Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 32

Orð og tunga - 01.06.1990, Blaðsíða 32
10 Orð og tunga merkingu orðsins ‘þýðing’. Ef flett er upp í fornmálsorðabók má sjá að sögnin ‘að þýða’ merkir annars vegar ‘að útskýra e-ð’ en hins vegar að ‘merkja e-ð’ (Fritzner III 1896:1061) og með ‘þýðingum helgum’ er þá átt við útskýringar á trúarlegum textum. Merkingin ‘að snúa úr einu máli á annað’ er yngri. 2 Hómilíubókin Eitt elsta handrit, sem varðveitir þýðingar helgar, er frá því á 12. öld eða nálægt aldamótunum 1200, og á ég þar við handrit íslensku hómilíubókarinnar. Efni hennar er ýmiss konar guðsorð en mest rúm taka lestrar á mismunandi helgidög- um kirkjunnar. Presturinn les fyrir og ávarpar söfnuð sinn hvað eftir annað ‘góðir bræður’ eða ‘góð systkin’. Um hómilíubókina fer Jón Helgason þessum orðum: óvíða flóa lindir íslenzks máls tærara en í þessari gömlu bók, og er sá íslenzkur rithöfundur sem ekki hefur þaullesið hana, litlu betur undir starf sitt búinn en sá prestur sem enn á ólesna fjallræðuna (1958:16). í hómilíubókinni eru víða þýddir kaflar úr biblíunni og eru þeir á svo lipru og leikandi máli að þeir sýnast tæpast fornlegir en fremur sem gamlir kunningjar úr yngstu biblíuþýðingum. Má nefna sem dæmi kafla í Apparicio Domini þar sem vitnað er til 2. kafla Mattheusarguðspjalls og frásagnarinnar af komu vitringanna af Austurlöndum til Heródesar konungs (sjá textasýnishorn). 3 Aðrir textar fyrir daga Odds Gottskálkssonar Aðrir ritningarstaðir, sem finna má í miðaldahandritum, eru flestir frá 13. og 14. öld og hefur Ian Kirby, sem um skeið var prófessor við Háskóla Islands, safnað þeim saman og gefið þá út (1976). Hann raðar þeim eftir röð biblíubóka þannig að auðvelt er að bera vers saman milli rita, gamalla og ungra, og huga að orðfæri og stíl. Nokkuð samfelldur texti fyrri hluta Gamla testamentisins er varðveittur í þýðingu frá miðöldum sem kölluð hefur verið Stjóm. Er þar í rauninni um þrjú rit að ræða, hið elsta hugsanlega frá 12. öld og hið yngsta frá öndverðri 14. öld, sem saman ná yfir Mósebækur og til loka Konungabóka. Oðru máli gegnir um Nýja testamentið. A því er ekki til nein heilleg þýðing fyrir daga Odds Gottskálkssonar svo að vitað sé. Að vísu gerir Kirby því skóna að til hljóti að hafa verið þýðing á Nýja testamentinu og vík ég að því síðar. Þá er aðeins eftir að nefna að sögur fara af því að Jón biskup Arason hafi látið prenta Fjóra guðspjallamenn en heimildir um það rit eru afar fátæklegar. Síðasta eintak þess var sagt lagt í kistu Brynjólfs biskups Sveinssonar 1675 og veit því enginn hvort um var að ræða þýðingu á öllum guðspjöllunum, guðspjallaharmoníum eða guðspjallatextum sunnudaga og annarra bænadaga. Ekki er heldur neitt um það vitað hvort Jón lét þýða textann fyrir sig eða prentaði eldri þýðingu og enn er þeirri spurningu ósvarað hvort ritið var eldra, Nýja testamenti Odds eða Fjórir guðspjallamenn Jóns Arasonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.