Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 86

Morgunblaðið - 31.12.2015, Side 86
86 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. DESEMBER 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Hlátur og fliss berst úr salB á efri hæð Hafnar-hússins og þegar komiðer inn lítur hópur karl- manna eilítið vandræðalega upp, líkt og þeir hafi verið staðnir að verki. Þeir reynast hafa gleymt sér eins og börn að leik við skoðun verks eftir Katrínu Sigurðardóttur á sýning- unni Horft inní hvítan kassa – skúlp- túrar og módel og hafði einn þeirra einmitt rekið höfuðið ofan í slíkan kassa. Hér skal ekki upplýst hvað þar er að sjá – en verkið er náskylt eftirminnilegu verki sem Katrín sýndi fyrir mörgum árum í Galleríi Sævars Karls og hinu snjalla „High Plane VI“ í Listasafni Íslands fyrir nokkrum árum (og öðrum skyldum verkum sem listunnendum hefur ekki gefist kostur á að sjá hér á landi). Á þessum sýningum greip margur áhorfandinn andann á lofti og ruglaðist um stundarsakir bæði í ríminu og rýminu. Leikur með stærðarhlutföll eru enda aðalsmerki listamannsins – og verður áhorfand- anum gjarnan hugsað til sögunnar um Lísu í Undralandi. Verkið í sal B nær ekki að framkalla jafnkitlandi háleita reynslu og áðurnefnd verk en þar er áhorfandinn samt sem áður hafinn á stall þar sem hann getur sett sig í spor Lísu og undrast. Karlmennirnir í salnum reyndust vera franskir ferðalangar og mátti heyra þá muldra nafn Marie Antoi- nette er þeir gægðust inn um glugga verksins „Skrautþiljur“ eða „Boiser- ie“ upp á frönsku. Verkið tengist raunar frönsku drottningunni og byggist á herbergi sem nú er varð- veitt í Metropolitan-safninu í New York. Herbergi Katrínar er ekki í fullri stærð, það er hvítt í hólf og gólf og mannlaust. Speglatækni gerir að verkum að rýmið virðist fullkomlega sjálfbær heimur sem hverfist óend- anlega um sjálft sig. Í því býr fram- andleiki og áhorfandanum bregður í brún þegar hann tekur eftir risa- vöxnu auga sem virðist fylgjast með honum: er hann sjálfur orðinn að viðfangi þessar sviðsetningar, fangi í dularfullu tímahylki? Undirrituð hélt í humátt á eftir Frökkunum inn í C-sal þar sem allir gægðust í króka og kima líkana, eða smækkaðra útgáfa af innsetningum Katrínar í sýningarrýmum erlendis. Líkönin, sem Listasafni Reykjavík- ur áskotnuðust nýlega, vann hún upprunalega sem undirbúning fyrir innsetningarnar. Þar sem innsetn- ingarnar sjálfar heyra nú sögunni til hafa líkönin orðið að eftirmyndum af verkum sem sjálf eru oft eft- irmyndir. Þessar eftirmyndir/líkön eru jafnframt samsafn smækkaðra staða, en þess má geta að ýmis önn- ur verk Katrínar eru beinlínis líkön af raunverulegum stöðum (bygg- ingum eða görðum) sem hún flytur í eftirgerð sinni milli staða. Leikurinn er því lykilatriði í listsköpun Katr- ínar. Í C-sal sveiflast áhorfandinn milli þess að vera „safngestur“ sem kynnir sér upplýsandi yfirlit um feril listamannsins, og þess að umbreyt- ast í Gúlliver í Putalandi í þessu skáldlega rými. Í öllu falli er það áhorfandinn sjálfur, í hvikulli af- stöðu við umhverfi sitt, sem er í brennidepli. Þegar horft er inn í hvíta kassa Katrínar vakna áleitnir þankar um eðli safnareynslunnar, og um nútímalistasafnið sem „hvíta kassann“, hugmynd sem gerir ráð fyrir sérstöku, upphöfnu listáhorfi utan tíma og rúms – en þar er leik- urinn líka ávallt á næsta leiti og vit- undin um allar okkar vistarverur. Um króka og kima Vistarverur „Skrautþiljur“, „Boiserie“ á frönsku, verk Katrínar Sigurðardóttur frá árinu 2010. