Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 31.12.2015, Blaðsíða 84
84 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 AF MYNDLIST Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Við lok árs getur verið for-vitnilegt að rifja upp ogsetja í samhengi það sem upplifað hefur verið. Sem mynd- listarmaður og ástríðumaður um miðilinn nýtur undirritaður þess að sjá hvernig listamenn og sýn- ingarstjórar setja verk fram á ólík- um stöðum og vinna þá með innra samtal þeirra og samhengi í um- hverfinu. Vitaskuld telst misvel til og þá skiptir persónulegur smekk- ur máli þótt líka sé gaman að láta koma sér á óvart og öðlast nýja sýn á sköpun listamanna og erindið sem þeir eiga við okkur. Frá árinu koma margar sýningar til greina. En þessar eru eftirminnilegar. Proportio í Feneyjum Á sama tíma og Feneyjatvíær- ingurinn stendur yfir, sú maka- lausa og görótta blanda, eru settar upp allrahanda sýningar í borg- arinni. Sú sem hreif hvað flesta í ár var „Proportio“; ævintýraleg fram- setning allrahanda myndlistar- verka, bóka, módela, leikmynda og hins og þessa, frá ólíkum tímum, í Palazzo Fortuny. Verkunum var komið fyrir í glæstum húsakynnum og tengdust gegnum pælingar um hlutföll – hrífandi sýning. Opnunarsýning Whitney, „America Is Hard to See“ Whitney-safnið í New York, sem helgað er bandarískri mynd- list, var á árinu flutt í nýja bygg- ingu í Kjötpökkunarhverfinu. Byggingin sló í gegn, staðsetningin er frábær, rýmin afar vel hugsuð, allrahanda verk njóta sín vel í víð- um sölum og á hverri hæð er hægt að ganga út á svalir og njóta úti- verka og útsýnis. Þá kom opn- unarsýningin á óvart, verk úr safn- eign sem blómstruðu í flottri framsetningu. Einkasýningar í Feneyjum: Scully, Twombly og Doig Umhverfi getur haft forvitnileg áhrif á upplifun listaverka. Það mátti glögglega sjá á sýningum á verkum þriggja kunnra listamanna í glæsihúsum og samtímasafni í Fen- eyjum. Í Palazzetto Tito var sýning á nýjum verkum Peters Doig (f. 1959) sem er einn virtasti málari samtímans. Þetta voru fersk og hríf- andi verk, sem var haganlega fyrir komið. Í Palazzo Falier við Canal Grande voru ný verk eftir málarann Sean Scully (f. 1945) og fóru einnig frábærlega í flúruðum húsakynnum þar sem glitrandi ljósbrot af síkinu fyrir utan köstuðust á verk og veggi. Þá var í samtímalistasafninu Ca’ Pesaro falleg sýning með mál- verkum og skúlptúrum bandaríska meistarans Cy Twombly (1928- 1911). Verkin byggjast á fornum ítölskum minnum og voru ein- hvernveginn þarna á hárréttum stað á réttri stundu. „Sjónarhorn“ í Safnahúsinu Fyrir opnunarsýningu Safna- hússins sótti sýningarstjórinn Markús Þór Andrésson listaverk og hverskyns sjónræn gögn til safn- anna sem voru staðsett í bygging- unni en þó mest í myndlistina. Þetta er óvenjuleg nálgun, þar sem rýnt er í hinn sjónræna arf á ferskan og gefandi hátt, í sýningu sem gaman er að heimsækja aftur og aftur. „Future - Present“ í Schaulager, Basel Schaulager er einstakt safn. Flennistórt byrgi til að geyma og sýna stórar innsetningar margra þekktra samtímalistamanna, sem eru í eigu Emanuel Hoffmann- stofnunarinnar. Þá eru salir á neðstu hæðunum þar sem skiptast á varanlegar