Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 21.01.1988, Blaðsíða 17
\)iKurt jtíttU Fimmtudagur 21. janúar 1988 17 17 stig og kjafts- högg hjá Jóhannesi ÍBK vann nágrannaslaginn Jóhannes Kristbjörnsson, njarðvíski KR-ingurinn, byrjaði „með stæl“ hjá sínu nýja félagi í úrvalsdeildinni þegar KR og Grindavík áttust við í Seljaskóla á sunnudagskvöld. Jóhannes var besti maður KR-liðsins, sem vann sigur á Grindvíkingum í miklum baráttuleik, 75:67, eftir að hafa haft örugga forystu í leikhléi, 46:27. Grindvíkingar minnkuðu muninn í seinni hálfleik í minnst 8 stig, en tókst ekki að komast nær þeim röndóttu úr vestur- bænum. Jóhannes Kristbjörns- son skoraði ekki aðeins 17 stig hjá Grindvíkingum, heldur bætti einu kjaftshöggi við. Hann varð eitthvað ósáttur við Hjálmar Hallgrímsson eftireina sókn UMFG og sló hann í andiitið svo Hjálmar steinlá í gólfið. Dómararnir sáu ekki brotið og því var ekkert dæmt. Fjögur spor voru saumuð í and- lit Hjálmars eftir leikinn. Þjálf- ari UMFG sá atvikið og lét dórti; arann heyra það og fékk tækni- víti í staðinn. Liðsstjóri KR tók Jóhannes af leikvelli. Guðmundur Bragason skor- aði mest fyrir UMFG, 19 stig, næstir komu Olafur með 12 og Jón Páll og Steinþór með 10 stig hvor. IBK sigraði UMFN íjeiklið- anna í 1. deild kvenna í Iþrótta- húsi Keílavíkur á fimmtudag. ÍBK skoraði 45 stig gegn 30 stigum UMFN. Staðan í hálf- leik var 28:18 fyrir ÍBK. Leikurinn var mjög jafn framan af. Þegar 3 mínútur voru til loka fyrri hálfleiks náðu Keflavíkurstúlkurnar góðum leikkafla, skoruðu 12 stig á móti engu hjá UMFN og höfðu 10 stig yfir í Jeikhléi, 28:18. UMFN byrjaði seinni hálf- leikinn af krafti og minnkaði muninn óðfluga, minnst í 6 stig. En lengra komust Njarð- víkurstúlkurnar ekki og þær keflvísku náðu svipuðum kafla og í fyrri hálfleik þegar þær breyttu stöðunni úr 32:28 í 41:28, og þá voru úrslitin ráðin. Stig ÍBK: Kristín Bl. 12, Anna María 11, Bylgja 7, Björg og Auður 6 hvor, Margrét 2 og Kristín Sig. 1 stig. Stig UMFN: Sigríður 10, Ólöf 7, Þórunn og María 4 hvor, Harpa 3, Asdís 3. UMFN í basli með ÍR íslandsmeistarar Njarðvíkur lentu í basli með ÍR í Seljaskóla á laugardag en sigruðu með 4ra stiga mun, 67:63, eftir að hafa verið undir í leikhléi, 33:39. Leikurinn var jafn og komu IR-ingar á óvart með góðri baráttu og leiddu leikinn lengst af. Það dugði þó ekki til sigurs og kenndi Einar Bollason, þjálf- ari IR, dómurum um. Það bar helst til tíðindaaðSturla Örlygs- son var rekinn af leikvelli eftir að hafa lent í handalögmálum við Jón Örn Guðmundsson ÍR- ing. Helgi (19) og Valur (18) skor- uðu mest fyrir UMFN. W Bikarkeppni KKI - UMFN - ÍBK, íþróttahúsið Njarðvík, föstudag 22. jan. kl. 20 Hvað gerir Njarövikur- Bítur Hreinn frá sér og tryggir ÍBK sigur? Hvað gera Vals- og Sturlu- lausir Njarðvíkingar gegn bikarþyrstum Keflvíkingum? Mun Guðjón raða niður 3ja stiga körfum i Ijónagryfjunni? Sleppir l'sak taki á bikar- meistaratitlinum eða trygg- ir hann liði sínu sæti í 8 liöa úrslitum? Hvaða dans verður stiginn annað kvöld? Hvað gerir risinn Helgi Rafnsson nú? Það mun mæða mikiö á Teiti Örlygssyni i þessum leik. rr^Afgre Á 'iðum pizzur til kl. 23. Austurbakki hf. NIKE-umboðið p ^Kaupféfag. Suil urneój a HAGKAUP ÖLLALMENN FERÐAÞJÓNUSTA UMBOÐSSKRIFSTOFA HELGI HÓLM Hafnargötu 79 - Simi 11560 FRÍSTUND Myndbönd - Hljómtæki VHS - Beta Holtsgötu 26 - Njarðvík TÉKKAREIKNINGUR SP ARIS JÓÐURINN FJÖLMENNUM Á LEIKINN! \flKUti ÍUii

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.