Þjóðmál - 01.06.2012, Page 49

Þjóðmál - 01.06.2012, Page 49
48 Þjóðmál SUmAR 2012 Krónueignir innlendra aðila Eins og kom fram hér að framan hefur afnámsáætlunin ekki veitt upplýsingar um óþreyju innlendra krónueigenda að flytja hluta eignasafns síns úr landi . Áður en höftin eru afnumin er nauðsynlegt að fá mælingu á þessu . Þetta má gera með útboðum og jafnvel könnunum . 16 Líklegt er að óþreyja þessara aðila, sem og annarra, vaxi eftir því sem höftin dragast á langinn enda er í mörgum tilfellum verið að hindra eðli lega dreifingu eignasafns innlendra fjár­ festa . Mjög hefur verið biðlað til lífeyrissjóða um að færa fjármuni til landsins í þeim tilgangi að losa út aflandskrónueigendur og hafa þeir flutt nokkra fjármuni til landsins í þeim tilgangi . Eru erlendar eignir nú innan við fjórðungur af eignasafni þeirra . Ekki er ráðlegt að ganga lengra í þessum efnum og reyndar má færa fyrir því góð rök að þegar hafi verið fulllangt gengið . Heilbrigð skynsemi segir okkur að lífeyrissjóðirnir færu varlega í flutning fjármuna á erlenda grund fyrst um sinn eftir afnám gjaldeyrishafta . En mögulega mætti búa formlega þannig um hnútana með samkomulagi milli lífeyrissjóða og stjórnvalda .17 Trúverðug efnahagsstefna er lykillinn að afnámi hafta Þá eru ótaldir aðrir innlendir krónu­eigendur . Um afstöðu þeirra vitum við lítið og hana þyrfti að kanna eins og áður er vikið að . Gjörðir þeirra, sem og annarra, ráðast líklega fyrst og fremst af trú þeirra 16 Niðurstöður úr könnunum yrði ávallt að taka með ákveðn um fyrirvara en þær gætu þó veitt tilteknar upp lýs­ ingar . 17 Áætlun SA leggur til að samið verið við lífeyrissjóðina og hygg ég að ríkur vilji yrði meðal þeirra til að ná samn­ ingum . á íslensku efnahagslífi . Á endanum skiptir trúverðug efnahagsstefna meira máli en allar aðrar ráðstafanir samanlagt við afnám hafta . Gríðarlegar fjárhæðir eru í reynd hvikar, þ .e . gætu leitað út úr hagkerfinu með skömmum fyrirvara . En þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri . Þetta á við öll nútímahagkerfi . Ómögulegt er að gera sérstakar ráðstafanir vegna alls þessa fjár . Hægt er að byggja inn ákveðnar almennar hraðatakmarkanir, s .s . almennan tímabundinn útgönguskatt á fjármagnshreyfingar við afnám hafta og, til framtíðar litið, inngönguskatt við ákveðnar aðstæður .18 Ákvörðun um að einblína fyrst um sinn á aflandskrónur í afnámsferlinu var misráðin að mínu viti . Reynt hefur verið að hvetja aflandskrónueigendur til þátttöku í gjaldeyrisútboðum með því að skapa væntingar um langvinn höft . Ekki er hægt að stýra væntingum aflandskrónueigenda án þess að skapa svipaðar væntingar meðal annarra . Þetta hefur dregið úr trú á efnahagsstefnu stjórnvalda og minnkað áhuga á krónueignum . Nær hefði verið að gera trúverðugleika efnahagsstefnunnar að hryggjarstykkinu í áætlun um losun gjaldeyrishafta . Þannig hefðu aðgerðir í efnahagsmálum verið órjúfanlegur þáttur af afnámsáætluninni . Sú áætlun hefði m .a . átt að skerpa á jákvæðri afstöðu stjórnvalda til erlendrar fjárfestingar og skýra fyrirætlanir þeirra í auðlindamálum . Þetta hefði krafist þess að stjórnvöld væru mjög samstíga í stefnu sinni og aðgerðum . Mismunandi afstaða stjórnarliða innbyrðis í lykilmálum gerir nálgun af þessum toga erfiða í framkvæmd . Þar með er ég ekki að halda því fram að ekkert hafi áunnist í að byggja upp trú á íslensku efnahagslífi í kjölfar hruns 18 Sá útgönguskattur ætti þó að sjálfsögðu ekki við þá fjármuni sem skilgreindir eru sem nýfjárfesting í lögum um gjaldeyrismál .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.