Þjóðmál - 01.03.2014, Page 42

Þjóðmál - 01.03.2014, Page 42
 Þjóðmál voR 2014 41 gleymd ur, breskur embættismaður Arthur Salter að nafni, hinn var Frakkinn Jean Monnet, fyrrverandi sölumaður á koníaki fjöl skyldu fyrirtækis síns . Árið 1917 var þeim orðið svo nóg boðið af vandræð unum við að leigja skip vegna allra alþjóð legu hags mun anna sem þurfti að virða að þeir tóku að gæla við róttæka hugmynd . Þeir voru sammála um að til sögunnar yrði að koma aðili með „yfirþjóðlegt“ vald til að slá haldi á skip án tillits til sjónarmiða eigenda þeirra eða ríkisstjórnar nokkurs lands . Árið 1919 hófu þessir tveir menn störf sem háttsettir embættismenn hins nýja Þjóða bandalags: Jean Monnet varð vara­ fram kvæmdastjóri og Salter sá um að Þjóð verjar greiddu stríðsskaðabæturnar . Þeir hrifust af boðskapnum um að þeir og sam starfsmenn þeirra ættu að víkja hags­ munum einstakra þjóða til hliðar og vinna í þágu háleitari alþjóðlegra markmiða . Á þriðja áratugnum varð þeim þó enn á ný nóg boðið, nú vegna þess sem þeir og margir aðrir töldu höfuðmeinsemdina í starfi Þjóðabandalagsins . Þar hefði hver þjóð neitunarvald — Monnet kallaði það „þjó ðlega sjálfselsku“ sem hefði leitt til styrjaldarinnar og kynni að geta af sér aðra . Undir lok áratugarins, þegar Banda ríkja ­ menn höfðu sagt skilið við Þjóða banda ­ lagið og Evrópumenn sátu þar nær einir, hafði Salter þróað hugmyndir þeirra í nýja átt . Í bók sem hann sendi frá sér árið 1931, The United States of Europe — Banda ríki Evrópu — lagði hann til að fjór um megin­ stofnunum bandalagsins: skrif stofuráðinu sem réð ferðinni, ráð herra ráðinu, þinginu og dómstólnum, yrði breytt í „ríkisstjórn Evrópu“ sem yrði haldið gang andi af teknó­ krötum eins og honum sjálfum í skrif stofu­ ráði sem yrði hafið yfir hags muni einstakra þjóða . Þessi nýja stofnun fengi „yfirþjóð­ Í bók sem Salter sendi frá sér árið 1931, The United States of Europe — Banda ríki Evrópu — lagði hann til að fjór um megin­ stofnunum Þjóðabandalagsins: skrif stofuráðinu sem réð ferðinni, ráð herra ráðinu, þinginu og dómstólnum, yrði breytt í „ríkisstjórn Evrópu“ sem yrði haldið gang andi af teknó krötum eins og honum sjálfum í skrif­ stofu ráði sem yrði hafið yfir hags­ muni einstakra þjóða . Þessi nýja stofnun fengi „yfirþjóð legt“ vald þar sem fulltrúar einstakra þjóða ættu engan atkvæðisrétt .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.