Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. september 1988 KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaginn 4. september: Guðsþjónusta kl. II. Kór Keflavikurkirkju syngur. Org- anisti og stjórnandi Orn Falk- ner. Sóknarprestur molar Dýrar íbúðir hjá verktökum Starfsemi Islenskra aðal- verktaka er mikið í sviðsljós- inu núna og þá sér í lagi hagnaður fyrirtækisins og umsvif. Hafa margir því orð- ið til að benda Molum á ákveðið atriði, sem kom fram um starfsemi þessa hér í blaðinu fyrir skemmstu. Þar kom m.a. fram að IAV byggja 14 fjölbýlishús með 248 fjölskylduíbúðum á Keflavíkurflugvelli. Fyrir þetta, ásamt byggingu skrif- stofuhúsnæðis og lítils fél- agsheimilis, fær fyrirtækið greidda aðeins 1,9 milljarða króna. Er því hver íbúð seld á rúmar 7 milljónir króna sem teldist allt að því okur- verð á íslenskum markaði. Sofa þingmenn- irnir fast? Lítil viðbrögð hafa heyrst frá ráðamönnum vegna hinna tíðu dauðaslysa á Reykjanesbraut, sem margir kalla nú „svartasta vega- spotta landsins". Frá þing- mönnum hefur ekkert heyrst, ef frá er skilin grein Kolbrúnar Jónsdóttur, vara- þingmanns Borgaraflokks- ins hér á Reykjanesi, í DV á dögunum. Vonandi fara ráðamenn, og þar með þing- menn, að vakna, því hér er mál sem taka þarf á með festu og það strax. DV leiðréttir ekki Fyrr í sumar var greint frá kolvitlausum upplýsingum sem birtast um neyðarsíma- númer í dagbók DV í hverri viku. Sumar upplýsinganna urðu úreltar fyrir mörgum árum en aðrar eru út í hött. Fnn birtir umrætt blað þó þessar upplýsingar og þó molar hafi fengið það stað- fest frá forstöðumanni einn- ar þeirrar stofnunar sem hefur þarna rangt símanúm- Suðurnesiamenn ath. breyttan opnun- artíma í HAGKAUP frá og með 1. sept. ’88: mánudag-fimmtudag kl. 10-18:30 föstudaga kl. 10-20 laugardaga kl. 10-14 HAOKAPP FITJUM - NJARÐVÍK er. að hann hafi ítrekað reynt að fá þessu breytt en árang- urslaust. Er því eins gott að enginn fari eftir upplýsing- um DV varðandi neyðar- númer lögreglu, sjúkrabíls, rafmagns- eða vatnsveitubil- ana í Keflavík. Reyni ein- hver að hringja í þau númer sem viðkomandi blað birtir mun hann eyða dýrmætum tíma til einskis, því enginn svarar í viðkomandi síma- númerum sem birtast í um- ræddri dagbók. Felix Tvífari Felixar Felix Bergsson, söngvar- inn góði úr Greifunum frá Húsavík, hefur eignast tví- fara, eða allavega næstum því. Sá er Keflvíkingur og heitir Jón Páll Eyjólfsson, Eysteinssonar fyrrum for- stöðumanns sjúkrahússins. Bera þeir báðir samskonar gleraugu, eru nánast með sömu greiðsluna og eru oft ansi líkir í útliti og háttum. Fnda segja sögur að téður Jón Páll hafi stundum orðið fyrir því að ruglast hafi verið á honum og umræddum Felix. Jón Páll Stórmennska stjörnunnar Margir tignir gestir hafa heimsótt baðhúsið við Bláa lónið. Engu að síður þykir hver slík heimsókn viðburð- ur og því þótti blaðanianni MlKUtÍ jUUU Umsjón: Emil Páll Víkurfrétta mikill fengur að þvi að renna í hlað baðhúss- ins um leið og söngvarinn heimsfrægi Maxi Priest og l'ylgdarlið hans. Eftir fyrstu myndatöku blaðamannsins kom hins vegar babb í bát- inn, stjórstjarnan bildi ekki leyfa öðrum að mynda sig en þeim útvöldu, sem komu með honum. Þrátt fyrir þessa „stórmennsku" voru teknar mvndir með tækjum Ijós- myndarans og birtist ein slík hér með. Ríkissjónvarpið öruggt með Valsara Ríkissjónvarpið var ör- uggt með sigur Valsmanna í Mjólkurbikarkeppninni. Þegar einungis fimm mínút- ur voru liðnar af síðari hálf- leik Vals og ÍBK voru starfs- menn ríkissjónvarpsins bún- ir að koma fyrir Ijósköstur- um í búningsherbergi Vals- manna og gera tilbúið fyrir myndatöku, þegar Vals- menn fögnuðu bikarmeist- aratitlinum. Valsmenn öruggir með sjálfa sig Það voru fleiri en ríkis- sjónvarpið sem voru öruggir með Valssigur, þvi eftir leik- inn dreifðu Valsmenn barm- merkjum, sem á stóð „Valur bikarmeistari 1988". Valsmenn seldu aug- lýsingar fyrirfram Og áfram með Mjólkur- bikarinn og Valsmenn. Mol- um hafa borist þær fréttir að Valsmenn hafi veriðbúnirað selja auglýsingar á leikinn í Evrópukeppni bikarhafa, sem fram fer á næsta ári, löngu áður en leikurinn í Mjólkurbikarnum gegn IBK fór fram á Laugardalsvelli. r dropinn Hafnargötu 90 - Sími 14790

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.