Þjóðmál - 01.03.2014, Side 21

Þjóðmál - 01.03.2014, Side 21
20 Þjóðmál voR 2014 Fyrir tíu árum varð ég ástfangin af Indverja og eignaðist nýtt heimaland . Hann hvatti mig til að taka það gott og gilt eins og það kom fyrir . Þegar ég kynntist eiginmanni mínum hafði ég árum saman skrifað sem blaða maður um fátækustu samfélög Bandaríkj anna og velt fyrir mér hvað þyrfti til að rífa sig upp úr fátækt í einu auðugasta landi heims . Sambærilegar spurn ingar héldu áfram að naga mig þegar ég kom til Indlands, lands sem var að eflast og þar sem velmegun fór vaxandi; landið var þó enn heim kynni þriðjungs allra fátæklinga í heim inum og fjórðungs þess fólks sem bjó við hungurmörk . Ég missti fljótt þolinmæðina með átak an­ legum ljós mynd um af fátæktinni á Ind landi: grindhoruðum börn um með flugur í augum og öðrum táknmyndum ömur leik ans sem óhjákvæmilega urðu á vegi manns innan fimm mínútna frá því að gengið var inn í fátækrahverfi . Í mínum huga — og að mínu mati í huga foreldra flestra fátækra barna í öllum löndum — var mikil vægara að spyrja um það sem lengri tíma tekur að greina . Hvernig eru innviðir tækifæra í þessu þjóð­ félagi? Undir hvaða hæfi leika ýta markaðurinn og stefna stjórn valda í efnahags­ og félags­ málum? Hvaða hæfileikum er sóað? Hvernig geta þessi grindhoruðu börn vaxið upp og losnað úr viðjum fátæktar? Annars konar spurningar sóttu líka á mig um hinn djúp stæða og ríkjandi ójöfnuð — sem er eins og kennimark svo margra borga samtímans . (Fræðimenn, sem kortleggja stig mismununar auðugra og fátækra, telja að ójöfnuðurinn sé næstum jafn mikill í New York og Washington og í Nairobi og Santiago .) Sumir álíta svona kortlagningu á auði og fátækt sið ferðis legar vangaveltur . Ég velti fyrir mér hvers vegna ekki er fremur litið á þetta sem praktísk vandamál . Þegar allt kemur til alls eru fátæklingarnir fleiri en auðuga fólkið í risaborgum heims ins / . . . / Hvers vegna hrynja ekki fleiri þjóðfélög, þar sem misrétti er ríkjandi, innan frá? / . . . / Mér hafði fundist að skortur væri á bókum um Indland sem voru ekki skáld­ sögur: á íhugulum frásögnum af því hvernig lágtekjufólki — einkum kon um og börnum — farnaðist á tímum alþjóða markaðsvæð­ ingar . Ég hafði lesið frásagnir af fólki sem var að endurskapa sjálft sig og ná undraverðum árangri í hugbúnaðargeiran um á Indlandi, frásagnir sem stundum létu hjá líða að nefna forréttindi á borð við að vera af réttri stétt, fjölskylduauð og menntun í einkaskóla . Ég hafði lesið frásagnir af eins konar dýrlingum í fátækra hverfum sem sátu í gildru á einsleitum og ömurlegum stað — þangað til bjargvættir (oft hvítir Vestur landabúar) komu á þeysireið til að bjarga þeim . Ég hafði lesið frásagnir af glæpa mönnum og eiturlyfjabarón um sem spýttu úr sér orðaforða sem Salman Rushdie hefði öfundað þá af . Fátækrahverfisbúarnir, sem ég hafði þegar Katherine Boo Fátæklingarnir í Mumbai

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.