Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 01.09.1988, Blaðsíða 13
V/ICUR jUUit Fimmtudagur 1. september 1988 13 Nýstárlegt íbúðarhús Þetta píramídahús er 2ja hæða íhúðarhús af nýstárlegri gerð, sem verið er að reisa í Vogum. Stendur húsið í nágrenni nýju þjónustumiðstöðvarinnar. Ljósm.:epj. :Suðumesjatnem!. Muníð að sfyfa söfnunarbaufcym V-áfmusamtaftynnajyrir nœstu mánaðamót. Þegar engar kaup- hækkanir eru er viss- ara aö versla þar sem er ódýrast! Fyrir minna. Meira smrnmm iZu Suðurnesjafólk! FULL BÚÐ % af nýjum : vorum VERSLUNIN TRAFFIC Hafnargötu 32 Góður skólafélagi SILVER REED EP 10 er sú nýjasta og kjörin í skólann 83 tillögur með 62 nöfnum: Síðasta vor auglýsti bæjar- stjórinn í Njarðvík eftir tillög- um um nýtt nafn á götuna, sem liggur frá bæjarmörkum við Keflavík (Hafnargötu), um ytra hverfi Njarðvíkur og Fitj- ar og í boga framhjá Víkur- blómum og Ramma, að Seylu- braut. Bárust alls 83 tillögur um 62 nöfn. Sérstök nefnd var skipuð til að taka afstöðu til tillagnanna og hefur hún nú lokið starfi sínu. I greinargerð með tillögu nefndarinnar segir: „Nefndin er sammála um að mjög mörg athyglisverð nöfn hafi verið meðal þeirra sem fram komu. Nefndin vill koma á framfæri þakklæti sínu til þeirra fjölmörgu sem sendu inn tillögur. Athyglisvert er og skemmtilegt að svo margir skuli sýna máli sem þessu slík- an áhuga.“ Var nefndin sammála um að leggja til að götunni yrði valið nafnið: NJARÐARBRAUT. Hefur bæjarráð Njarðvíkur samþykkt þessa tillögu. Tvær tillögur bárust með þessu nafni, frá Gyðu Eiríks- dóttur, Borgarvegi 11, Njarð- vík, og Guðrúnu Þorsteins- dóttur, Sjávargötu 25, Njarð- vík. Verður verðlaunafénu því skipt á milli þeirra að jöfnu. Ennfremur var nefndin sammála um að leggja til að sérstaka viðurkenningu fyrir frumlegar og skemmtilegar tillögur hljóti eftirtaldir: Örn Agnarsson, Hólagötu 35, Njarðvík, og Jóna Krist- insdóttir, Akurbraut 6, Njarð- vík, fyrir nafnið Bogabraut. Helga Magnúsdóttir, Hrauns- vegi 12, Njarðvík, og Guðrún Þorsteinsdóttir, Sjávargötu 25, Njarðvík, fyrir nafnið Hverfabraut. Helga Kristins- dóttir frá Akri, Háholti 27, Keflavík, fyrir nafnið Stein- bogi. Handhæg heimilisvél - framtíðareign. Aðeins 13.950.- Kort er sýnir legu Njarðarbrautar en nafnið mun koma í stað Víkna- vegar, sem nú er nefndur. Njarðarbraut - nýtt götuheiti í Njarðvík

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.