Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 20
Fimmtudagur 1. september 1988 AFGREIÐSLA BLAÐSINS er að Vallargötu 15. - Símar 14717, 15717. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Fegurðardrottnmg Suðurnesja 1988, i flugstöðinni rétt áður en hún steig út í vél.Ljósm.: Pál! Kjartansson TÉKKAREIKNINGUR SPURÐU SPARISJÓÐINN Gúmmímalbik lagt í Kúagerði Undanfarna daga hafa stað- ið yfir framkvæmdir við lagn- ingu malbiks í Kúagerði á Vatnsleysuströnd. Það er verktakafyrirtækið Hlaðbær- Colas sem sér um verkþáttinn en malbikið, sem lagt er, er Lítm drengur fyrir bli Lítill drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl á þriðjudag á Hafnargötu í Keflavík, við Vatnsnestorg. Var dreng- urinn fluttur meðsjúkrabíl til læknis, en þar kom í ljós að meiðsli hans voru lítil eða engin. svokallað „rubtop“, sem er nýstárlegt malbik, sem brýtur af sér svell og ísingu. Að sögn verkstjóra þess, er sér um verkið, er hér um til- raunalagningu að ræða. Hefur samskonar gúmmímalbik ver- ið lagt í Danmörku og reynist vel. Sagði verkstjórinn að efn- ið festist mjög vel við stein- steypuna og bjóst hann við að lagningunni á um 200 metra kafia myndi ljúka í vikunni. Skrautlegir stuðningsmenn Stuðningsmenn íBK íjölmenntu á bikarúrslitaleikinn og hvöttu sína menn. Það dugði þó skammt því Valur fór með sigur af hólmi. Ljósm.: hbb Guðbjörg í „Queen of the World“ Vikan hefur tekið að sér að velja fulltrúa íslands til þátt- töku um titlana Queen of the World og Queen of Europe. Til þátttöku í fyrrnefndri keppni valdist Guðbjörg Guð- mundsdóttir, sem kosin var Ungfrú Suðurnes 1988, og fór hún utan s.l. þriðjudag (23.8.), en úrslitakvöldið er þó ekki fyrr en 7. september. Fram að þeim tíma standa yfir stöðug ferðalög um Þýskaland, þar sem tískusýningar, samkvæmi og fundir með fréttamönnum eru á dagskránni. Ferð Guðbjargar hófst í Frankfurt, þar sem blaða- mannafundur og pelsasýning voru fyrstu viðfangsefni henn- ar. Síðan var haldið til Berlín- ar, þar sem tekin voru viðtöl við stúlkurnar fyrir sjónvarp, auk þess sem keppendunum var haldið mikið samkvæmi þar í borg. Því næst lá leiðin til Mainz, Bonn, Bochum, Her- ford, Osnabrúck, Cuxhaven og Hamborgar. Fegurðarsamkeppnin fer svo fram í Timmendorfer, sem er strandbær nærri Hamborg. Enn hefur ekki verið til- kynnt hvaða stúlku Vikan sendir til þátttöku um titilinn Queen of Europe 1988, en sú keppni fer fram í nóvember. TRÉ-X byggingavörur Iðavöllum 7 - Keflavík - Sími 14700

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.