Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 15
\)ÍKUR jtíttií' Fimmtudagur 21. janúar 1988 15 Fyrstu SUBARU- bílarnir af henti r Á mánudag fór fram af- hending fyrstu Subarubíl- anna sem lentu í snjóflóðun- um í Drammen í Noregi og Keflvíkingarnir í Hag-port fluttu inn. Var fyrsti bíllinn afhentur með dálítilli athöfn en kaupandi hans var kona í Reykjavík. Áður hafði bíll- inn verið skráður í bifreiða- eftirlitinu í Keflavík. í vikunni er skip væntan- legt með hina 144 bílana sem þeir félagar keyptu ytra. Sem kunnugt er af fréttum eru flestir þeirra þegar seldir. Sjást þremenningarnir úr Keflavík á myndinni hér að ofan en þeir eru Jakob Traustason, Jón Sigurðsson og Margeir Margeirsson. Ljósm.: rós. Áður en bílarnir voru afhentir var þvegin m.a. af þeim vaxhúð. Ljósm.: epj. Nudd er ekki bara þægilegt . . . • Það losar um streitu og spennu. • Er bólgueyðandi • Er gott við bakverkj- um og ýmsum meiðslum • Slakar á spennu aí sálrœnum toga • Mýkir vöðva og sinar • Örvar blóðrás • Eykur almenna vellíðan BÍ SNYRTI- OG NUDDSTOFA Hafnargötu 35 - Keflavik - Simi 14108 íþróttafélög og hópar geta fengið einkatíma á kvöldin. Góður hópafsláttur. Opið mánud., þriðjud. og fimmtud. 9-17, miðvikud. og föstud. 9-19. Hvað heldurðu? upp í Festi í kvöld Hinn vinsæli spurninga- þáttur Ríkissjónvarpsins verður tekinn upp í kvöld kl. 21 í Festi, Grindavík. Liðin sem keppa eru Suðurnes og Kjalarnes. Af hálfu Suðurnesjabúa keppa þeir Magnús Ingvars- son, kennari, Grindavík, Þorkell Helgi Steinarsson, verkfræðinemi, Keflavík, og Elsa Kristjánsdóttir, banka; starfsmaður, Sandgerði. I leikhléi mun Helgi Marons- son syngja en upplýsingar um hagyrðinginn lágu ekki fyrir er síðast var vitað. Almenningi er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. ÚTSALA - ÚTSALA 50% afsláttur af öllum fatnaði 30-50% afsláttur af öllum skóm Kuldaskór..... áður 3.695 - nú 1.790 Hælaskór ..... áður 2.775 - nú 1.390 Dömuskór ..... áður 3.040 - nú 1.500 FATAVAL Keflavík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.