tjöldin við aflands krónueigendur . Þannig verður hótunin um að festa þær krónur marklítil . Fleiri leiðir hafa verið nefndar, s .s . skiptigengisleið Lilju Mósesdóttur . Hún gengur út á að aflandskrónueigendum verði boðið að fjárfesta til langs tíma . Krónueign þeirra sem hafni því verði færð niður áður en skipti í erlenda mynt er heimiluð . Í nýlegri grein gefur Lilja til kynna að niðurfærsla kynni að nema 80% .4 Að mínu viti verður að gjalda varhug við þessari leið og öllum leiðum sem gera ráð fyrir annarri meðferð aflandskróna en annarra króna í afnámsferlinu . Slíkar aðgerðir hlyti að þurfa á byggja á grunni neyðar réttar með vísan til almannahags­ muna . Erfitt er að færa sönnur á þá neyð sem gæti réttlætt þessi úrræði . Reikna verður með að aflandskrónueigendur myndu leita réttar síns . Yrði hægt að afnema höftin við þær aðstæður? Þá verður að huga að orðspori landsins . Það er eitt að grípa til neyðarráðstafana þegar raunveruleg neyð er fyrir hendi . Það er annað þegar aðstæður eru í líkingu við þær sem við nú búum við . Helst virðist eiga að réttlæta þær með því að í landinu séu miklar krónueignir í eigu útlendinga . Það er tæplega nægileg réttlæting fyrir svo afdrifaríkum aðgerðum . Það yrði að færa fyrir því óyggjandi rök að miklir almanna­ hagsmunir væru að veði og önnur vægari úrræði stæðu ekki til boða . Annars væru send afgerandi skilaboð um hvað stjórn­ völd telji boðlega hegðun gagnvart erlend ­ um fjármagnseigendum . Hvaða gögn um væri hægt að tefla fram í þeim mál flutn ingi? Styðja niðurstöður útboða Seðla bank ans hann? 4 Sjá, http://liljam .is/greinasafn/2012/april­2012/skipti­ gengis leidin­skapar­samstodu/ .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.