Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 35

Orð og tunga - 01.06.2006, Blaðsíða 35
Kristín Bjarnadóttir: Málfræði í orðabókum 33 Báðar þessar leiðir hafa galla. Táknakerfið gerir talsverðar kröf- ur til notandans vegna þess hve ógagnsætt það er og ósennilegt er að notendum verði það verulega tamt nema með mjög mikilli og stöðugri notkun. Táknakerfið vísar samt nákvæmlega á réttan stað, ef notand- inn hefur í sér einurð til að fylgja því eftir og málfræðin sjálf er sett fram á nægilega ítarlegan máta. Kenniföll og kennimyndir gefa í ver- unni heldur meiri upplýsingar en ætla mætti ef allar málfræðiupplýs- ingar eiga heima í málfræðibók en án þessara upplýsinga er stundum ekki hægt að greina samhljóða orð í sundur í les. Samt duga kenni- föll og kennimyndir nafnorða og sagna ekki alltaf til þess að hægt sé að ganga að allri beygingu uppflettiorðs vísri í málfræðibókum. Kenniföll og kennimyndir eru ekki einu beygingarmyndir orða sem eru ófyrirsegjanlegar út frá stofngerð og í málfræðibókum er yfirleitt aðeins gefið yfirlit um beygingarflokka, með mismörgum dæmum. Tæmandi er lýsingin aldrei og notandinn er því stundum engu nær um þá beygingarmynd sem hann vill fá. Nægir þar að nefna þágu- fall eintölu í sterkum karlkynsnafnorðum (með eða án -i) og -na eða -a í eignarfalli fleirtölu af veikum kvenkynsnafnorðum. Loks má geta þess að lítið stoðar að fara í málfræðibók til að finna ítarlega beyging- arlýsingu íslenskra lýsingarorða; hana er hvergi að finna á bók.5 4.1.2 Ófyrirsegjanleg beyging birt í orðabókinni Ein leið til að nýta málkunnáttu notandans til að ákvarða hvaða beyg- ingarupplýsingar eiga heima í orðabók er að gera ráð fyrir því að stærstu beygingarflokkar séu sjálfgildi í lýsingunni og upplýsingar um þá þurfi ekki að birta. Stærstu flokkarnir eru jafnframt opnir og ómarkaðir beygingarflokkar, sbr. greiningu Ástu Svavarsdóttur í bók- inni Beygingakerfi nafnorða í nútímaíslensku (1993), t.d. veikar sagnir sem fá endinguna -aði í þátíð, veik beyging karlkyns- og kvenkyns- nafnorða o.s.frv. Útkoman verður þá þessi: 5Samkvæmt reynslunni við vinnu við Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls (sjá vef- síðu Orðabókar Háskólans: www.lexis.hi.is) þarf fimm beygingarmyndir til þess að skipta lýsingarorðum upp í beygingarflokka svo að ótvírætt sé. Þessar orðmyndir ættu því að geta gegnt sama hlutverki og kenniföll nafnorða og kennimyndir sagna. Orðmyndirnar eru nefnifall eintölu í öllum kynjum í sterkri beygingu, ásamt mið- stigi og efstastigi (kk.nf.et.sb.), t.d. góður, góð, gott, betri, bestur; heitur, heit, heitt, heitari, heitastur; stuttur, stutt, stutt, styttri, stystur; háður, háð, háð, háðari, háðastur. Þessar upp- lýsingar hafa ekki verið settar fram á skipulegan hátt í orðabók og hér á eftir verða nafnorð og sagnir látin duga sem dæmi um beygingarupplýsingar í orðabókum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Orð og tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Orð og tunga
https://timarit.is/publication/1210

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.