Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 12
VÍKUR 12 Fimmtudagur 1. september 1988 jtMit Frá Grunnskóla Grindavíkur Nemendur komi í skólann sem hér segir: Hreggviður Jónsson, þingmaður Borgaraflokksins: Borgaraflokkurinn vill tvö- földun Reykjanesbrautar 1. Föstudaginn 2. september: 9. bekkur kl. 14:00 2. Þríðjudaginn 6. september: 7. og 8. bekkur kl. 9:00 3. Þriðjudaginn 6. september: 5. og 6. bekkur kl. 10:30 4. Þriðjudaginn 6. september: 3. og 4. bekkur kl. 13:00 5. Miðvikudaginn 7. september: 1. og 2. bekkur kl. 13:00 6. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 8. september. Skráning nýrra nemenda, annarra en for- skólanemenda, fer fram í skólanum 1. og 2. september fyrir hádegi. Forskólanemendur verða boðaðir ásamt foreldrum með símtali í byrjun september. Skólastjóri í lok janúar s.l. lögðu þau Kolbrún Jónsdóttir og Július Sólnes fram þingsályktunar- tillögu á Alþingi um tvöföldun Reykjanesbrautar fyrir hönd þingmanna Borgaraflokksins í Reykjaneskjördæmi. Þessi til- laga vakti nokkra athygli og umræðu, en hlaut ekki á þessu þingi afgreiðslu, eins og fjöldi annarra tillagna frá þingmönn- um Borgaraflokksins. Þetta mál hlýtur að vera eitt af mikil- vægustu málum Suðurnesja og reyndar þjóðarinnar allrar, enda sá meira að segja Morgun- blaðið ástæðu til að geta grein- ar Kolbrúnar Jónsdóttur i DV um málið nú nýlega, í Stak- steinum. Fjölfarnasti þjóð- vegur landsins Umferð um Reykjanes- brautina hefur farið sívaxandi á undanförnum árum.Nú er svo komið að um veginn fara 10.000 bílar á sólarhring en Verkamannabústaður Sandgerði Stjórn verkamannabústaða í Miðneshreppi hefur fengið til innlausnar og endursölu íbúð í verkamannabústað, l.hæð til vinstri að Hlíðargötu 18, Sandgerði. íbúð þessi er hér með auglýst til sölu. Þeir sem telja sig eiga rétt á ú thlutun íbúða í verkamannabú- stöðum eru beðnir að senda inn umsóknir á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást á skrifstofu Miðneshrepps. Umsóknir þurfa að berast stjórn verkamannabústaða, Tjarnargötu 4, 245 Sandgerði, fyrir25. sept. 1988. Skilyrði fyrir úthlutun eru skv. 44. gr. 1. nr. 60/1984 og reglu- gerðnr. 180/1987 umByggingasjóðverkamannaogfélagsleg- aríbúðir. Þar segir m.a. að barnmargar fjölskyldur skuli að öðru jöfnu ganga fyrir íbúðum í verkamannabústöðum. Þeir sem öðlast rétt til þessara íbúða eiga rétt á láni sem nemur 80% af verði þeirra í nýbyggingum, 85% við endursölu og í ákveðnum tilfellum getur lánshlutfall orðið allt að 90% af verði ibúðarinnar. Meðaltekjur hjóna/einstaklinga á árunum 1985, 1986 og 1987 mega vera kr. 756.567 og auk þess kr. 68.933 fyrir hvert barn. Allar nánari upplýsingar veitir stjórn verkamannabústaða. Formaður stjórnarinnar er Jón Ásmundsson. Umsóknareyðublöð ásamt eyðublöðum fyrir vottorð um fjöl- skyldustærð og yfirlýsingu um eignir ogtekjur á viðmiðunar- ámm, fást á skrifstofu Miðneshrepps, Tjamargötu 4, 245 Sandgerði. Sandgerði, 30. ágúst 1988. Stjórn verkamannabústaða í Miðneshreppi Hreggviður Jónsson viðmiðun Vegagerðar ríkisins á umferðarþunga, svo tvö- falda beri veg, er 8.000 bifreið- ir. Þegar núverandi vegur var lagður fyrir 25 árum olli það byltingu í samgöngumálum hér á landi og varð undanfari hugmyndarinnar um hring- veginn og lagningu á bundnu slitlagi á þjóðvegi landsins. Umferð um Reykjanesbraut- ina hefur síðan farið stöðugt vaxandi, bæði fólksflutningar og vöruflutningar. Þetta bygg- ist á mörgum samverkandi at- riðum, svo sem fjölgun bif- reiða, auknum viðskiptum, stærri vinnumarkaði og ekki hvað síst gífulegri aukningu á millilandaflugi. Á árunum 1982-1987 jókst fjöldi farþega til og frá landinu um 222.148, sem er nær allur íbúafjöldi ís- lands, en á því