innsetningar og rými fyrir skiptisýningar. Í „Future- Present“ var slegið saman nokkr- um hinna makalausu innsetninga og afar áhugaverðu úrvali annarra verka í eigu stofnunarinnar. „Transmissions: Art in Eas- tern Europe and Latin Am- erica 1960-1980“ í MoMA Fersk og forvitnileg sýning í New York. Flest verkin sátu í geymslum safnsins en önnur voru fengin að láni fyrir sýningu sem sýndi fram á áhugavert samtal og gagnkvæm áhrif í verkum lista- manna í Austur-Evrópu og Suður- Ameríku á 6. og 8. áratugnum. „Út á spássíuna – textar, skissur og pár í list Kjarvals“ Jóhannes Sveinsson Kjarval var einstakur listamaður, hvern- ig sem litið er á sköpunarverk hans og feril. Á þessari áhuga- verðu sýningu á Kjarvalsstöðum gefur að líta fjölda smærri verka sem eru í raun fjarri hinum upp- höfnu máluðu flekum hans en ekki síður mikilvægur hluti heild- arverksins. Sigurður Árni Sigurðsson í Hverfisgalleríi Á sérlega fallegri sýningu mátti sjá hvernig listamaðurinn hélt áfram í forvitnilegri glímu við yfirborð listaverksins og þrívíða blekkingu. Málverk á pappír og á pólýhúðað ál, óvenjuleg hlaðin varða og tvívíð útgáfa af henni; allt talaði þetta saman og myndaði sér- lega sannfærandi heild. Ragnar Kjartansson: Me and My Mother í i8 galleríi Þegar þrjú myndbandsverk Ragnars, sem gerð voru á fimm ára fresti og sýna móður listamannsins spýta á hann, voru sýnd í New Mu- seum, skrifaði rýnir The New York Times að þetta væri fádæma merki- legt verk um tímann sem líður og það hvernig jafnvægi breytist inn- an fjölskyldna. Nú undirstrikaði fjórða verkið orð rýnisins. „Ef ég hefði verið …“, sýning Ninu Zurier í Sjóminjasafninu Bandaríska listakonan velur úrval verka úr Ljósmyndasafni Reykjavíkur og sýnir þau óskorin en velur auk þess hluta úr þeim og stækkar brotin upp. Þetta er afar vel lukkuð sýning, þar sem Zurier vinnur út frá þeirri hugmynd að hún hefði verið fædd og alin upp á Íslandi og það sé hennar reynslu- heimur sem birtist í ljósmyndunum. „prik/ strik/,“ innsetning Kristínar Rúnarsdóttur í Núllinu Myndlistarkonan vann í þetta áhugaverða sýningarrými, sem fyrrum var salerni við Bankastræti, afskaplega fína innsetningu sem teygði sig frá gólfi upp í loft, með skúlptúrum og teikningum þar sem unnið var með línur og tákn úr heimi íþrótta og leikja. Frá stórborgarsöfnum að almenningsklósetti Ævintýraleg Sýningin Proportio í feneyskri höll hreif marga. Sett upp í glæstum húskynnum og tengdust ólík verkin gegnum pælingar um hlutföll. Blómstruðu Á opnunarsýninunni í Whitney-safninu upplifðu gestir nýja sýn á bandaríska listasögu. Hér er ævintýralegur Sirkus Alexanders Calder. Morgunblaðið/Einar Falur Í einni höllinni Í Feneyjum eru settar upp margar áhugaverðar sýningar um leið og Feneyjatvíæringurinn. Í Palaz- zetto Tito var hrífandi sýning á nýjum verkum Peters Doig sem er einn virtasti myndlistarmaður samtímans. Óvenjuleg Í Sjónarhorni í Safna- húsinu er rýnt í arfleifðina. Sannfærandi Sýning Sigurðar Árna Sigurðssonar í Hverfisgalleríi myndaði sannfærandi heild. » Sú sem hreif hvaðflesta í ár var „Pro- portio“; ævintýraleg framsetning allrahanda myndlistarverka …
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.