Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 6
\)imr< 6 Fimmtudagur 21. janúar 1988 jUUU „Tvisvar tólfa í vetur66 „Þctta hefur gengið ágætlega í vetur, - eiginlega besti ár- angurinn hjá mér frá því ég byrjaði að spila í getraunum l'yrir 10 árum síðan“, segir næsti spekingur, Jón Einarsson, múrari úr Grindavík. Já, Jón hefur spilað mikið í getraunum í þessi 10 ár en ekki unnið neitt að ráði fyrr en í fyrra og nú í ár. „Ég er búinn að ná 12 réttum tvisvar á þessu tímabili og nokkrum sinnum 11 réttum - og ég hef unnið mér inn rúmlega 120 þús. í fyrra vann ég einu sinni 50.000, þannig að ég er nokk vel í plús. Ég tippa fyrir svona 2000 kr. á viku og svo tökum við saman ég og einn kunningi minn og fyllum út kerfi þegar potturinn er stór. Sjálfur spila ég á lítið kerfi sem er með ijóra gráa seðla, - og það hefur gefist vel, en það er heima- tilbúið kerfi. Uppáhaldslið? Ég er einn af íjölmörgum púlurum hér á Suðurnesjum,- alveggallharður. Mínir menn eru aldeilis á siglingu núna og þeir vinna deildina létt. Ég spái því að þeir vinni líka bikarinn og fái tvöfalt í ár“, sagði Jón Einarsson. Heildarspá Jóns: Charlton - Liverpool ... 2 Chclsea - Eortsmouth .... 1 Coventry - Luton ....... 1 Derby - Q.P.R........... X Everton - Wimbledon.... 1 Newcastle - Tottenham ... 2 Oxford - Sheff. Wed....1 Southampton - Norwich . . 1 Watford - N. For. (sjonv.t.) .. 2 Ipswich - Blackburn .... 1 Man. City - Aston Villa X Middlesbro - Cr. palace .. 1 Gísli með sex rétta Gísli Torfason, einn af Fjölbrautaskólakennurum sem spila af krafti í getraunum, náði miðlungs árangri - fékk 6 rétta. Nú er bara að sjá hvort Grindvíkingurinn snjalli komist í úrslitakeppnina sem nálgast óðum . . . Hús og lóðir við Keflavíkurhöfn Til sölu eru eignir Hraðfrystistöðvarinnar i Keflavík, þ.e. fiskverkunarhúsin að Víkur- braut 2 og 4; skemma að Vatnsnesvegi 5 og byggingarlóð að Vatnsnesvegi 3. Eignirnar seljast í hlutum eða allarsaman. LÖGMENN GARÐAR OG VILHJÁLMUR Hafnargötu 31, Keflavik Simi 92-11733 ____orðvar______________ Vaknaðu, maður... Vaknaðu, maður, ef þú vill ckki týna lífinu í umferð- inni einhvern daginn. 10% aukning umferðarslysasl. ár er óhugnanlcg staðreynd. Enn sorglegra er að 25 manns létust í í umferðar- slysum og 1038 slösuðust al- varlega. Aldrei í tnanna minnum hafa samt aksturs- skilyrði verið betri en allt siðasta ár samfleytt. Unt- ferðarlagabrot, önnur en stöðumælabrot, voru ásl. ári 14.834 í Reykjavík einni. l>ar af voru 5.507 ökuhraða- brot. Konur eiga lítinn þátt í þessutn ósköpum. Þeirra lilutur var aðeins um 18%. Frá því hægri umferðin var tekin upp árið 1968 og til dagsins í dag liefur bilutn Ijölgað úr 40 þúsund í 135 þúsund bíla. Gatna- og vega- kerfið hefur ekki nærri fylgt þessari öru þróun. En þessu tvennu verður ekki kennt um. Hverjareru framfarirn- ar í umferðarmenningunni sl. 20 ár? Hafa þær fylgt þróuninni? Um allt land eru slarfandi uinferðarráð, umferðar- nefndir og ótal klúbbar um öruggan akstur. Margra ára herferð gegn umferðarslys- um hefur vissulega borið ein- hvern árangur. Hvernig væri ástandið annars? En meira má, ef duga skal. Sem betur fer aka lang- llestir gætilega og sam- kvæmt settum reglutn, og eru nokkuð öruggir með sjálfa sig. Þeir telja sig gjör- þekkja bílinn sinn og utn- hverfið sitt eins og stofugólf- ið heiina. Þeir hafa sutn sé fullkomið vald á þessu öllu og trúa því, að ekkert geti komið í veg fyrir þá í um- ferðinni. Sjálfsöryggið er góður og nauðsynlegur kostur, en þeir eru bara ekki einir í umferðinni. Þrælklár og öruggur bílstjóri getur hæglega ruglast í ríminu þegar hann mætir tveimur bandóðum ökuföntum sam- siða á Grindavíkurveginum á 170 km einvígisspyrnu- hraða. Hvað gerirsáöruggi, cl' hann lifir af stefnuinótið? Klöngrast liann bölvandi upp á veginn aftur og heldur ferð sinni áfrain, eins og ekkert liafi skeð? Eða liefur hann strax samband við lögregl- una og skýrir henni frá dauðagildrunni á þessari leið, og hvaða bílar áttu þar í lilut? Mýmörg dæmi eru utn menn, sein liafa orðið að aka út af veginum til að forða sér frá útúrdrukknum ökumönn- um. í flestum tilfellum ber slíkt svo brátt að, að skrán- ingarnútner sökudólgsins næst ekki. Oft er illmögu- legt að gera lögreglu viðvart fyrr en slys hefur hlotist af. Svo er líka til fólk, sem álítur það vinar- greiða að þegjayfirölvunar- akstri nágranna sinna. Það er einmitt meinið. Það lilýtur að vera óhugguleg reynsla, að vakna upp við það að vinurinn er búinn, með glannaskap, að valda einhverjum nákomnum ætt- ingja ævilangri örkuml eða dauða. Almenn umferðarmenn- ing, hvort sem akandi eða gangandi á í hlut, virðist vera á satna stigi og þegar fyrsti bíllinn kont til lands- ins. Með sameiginlegu átaki er hægt að fækka umferðar- slysum til rnuna, það sýndi sig 1968, en það má aldrci slaka á. Vaknaðu, maður, og bjargaðu mannslífi. Gjaldheimta Suðurnesja auglýsir Afgreiðsla Gjaldheimtu Suðurnesja verður opnuð fimmtudaginn 21. janúar 1988. Fyrst um sinn verður opið alla virka daga frá kl. 9.15-12 og 13-16. Til að byrja með tekur Gjaldheimta Suðurnesja aðeins við stað- greiðslu opinberra gjalda samkvæmt lögum nr. 45/1987. Önnur gjöld skal greiða hjá þeim aðilum sem hafa hingað til séð um inn- heimtu þeirra. Gjaldheimta Suðurnesja Grundarvegi 23, II. hæð 260 Njarðvík, S. (92) 15055 NÝTT SÍMANÚMER TiKUR GILDI 25. IANÚAR 92-15 600 VCRZLUNflRBflNKINN VATNSNESVEGI14, KEFLAVÍK.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.