ári fóru 265.254 farþegar frá landinu en 260.192 komu til landsins eða samtals komu og fóru 525.446 farþegar til og frá landinu. Það er athyglisvert, að á milli ár- anna 1986 til 1987 verður 25% fjölgun á farþegum. Hvort nýja flugstöð Leifs Eiríksson- ar hefur trekkt svona mikið er órannsakað mál og ef til vill of mikil einföldun að álíta það. Svarti vegurinn Hinn mikli fjöldi slysa, sem hefur orðið í æ ríkari mæli á Reykjanesbrautinni, er í raun aðeins staðfesting á hinum mikla umferðarþunga á vegin- um. Hörmulegt slys varð nú nýlega á veginum og eru dauðaslys og alvarleg umferð- arslys á þessari Ieið orðin það algeng, að lengur verður ekki við svo búið. Ekki er hægt að skjóta sér á bak við formgalla í flutningi, eins og samgöngu- ráðherra Matthías Á. Mathie- sen gerði á síðasta Alþingi. Hér er mál á ferðinni, sem ekki þolir neina bið. Hér dugar ekki að bera fyrir sig fjárskort eða vegaáætlun. Sérfræðingar Vegagerðar ríkisins telja að hægt sé að tvöfalda brautina fyrir kr. 400 milljónir til 500 milljónir. Þetta er rétt um þriðjungur af umframkostnaði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á núvirði, en sá umframkostn- aður stóð ekki augnablik í háttvirtum ráðherra og ríkis- stjórn í vetur. Samgönguráð- herra talaði nú nýlega um það í fullri alvöru að leggja þyrfti brú yfir Hvalfjörð eða jarð- göng undir hann fyrir 2 mill- jarða króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að ljúka lagningu á bundnu slitlagi á allan hring- veginn og tvöfalda Reykjanes- braut í ofanálag og geta menn síðan hugleitt hvort sé gáfu- legra. Undanfærsla vegna nið- urfærslu ríkisstjórnarinnar, sem er tilkomin vegna stjórn- leysis hennar í efnahagsmálum verða áreiðanlega eitt af því, sem ráðherra samgöngumála mun beita í málflutningi sín- um, þegar þetta mál verður borið fram að nýju á komandi Alþingi af þingmönnum Borg- araflokksins. I umræðum á Al- þingi s.l. vetur sagði Júlíus Sólnes, varaformaður Borg- araflokksins, m.a.: „Við vilj- um að vegaframkvæmdir verði flokkaðar í þrjá meginflokka. I fyrsta flokki verði svokölluð þjóðfélagsleg verkefni, sem skipta alla þjóðina máli, en ekki einstök kjördæmi. Eitt slít verkefni er einmitt Reykja- nesbrautin milli höfuðborgar- svæðisins og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Sá vegur er ekkert sérmál Reykjaneskjör- dæmis. Hann er vegur sem varðar alla þjóðina því að um þennan veg fara allir íbúar þessa lands á leiðinni til og frá Keflavíkurflugvelli. Þess vegna er þessi vegafram- kvæmd ekkert sérmál Reykja- neskjördæmis. Sem slík á hún því ekki heima á dagskrá þeg- ar þingmenn Reykjaness eru að koma saman til þess að deila því takmarkaða fé sem því kjördæmi hefur veirð ætl- að, heldur á að útvega fjár- magn til þessa verkefnis svo sem annara þjóðfélagslegra vegaverkefna án tillits til kjör- dæmapots.“ I þessum orðum Júlíusar kemur fram að breyta verður skipan vegamála og flokka verkefni í vegamálum að nýju. í fyrsta flokki af þremur séu þjóðfélagsleg verkefni, svo sem Reykjanesbrautin, sem ekki séu miðuð við kjördæmi. Við í Borgaraflokknum mun- um halda áfram baráttu fyrir tvöföldun hennar og breyt- ingu á skipan vegamála í fram- tíðinni, en til þess þurfum við stuðning frá Suðurnesjum og erum sannfærðir um að svo muni verða. Vinningsnúmer happdrættis UMFG Dregið hefur verið í happ- drætti knattspyrnudeildar UMFG og komu upp eftirtalin númer: 1. vinn., bifreið, á nr. 598; 2. vinn., utanlandsferð, á nr. 844; 3. vinn., utanlandsferð, á nr. 489; 4. vinn., utanlandsferð, á nr. 935; 5. vinn. á nr. 1026; 6. vinn. á nr. 871; 7. vinn. á nr. 858; 8. vinn. á nr. 283; 9. vinn. á nr. 209; 10. vinn á nr. 816.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.