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Katrín Sigurðardóttir: Horft inní hvítan kassa – skúlptúrar og módel bbbbn Til 3. janúar 2016. Opið alla daga kl. 10- 17, fimmtud. til kl. 20 (opið gamlársdag kl. 10-14 og nýársdag kl. 13-17) . Að- gangur kr. 1.400, námsmenn 25 ára og yngri: kr. 800, hópar 10+: kr. 800, ör- yrkjar, eldri borgarar (70+) og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Árskort kr. 3.300. ANNA JÓA MYNDLIST Listakonan Katrín í porti Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsi. Hljómplata Adele, 25, var sú mest selda í lið- inni viku, 20.-27. desember, skv. Tónlistanum sem unninn er af Félagi hljómplötuframleið- enda og inniheldur sölutölur úr verslunum Hagkaups, Pennans/Eymundsson, 12 Tóna, Elko, Smekkleysu plötubúð, Samkaupa, Kaupfélags Skagfirðinga, Lucky Records, Vefverslun Record Records, Skífunnar, N1 og Tónlist.is. Önnur mest selda platan var Jólaland Baggalúts og Bubbi Morthens og Spaðadrottningarnar eiga þriðju mest seldu plötu vikunnar, 18 konur. Plata Justins Bie- ber, Purpose, er í fjórða sæti og Bubbi og hljómsveitin Dimma í því fimmta með plötuna Bubbi og Dimma. Friðrik Dór á mest spilaða lag vikunnar, „Skál fyrir þér“, skv. Lagalistanum sem er unninn af Félagi hljómplötuframleiðenda og inniheldur samantekt sl. viku á mest spiluðu lögunum á Bylgjunni, FM957, Xinu 977, Rás 2 og K100,5 og tekur einnig mið af sölu og spil- un á Tónlist.is. „Adventure of a Lifetime“ með Coldplay er í 2. sæti, „Organs“ með Of Monsters and Men í því þriðja, „Gold Laces“ Júníusar Meyvants í 4. sæti og í því fimmta „Ex’s and Oh’s“ með Elle King. Adele og Friðrik Dór efst á listum AFP Ógnarvinsæl Plata bresku söngkonunnar Adele, 25, selst eins og heitar lummur. Náttúruupplifun er yfirskrift sýningar sem verður opnuð í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á laugardag, 2. janúar, kl. 17. Á sýningunni eru verk í eigu Aðalheiðar Eysteinsdóttur. Í gegnum tíðina hefur Aðal- heiður safnað listaverkum og á nú orðið tölu- vert safn sem hún hefur valið úr fyrir þessa fjölbreytilegu sýningu. Listaverkin eru eftir Steingrím Eyfjörð, Jónborgu Sigurðardóttur, Joris Rademaker, Örnu Guðnýju Valsdóttur, Kristján Steingrím Jónsson, Fredie Beck- mans og Heklu Björt Helgadóttur. Upplifun í Kompunni Fjölbreytileg Hluti verks eftir Joris Rademaker. Allmörgum athyglis- verðum sýningum lýkur á sunnudaginn kemur í lista- söfnum á höfuðborgar- svæðinu. Má þar á meðal nefna tvær sýningar á Kjarvalsstöðum, sýningu á verkum Katrínar Sigurðardóttur í Hafn- arhúsi, verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands og Valdimars Thorlacius í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Þá lýkur einnig sýningunum Skúlptúr / Skúlp- túr í Gerðarsafni og klukkan 15 mun Kristín Dagmar Jóhannesdóttir, safnstjóri Gerðar- safns, leiða gesti um sýningar þeirra Baldurs Geirs Bragasonar og Habbyjar Oskar. Á þessum samhliða einkasýningum má sjá per- sónulegar hugleiðingar listamannanna um skúlptúrinn í samtímanum. Verk þeirra eru ólík en hugsunin að baki þeim á margt sam- eiginlegt, segir Kristín Dagmar. Sýningum lýkur og leiðsögn um helgina Kristín Dagmar Jóhannesdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.